Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 18
Stefna íslendinga í manneldismálum n Þingsályktun um manneldis- og neyslustefnu frá 1989 - fjölbreytt fæðuval -æskileg líkamsþyngd - aukin neysla kolvetna - rífleg neysla próteina - dregið úr neyslu fitu - takmörkuð saltneysla n Engin matvælastefna hart áhættumat gefur tilefni til. Ef litið er á hve þungt næringarleg samsetning fæðunnar vegur með hliðsjón af dánarorsökum kemur í ljós að rangt fæðuval, þ.e. of mikil mettuð fita og of lítið af grænmeti og ávöxtum er ofarlega á lista yfir þá umhverfisþætti eða lífshætti sem stytta ævi á Vesturlöndum. Astæð- an er sú að þar koma m.a. við sögu helstu dánarorsakir í Evrópu, þ.e. hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein en einnig sykursýki, beinþynning og fleiri algengir sjúk- dómar. í skýrslu sem unnin var af Sænsku lýðheilsustofnuninni fyrir Evrópusambandið árið 1997 er þannig lagt mat á vægi umhverfis- og lífsstílsþátta á heilsu og tekið til- lit til aldurs og fjölda tapaðra ævi- ára í flóknu reiknilíkani. Tóbaks- notkun trónir þar efst á lista, næst á eftir kemur misnotkun áfengis og vímuefna en fæðuval og samsetn- ing næringarefna er í þriðja sæti, á undan áhrifum mengunar, umferð- arslysa, sýkinga og fleiri þátta. Fæðubornir sjúkdómar valda hins vegar miklum usla í Evrópu og kosta þjóðfélögin gífurlegar tjár- hæðir eins og kunnugt er. Sam- kvæmt skýrslu frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnun er áætlað að árið 1995 hafi 130 milljónir Evr- ópubúa sýkst af fæðubornum sjúk- dómum. Vægi þessa þáttar í töpuð- um æviárum er hins vegar sem bet- ur fer lítið. Hitt má þó ekki gleyrn- ast að hvert og eitt dauðsfall af slík- um orsökum, t.d. ef um er að ræða Creutzfeldt-Jakob's sjúkdóm, verð- ur að líta allt öðrum og alvarlegri augum en dauðsfall vegna reykinga eða rangra fæðuvenja. þar sem trygging fyrir hreinni og ómengaðri fæðu hlýtur að teljast til grundvall- armannréttinda, rétt eins og sumir menn telja sig eiga rétt á að reykja eða eta sig í hel. Hættan á fæðu- bornum sjúkdómum hefur hins vegar aukist umtalsvert undanfarin ár. Þar kemur margt til: Aukin al- þjóðavæðing í viðskiptum og meiri samgöngur við umheiminn, aukið framboð á ferskum matvælum í stað rotvarðra eða frosinna mat- væla, breyttir neyslu- og fram- leiðsluhættir, að ónefndu ónæmi sýkla gegn sýklalytjum. Sá hollustuþáttur sem hefur lang- minnst vægi í útreiknuðum heilsu- áhrifum, borið saman við hina tvo, er hins vegar aðskotaefnin. I Vest- ur-Evrópu alla vega telst vægi að- skotaefna fyrir heilsu íbúanna sem betur fer mjög lítið borið saman við matarsýkingar og næringarlega samsetningu fæðunnar, að minnsta kosti enn sem komið er. Þau auk- efni sem sett eru í fæðuna við lram- leiðslu eru háð eftirliti og ströngum leyfisveitingum þannig að ein- göngu er leyft að blanda efnum í fæðuna sem talin eru hættulaus eða hættulítil fyrir allan þocra fólks. Þótt mengun sé svo sannarlega ógn við lífríkið, og þar með heilsu fólks, er magn mengunarefna víð- ast hvar undir hættumörkum fyrir heilsuna. Sem dæmi má nefna að heildaráhrif næringar á krabba- meinsáhættu eru áætluð um 20- 30% í mörgum Evrópulöndum, þ.e. að hægt væri að koma í veg fyrir 20-30% krabbameina ef mataræði væri háttað á annan veg. Þar vegur þyngst að auka hlut grænmetis og ávaxta en einnig að forðast of mikla fitu og mikið steikt kjöt eða fisk. Öll aðskotaefni samanlagt eru hins vegar talin valda u.þ.b. einu af hundraði fæðutengdra krabba- meina. Ótti margra við hugsanleg að- skotaefni er því úr öllu samræmi við þekkt heilsuáhrif umræddra efna, hvort heldur um er að ræða aukefni eða mengunarefni. Tor- tryggnin getur jafnvel orðið slík að fólk forðast holla fæðu af ótta við að eitra fyrir sér og fjölskyldunni. Ástæðan er væntanlega sú að á þessu sviði stendur neytandinn gjörsamlega varnarlaus og ber- skjaldaður. Aðskotaefnin eru al- gjörlega ósýnileg og ómerkt í vör- unni nema um íblönduð aukefni sé að ræða. Eins eru þetta yfirleitt rnjög svo fráhrindandi efni, komin í vöruna af óæskilegum eða ónátt- úrulegum orsökum, t.d. vegna mengunar eða vinnslu. Mörg efnin geta jafnframt, sé þeirra neytt í of miklu magni, leitt til alvarlegs heilsutjóns og haft áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Kvikasilfur og blý eru dæmi um slík efni. Einstaka mengunarefni, t.d. díoxín, eru jafnvel svo eitruð og svo öflugir krabbameinsvaldar, að magnið þarf ekki einu sinni að vera hátt til að valda alvarlegum skaða. Neytendur þurfa því að geta treyst því að varan, sem er á boðstólum, sé hrein og ómenguð og að bæði 18 - FR6VR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.