Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 23

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 23
Fjaðraherii með stillanlegum halla á fjaðraendum, greiðu og jöfnunartromlu. þá einkum til vinnslu á tyrfnum og seigum jarð- vegi. Uppbygging. Rótherfi eru byggð upp á þann veg að frá tengidrifi drátt- arvélar er aflið llutt með vinkildrifi, einu eða fleiri, til lóðréttra snúnings- öxla og færist aflið milli öxla með tannhjóladrifi, ekki ósvipað og á skífu- sláttuvélum. Á hverjum öxli eru tveir hnífar eða tindar. Utfærslan er þannig að annar hver öxull snýst réttsælis og mótásinn þá í andstæða átt. Framan á tækinu, þvert á öku- stefnu, er lóðrétt plata sem bæði á að hindra að jarðvegurinn þeytist fram fyrir tækið og einnig að veita viðnám til að jarðvegurinn sundrist meira og platan getur í sumum til- vikum unnið að jöfnun á yfirborði jarðvegsins. Aftan á herfinu er tromla (ein eða fleiri) álrka breið og tækið sjálft sem hefur það hlutverk að bera uppi tækið að hluta og stjóma vinnsludýptinni. Auk þess jafna þær yfirborðið og mylja efsta lag jarðvegsins. Tromlumar eru til í mörgum útfærslum og ræðst val þeirra af jarðvegsgerð og markmiði jarðvinnslunnar. Rótherfin eru fáanleg með öllurn stöðluðum hröðum á aflúttaki. Hraða á hnífa- öxlum má í flestum tilvikum breyta og er þá á bilinu 150-400 sn./mín. (2-5 m/s). Á flestar tegundir má fá aflúttak aftur úr vinkildrifi herfis- ins. Hnífa- og tindagerðir eru mjög breytilegar að lögun, en lengdin oft um 250 mm og halla nokkuð undan snúningsáttinni, gjarnan 68-82 gráður til að draga ekki gróður eða rætur upp á yfirborðið og einnig til að þeir hreinsi sig betur. Fjarlægð milli hnífa er gjaman 250 mm. Vinnsluaðferðir. Auk tindagerð- ar má hafa mjög mikil áhrif á hve mikið jarðvegurinn er unninn. Sem dæmi má nefna að við ökuhraðann 1 m/s og hins vegar 2 m/s verður snúningshraði á hnífaöxli 2,2 snún- ingar og 4,3 á lengdarmetra í vinnslu miðað við 260 sn./mín. á hnífaöxli. Við rannsóknir á meðal- stífum leirjarðvegi kom fram að til að fá fram fullnægjandi vinnslu þarf öku- og snúningshraði að vera minnst 2,5 sn./lengdarmetra (Bemtsen 1987). Það þýðir í raun að hver hnífur eða tindur rífur upp jarðveginn með 10 cm millibili. Kostir. Kostir rótherfanna er einkum þeir að með þeim má fín- vinna og jafna landið eftir þörfum og hægt að stilla vinnsludýptina nokkuð nákvæmlega. Lítil hætta er á að valda skaða á jarðvegsbygg- ingunni eða fá upp aftur óæskileg- an jarðveg eða fymi gróður, svo fremi að plægingin hafi verið þokkalega unnin. Vinnsluaðferðin stuðlar að því að minnstu jarðvegs- komin lenda neðst í sáðbeðinu, en þau grófustu efst en það stuðlar að betra vatnsjafnvægi í jarðveginum. Afköst og aflþörf. Algengustu herfm hérlendis eru með 3-4 m vinnslubreidd, en þau má fá með vinnslubreiddir 1-9 m. Ef miðað er við 4 m breitt herfi og ökuhraðann 3-5 km/klst. má ætla að afköstin séu á bilinu 1,0-1,7 ha/klst. Síðan eru þau að sjálfsögðu breytileg eftir vinnslubreidd, jarðvegsgerð og afli dráttarvélar. Aflþörfin er að sjálf- sögðu einnig breytileg, en sem dæmi má nefna úr erlendum rann- sóknum (Bemtsen 1987) á meðal- þungum jarðvegi er dráttarátakið á metra vinnslubreiddar um 500 N (50 kp) við ökuhraðann 2 km/klst. en um 1000 N við 6 km ökuhraða. Við sömu hraða er aflþörfin 4,5 kW og 7,6 kW (6 og 10 hö). Á erlend- um prófunarstöðvum er oft miðað við 11-18 kW á metra, en framleið- endur gefa gjaman upp aflþörf frá um 25 kW/m. Fjaðraherfi Á markaðnum eru margar gerðir af herfum, en hér verður aðeins fjallað um fjaðraherfin með S-laga tindum. Nýrri gerðir af þeim hafa tæknilega verið í nokkurri þróun á undanförnum árum. Þau hafa náð töluverðri útbreiðslu hérlendis hin síðari ár, einkum eftir að notkun plóga við endurræktun jókst. Uppbygging. Herfin eru byggð upp á öflugum ramma sem tindaás- arnir eru festir við. Tinda má fá af mörgum gerðum og með ólíkum oddum, allt eftir jarðvegsgerð. Tindaásarnir snúa þvert á öku- stefnu og geta verið mismargir, en oft eru þeir þrír. Reynt er að hafa FR€YR 2/2001 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.