Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 27
að gefa af sér tekjur. Grisjun á 40 ára gömlum lerkiskógi á Hallorms- stað gefur tekjur sem duga fyrir grisjunarkostnaði og vel það. Erfitt er að spá 80-100 ár fram í tímann og út af fyrir sig ástæðulaust að velta fyrir sér hver gróðinn gæti orðið eftir lokafellingu skógarins. Nægir að nefna að sé skógarauð- lind fyrir hendi er möguleiki á að íslenskir bændur geti haft tekjur af henni en sé hún það ekki er sá möguleiki ekki fyrir hendi. Áhrif aukinnar á landnýtingu Aukinn áhugi á skógrækt nú staf- ar ekki síst af því að margir land- eigendur telja sig vera aflögufæra með land. Þetta á einkum við um kúabændur, bændur í óhefðbundn- um búskap, s.s. ferðaþjónustu, og eldri bændur sem hafa minnkað við sig eða hætt hefðbundnum búskap, auk þeirra landeigenda sem vinna við annað en bústörf (Harpa Dís Harðardóttir og Rúnar ísleifsson, munnl. uppl.). Samkvæmt úttekt á gróðurlendi því sem nýtt er til skógræktar á svæði Héraðsskóga eru 80-90% þess mólendi og hitt mest graslendi (Sherry Curl, óbirt gögn). M.ö.o. er það einkum fyrrverandi úthagi, sem tekinn er til skógræktar, og þá aðallega óræktuð beitilönd sem liggja næst bæjunum. Sárasjald- gæft er að taka tún til skógræktar og framræsla votlendis til skóg- ræktar þekkist varla þó að áður framræst land sé stundum notað. Stærð skógræktarsvæða á einstök- um jörðum eru oftast 20- 150 ha að fiatarmáli og jafnvel þótt samliggj- andi jarðir séu í skógrækt er sjald- gæft að skógræktarreitir þeirra liggi saman. Skógrækt fer ágætlega saman við kúabúskap, ferðaþjónustu, græn- metisrækt og kornrækt en virðist síður fara vel saman við sauðfjár- eða hrossarækt, einkum af því að bændur sjá eftir beitilandi, sem eðlilegt er. Hrossabændur vilja þó gjarnan setja upp skjólbelti eða skjóllundi í beitilöndum sínum. Hægt er að haga skógrækt þannig að úr verði beitarskógur, þ.e. frem- ur gisinn skógur með góðum beit- argróðri í skógarbotninum. Engu að síður þarf land að vera friðað fyrir beit á meðan skógurinn er að vaxa upp í ákveðna hæð, sennilega minnst 10-15 ár. Víða eru léleg beitilönd, sem má bæta á þennan hátt, og leggja Skjólskógar á Vest- fjörðum sérstaka áherslu á þessa tegund skógræktar. Fjölnytjaskógrækt, ekki síst land- bótaskógrækt, býður upp á ýmsa möguleika í landnýtingu. Hér er t.d. átt við uppbyggingu á ferða- þjónustu. Skipulögð skjólbeltarækt eykur uppskeru túna og akra og eykur vellíðan búpenings. Magir draga þó ágæti skjólbelta í efa vegna þeirrar snjósöfnunar sem á sér stað við þau og vissulega getur illa stað- sett skjólbelti gert meira ógagn en gagn hvað það varðar, t.d. skjól- belti rétt norðan við heimreið. Hins vegar draga skjólbelti mjög úr vindkælingu og gerir það yfir venjulegt sumar meira en að vega upp á móti vaxtartapi þá örfáu daga að vori sem snjór liggur lengur við skjólbeltið en fjær því. Skipulag er hér lykilorðið og er enginn vafi á því að flestum finnst land með góð- um skjólbeltum meira aðlaðandi en sú berangurslega ræktun sem víðast hvar ríkir á Islandi. Hvert umfang skógræktar verður til lengri tíma litið fer að verulegu leyti eftir þróun annarrar landnýt- ingar en ekki öfugt. Flest bendir til þess að æ fieiri jarðir verði í eigu fólks sem býr í þéttbýli og er skóg- rækt upplögð tegund landbúnaðar fyrir það fólk þar sem hún gerir mun minni kröfur um viðveru en kindur, kýr og hross. Áhrif aukinnar skógræktar á umhverfi Unnið er að gerð sérstaks svæðis- skipulags fyrir Norðurlandsskóga og munu hin landshlutabundnu skógræktarverkefnin fylgja í kjöl- farið. Hluti af þeirri vinnu er gerð umhverfismats en þar er reynt að velta upp öllum þeim umhverfis- áhrifum sem skógrækt af því tagi og þeirri stærðargráðu sem gert er ráð fyrir næstu 40 árin, samkvæmt áætlun um Norðurlandsskóga, geti hugsanlega haft. Þar sem ekki er vitað fyrir fram nákvæmlega hvar einstakir skógarreitir verða ræktað- ir er ekki hægt að fara í lögformlegt mat á umhverfisáhrifum einstakra framkvæmda heldur er hér um að ræða spá um almenn áhrif óháð staðsetningu. Skjólbelti auka uppskeru. Myndin er frá Vallanesi á Héraði. f R6VR 2/2001 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.