Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 38

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 38
Ekki voru rjómabúin mikit mannvirki í fyrstu. Tilgátumyndin sýnir rjómabúið sem stóð í mynni gtjúfranna við Geirsá i Borgarfirði. þessum árum var nokkur nýlunda. Gætti þar an efa áhrifa hinna dönsku lýðháskóla í anda Grundt- vigs, en Nils Pedersen, skólastjóri Grönfeldts í Ladelund, hafði ein- mitt verið kennari á lýðháskólanum í Askov sem mikið orð fór af um þær rnundir. Grönfeldt var því meðal frumkvöðla leikfimikennslu hérlendis. Grönfeldt gekkst fyrir ýmsum til- raunum með vinnubrögð við rjómavinnsluna, m.a. með mismun- andi aðferðir við sýringu rjómans og áhrif þeirra á gæði smjörsins. Hann kannaði líka, m.a. í samvinnu við áðurnefndan Böggild, sem nú var orðinn prófessor við danska landbúnaðarháskólann, áhrif þess að blanda sauðamjólk saman við kúamjólkina fyrir smjörgerð, en það var umdeilt atriði varðandi smjörgæðin á þessum árum. ... og félagslífið Nærri má geta, að nærvera mjólkurskólastúlknanna hafi lífgað upp á heimilsbraginn á Hvanneyri, þar sem fyrir var hópur ungra manna í almennu búnaðarnámi. Grípunt eitt dæmi úr dagbók námsmeyjar frá Þrettándanum 1903: „...Tombóla ú Hvítárvöllum. Fór héðan 26 manns, 4 mjólkurskóla- stúlkur, heldur var það léleg tom- bóla ... Svo var dans á éftir; alla nóttina varfólkið að tínast heim .... kvöldið eftir var þrettándinn. Farið var ofan á Fit (við Hvítá) og sitngið og dansað, síðan farið heim og drukkið kafft, og með því klykkt út með jólin; þessi lengstu jól sem eg hef vitað haldin ... A sunnudaginn þann Il.jjan.j fórum við tfu upp á Vatnshamravatn og dönsuðum.. “ Leikfimisýningar námsmeyja Mjólkurskólans þóttu mikil ný- lunda á samkomum Hvanneyringa og verðandi rjómabústýra á þessum árum. Þannig lýsir Hvanneyringur einn skólasamkomu á Mjólkurskól- anum í ársbyrjun 1907 m.a.: „....Stúlkumar sýndu okkur „Gymnastik“ í klukkutíma, og höfðum við mjög mikið gaman af því. Og hljóta þœr að vera vel skyn- samar, þar eð þœr sýndu þœr kúnstir, sem ekki eru taldar sem kvenlegastar af meðalmönnum.... “ Grönfeldt setti upp leikrit í Mjólkurskólanum. Vitað er til dæmis að um áramótin 1902-03 var fluttur leikþáttur á Hvanneyri sem Grönfeldt hafði sjálfur skrifað. Mun leikþátturinn að einhverju leyti hafa fjallað um staðbundin viðfangsefni. Fleiri dæmi eru um leiksýningar í tengslum við Mjólk- urskólann. Söngur og þó einkum dans var ríkur þáttur félagslífsins. Hvanneyringar fóru reglulega í heimsóknir til “frænknanna” á Hvítárvöllum og endurguldu boðin einnig. Skólastjórafrúin, hún Þóra, lék gjarnan fyrir dansi á hannon- iku, og fáir voru þá glaðari í sel- skapnum en Grönfeldt skólastjóri, sagði Davíð á Hvítárvöllum, sem vel mundi þessa tíma. Undanhald - endalok í byrjun fyrra stríðsins tók að fjara undan starfi rjómabúanna. Hlaut það að draga máttinn úr starfi Mjólkurskólans. Astæðurnar voru einkum þessar: * Kindakjöt hækkaði í verði svo að bændur kusu frernur að láta ær ganga með dilkum en færa frá þeim; * Erfitt varð að fá fólk til fjár- gæslu og mjalta; * Bændur fóru að fá sama verð fyrir heimasmjör og rjómabú- smjör, m.a. í kjölfar vöntunar á smjöri á markaðnum. Tækni og kunnátta hafði líka lyft gæðum heimasmjörsins svo að sérstaða rjómabúanna varð ekki söm og áður. Rjómabúunum fækkaði til muna. Árið 1919 starfaði aðeins eitt rjómabú af hverjum sex, er flest urðu í landinu. Samhliða þessum breytingum dró mjög úr aðsókn nemenda í Mjólkurskólann. Vetur- inn 1918-1919 féll kennslan við skólanum niður, „sakir þess að bœndur töldu sig ekki geta lagt til mjólk eða rjóma til meðferðar, “ að því er segir í skólaskýrslu. Næsta ár sótti enginn um skólavist. Árið 1921 var Grönfeldt sagt upp skóla- stjórastarfinu og Mjólkurskólinn í reynd lagður niður. Nokkrum árum síðar seldi Búnaðarfélagið eignir sínar á Hvítárvöllum. Var þá saga skólans öll. Grönfeldt skólastjóri hafði þá um nokkra hríð búið á 38 - pR€YR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.