Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 2

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 2
Lyfjahneyksli í Þýskalandi og Austurríki Umfangsmikil verslun með ólögleg vaxtarauk- andi efni í svínarækt hefur verið afhjúpuð í Þýskalandi og ná þessi viðskipti einnig til Austurríkis. Afhjúpunin átti sér stað í janúar sl. þegar lögregla og tollayfirvöld gerðu skyndiáhlaup á 23 stöðum í Bæj- aralandi og í Austurríki. Þessir stað- ir voru móttökustöðvar dýralækna, svínabú og birgðageymslur, þar sem gerð voru upptæk ólögleg efni og tekin sýni. Aðgerð þessi hafði verið undirbúin mánuðum saman. í kjölfar þessa hafa lögregluyftr- völd fengið mikið efni til að vinna úr, bæði skjöl og lyf sem rannsaka þarf. Dýralæknar þeir sem liggja undir grun eru taldir hafa séð 1200 svína- búum fyrir ólöglegum vaxtaraukandi efnum, sem smyglað hefur verið inn frá Austur-Evrópu, og eiga uppmna sinn jafnvel alla leið frá Kína. Lögreglan hefur grun um þetta smygl hafi staðið í mörg ár og nemi mörgum tonnum ólöglegra efna hormóna, fúkkalyfja o.fl. efna. Efninu var smyglað til Austurríkis og þaðan til Bæjaralands og hafði skilað góðum hagnaði. Einkum er hér um að ræða hormóna, sem auka vöxt eldisgrísa, en einnig fúkkalyf sem kerfisbundið hefur verið blandað í fóður svína til að verja þau gegn smitsjúkdómum. Fúkka- lyfin hafa auk þess þau viðbótar- áhrif að þau auka getu dýranna til að nýta fóðrið og eru þannig vaxt- araukandi. Upphaf þessara uppljóstrapa má vekja til þess að lyfjafyrirtækið Bayer komst að því að eftirlíking af fúkkalyfi þess, sem heitir Baytril, streymdi inn á markaðinn í Austur- ríki. Fyrirtækið réð sér leynilög- reglumenn sem kornust fljótt að því að skipuleg sala ólöglegra lyfja færi fram. Lyfjunum var smyglað frá Slóveníu til Austurríkis og sölu- menn seldu lyfið á útskotum á hraðbrautum í skjóli nætur. Bayer gerði yfirvöldum viðvart og gripu þau til sinna ráða. Það er dapurlegt að þetta skuli einmitt hafa gerst í Bæjaralandi, sem frarn undir þetta hefur verið talið eiga sér fyrirmyndar landbún- að. Erfitt hefur verið að þurfa að horfast í augu við annað, ekki síst þar sem kúariðutilfell hafa einnig verð fleiri þar en annars staðar í Þýskalandi. Þýskir stjómmálamenn eru famir að krefjast algjörs banns við notkun fúkkalyfja á svínafóðri. Samtök þýskra bænda taka einnig undir þá kröfu. Talsmenn bænda segjast hafa beðið um slíkt bann árum saman en hvorki þýska þingið né ESB hafi sinnt því. Slíkt bann verður að gera á vegum þings ESB. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvaða áhrif notkun á fúkkalyfjum hafi á dýraafurðirnar. Þó eru aðilar sammála um að yfir- drifin notkun á fúkkalyfjum geti gert neytendur afurðanna ónæmari fyrir fúkkalyfjameðferð ef þeir þurfa á henni að halda. I fólki geta þá verið stofnar af bakteríum sem engin fúkkalyf vinna á. Hvað sem þessu líður þá er skað- inn þegar skeður og landbúnaður- inn hefur enn einu sinni spillt ímynd sinni. (Þýtt og endursagt úr Landsbygdens Folk nr. 4/2001). Altalað á kaffistofunni Búkolluljóð Fátt hefur upptekið þjóðina meira síðustu mánuði en innflutn- ingur á nýju kúakyni frá Noregi. Þetta hefur m.a. sýnt sig í miklum fjölda greina í dagblöðum. Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, hefur hins vegar tjáð skoðun sína á málinu í bundnu máli og fer hér á eftir. Búkolluljóð Býsna mörg er búmannsraunin, batna lítið kjörin rýr. Vond er tfðin, verri launin en verst er þessi landndmskýr. Sjaldnast re'tta gengur götu, gleði sýnir aldrei vott, sparkar niðurfullri fötu, fer úr hafti, étur þvott. Djúpt íflórinn dýfir hala og dengir beint í andlit manns. Kremur tœr ú kúasmala og kúkar svo d skóna hans. Stútar sdtum, stelst í garða, stangar bœndur, angrarfé. Landndmskýr með lundu harða lœtur öngva bli'ðu í té. Lausn erfundin, léttar andar landbúnaðar lirjdða drótt. Afbragðskýr sem engu grandar út til Noregs verður sótt. Hin norska kýr mun kjörum lyfta, kostagrip ég liana tel. Afurðirnar engu skipta efhún bara kyssir vel. 2 - f R€VR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.