Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 13
Mynd 1. Samhengi milli framteiðni og dýravelferðar (eftir Mcinerney, 1994). Bóndi sem veltir fyrir sér um- hverfisbótum á sinni jörð, ætti sam- kvæmt nytjasiðfræðinni að velta því fyrir sér hvað öðru fólki finnist um málið. Það gætu verið nágrann- ar eða ferðamenn, eða jafnvel kom- andi kynslóðir, enda ljóst að sumt af því sem við gerum núna mun bæta eða skerða lífsgæði næstu kynslóðar. En hvemig snýr þetta að dýmm og dýravelferð. Fæst okkar myndu nota orðið „hamingjusamar“ um skepnur. Það er tiltölulega auðvelt að sannfæra sig um að skepnur ráða ekki yfir því margþætta litrófi til- finninga sem við saman köllum „hamingju“. Og ef dýr geta ekki upplifað hamingju, þá þurfum við ekki að taka tillit til þeirra, eða hvað? Það er hér sem vandamálin tengd afmörkun byrja. Því að þótt dýr geti ekki upplifað hamingju á sama hátt og fólk, þá blandast fáum vísinda- mönnum hugur um að dýr geta upplifað ákveðna hluta þess sem við köllum „hamingju“. Þannig er víða að finna tilvísanir vísinda- manna til tilfmninga dýra, s.s. sárs- auka, vellíðunar, óþæginda, hræðslu og jafnvel leiða, reiði og gleði (Morton og Griffiths 1985, Hemsworth et al. 1993, Simonsen 1993, Welmesfelder 1993, Fleck- nell og Molony 1997). Einungis sú staðreynd að við prófum flest geð- lyf á dýrum, (sumir dýralæknar nota jafnvel geðlyf til að með- höndla gæludýr) bendir til þess að munurinn á heilastarfsemi manna og dýra sé minni en við oft teljum (Gendin, 1989). Af þessu leiðir að ef það er rangt að „meiða“ fólk vegna þess að við- komandi finni til sársauka, þá er jafnrangt að meiða dýr á sambæri- legan hátt. í raun má segja að það eina sem réttlætir „slæma“ meðferð á ákveðnum einstaklingum (dýrum eða mönnum), er ef öðrum gagnast meira viðkomandi athöfn. Það eru nefnilega samanlögð nyt sem skipta máli. Dæmi um aðgerð sem fylgjir nytjasiðfræðinni er t.d. halaklipp- ing smágrísa. Margir telja að með því að klippa burt hluta hala þeirra rnegi koma í veg fyrir alvarlegri halabit síðar meir (Schrpder-Peter- sen og Simonsen 2000). Það að gelda nautkálfa og setja þá síðan á beit, fellur einnig vel að lögmálum nytjasiðfræðinnar. Þrátt fyrir óþæg- indi geldingar (sbr. Fisher et al. 1996), má leiða að því líkum að samanlögð velferð kálfanna batni, við það að njóta frelsis á sumrin. En veitið því eftirtekt að það að samanlögð nyt séu mest við annars vegar halaklippingu og hins vegar geldingu þýðir ekki einungis að það sé í lagi að framkvæma þessar aðgerðir. Það er siðfræðileg skylda okkar að framkvæma þær. Dýravelferð og hagfræði Samhengið milli dýravelferðar, hagkvæmni og framleiðni má skýra með línuritunu í rnynd 1. Við byrj- um í punkti A, sem vísar til búfjár- framleiðslu þar sem nær engu er til kostað og dýrin ganga nánast sjálf- ala. Framleiðnin í svona fram- leiðslukerfi er lág, og ýmiss konar velferðarvandamál eru fyrir hendi. í punkti B er búið að koma lagi á ýmis grunnatriði eins og fóðrun, húsaskjól og meðhöndlun sjúk- dóma. Þess vegna hefur bæði fram- leiðnin og velferð dýranna batnað. Mynd 1. Eftir því sem framleiðslan verður skipulagðari (meira intensiv), eykst framleiðnin, en samkvæmt mynd- inni eru líkur á að velferð dýranna versni um leið uns punkti E er náð, þar sem bakslag kemur í framleiðn- ina vegna sjúkdóma og dánarhlut- falls dýranna. Dýraverndunarlög- gjöf miðar gjarnan að því að tryggja að framleiðslan fari ekki niður fyrir punkt D - lágmarksstig velferðar. Of oft vill það gerast að framleiðendur miða við að uppfylla lágmarkskröfur og þannig verða þær um leið að nokkurs konar há- marksstigi velferðar. Stóra spumingin er hvar á þessu línuriti íslenska búfjárframleiðslu sé að finna og hver stefna okkar sé. Stefnum við einungis að því að halda okkur ofan við punkt E, eða emm við að reyna að komast eins nálægt punkti B og unnt er? Valið er okkar og er fyrst og fremst spuming um siðfræði. Siðfærði og hagfræði Dæmin sem áður voru tekin um halaklippingu og geldingu voru þægilega einföld og afmörkuð. Því miður á það sama ekki við flest þau álitamál sem við stöndum stöðugt frammi fyrir í íslenskri búfjárfram- leiðslu. Löggjöfin, t.d. um dýravel- ferð, er oft óskýr og jafnvel mót- FR€VR 2/2001 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.