Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 10
1. tafla. Gæðastuðlar fyrir landbúnað,
þeim er skipt í sex aðalflokka.
Jarðvegur_______________________________
Uppblástur
Frjósemi
Þjöppun
Mengun
Önnur lífhvolf - andrúmsloft og grunnvatn
Notkun varnarefna
Tap næringarefna
Mengandi lofttegundir
Varðveisla auðlinda
Vatnsnotkun
Hringrás plöntunæringarefna
Orkunotkun
Erfðalindir
Gæði landbúnaðarafurða
Næringargildi
Mengun
Hreinlæti
Ásýnd sveitanna
Landslag
Sveitabæirnir
Siðfræði
Fólkið
Búsmalinn
Umhverfið
andrúmsloftið og grunnvatn.
Það er einkum þrennt sem
standa þarf vörð um í því
tilliti, útskolun næringarefna,
brennslu á lífrænu eldsneyti og
notkun vamarefna. Þó að nær-
ingarefni séu lífsnauðsynleg
öllu lífi geta þau orðið til
vandræða verði styrkur þeirra
of mikill. Þau geta borist með
vatni í grunnvatn, ár og læki.
Þetta gerist einkum þegar
enginn gróður er á ökrunum til
að taka næringarefnin upp
þegar þau losna í jarðveginum.
Við bruna á lífrænu elds-
neyti losna ýmsar lofttegund-
ir út í andrúmsloftið og geta
valdið mengun eða stuðlað
að gróðurhúsaáhrifum. Það er
því æskilegt að lágmarka
orkuþörf landbúnaðarins,
einkum notkun á eldsneyti úr
iðrum jarðar.
Þá geta varnarefni, sem
notuð eru gegn illgresi, sjúk-
dómum eða meindýrum borist
með vindi eða vatni út fyrir
þau svæði sem til er ætlast.
Því þarf að auka þekkingu
okkar á lífsmynstri illgresis,
meindýra og sjúkdóma og
verjast þeim eftir því sem unnt
er án varnarefna. Eins þarf að
stefna að því að framleiða
vamarefni sem eru umhverf-
inu sem minnst skaðleg.
Varðveisla auðlinda
Við búum yfir margs konar nátt-
úrlegum auðlindum sem við nýtum í
landbúnaði. Það skiptir miklu að vel
sé með þær farið svo að þær endist
sem lengst. I þessum hópi eru vatn,
næringarefni, orka og erfðalindir.
Hér á landi höfum við svo mikið af
vatni að ekki þarf að spara það. Hins
vegar þurfum við eins og aðrir að
varðveita það gegn mengun.
Um 70-80% þeirra næringarefna
sem eru í fóðri búfjár skila sér til
baka í búfjáráburðinum. Til að
koma næringarefnunum í hringrás
er því mikilvægt að nýta búfjár-
áburðinn vel. I þéttbýli lendir mik-
ið af næringarefnum í skólpi og
getur það valdið vandræðum, t.d.
þörungablóma. Það væri því mikill
sigur ef tækist að ná næringar-
efnunum úr skólpinu í formi salta
og senda þau aftur í
áburðarverksmiðjurnar. I Svíþjóð
hefur verið fundin upp aðferð sem
gæti gert þetta að veruleika.
Þó svo að orkunotkun í land-
búnaði sé ekki stór hluti af
orkunotkun heimsins er sjálfsagt að
spara hana eftir því sem kostur er,
einkum eldsneyti úr iðrum jarðar.
í landbúnaði eru notaðar mun
færri plöntutegundir en vaxa á nátt-
úrulegu landi og oft eru notuð eins-
leit yrki. Þess vegna þarf að
gæta þess að varðveita
náttúrulegan gróður, t.d. með
friðun ákveðinna svæða. Hér
á landi hefur þetta ekki verið
vandamál því að einungis lít-
ill hluti hverrar jarðar er
ræktaður.
Stöðugt er unnið að kynbót-
um á nytjaplöntum og því
mikilvægt að varðveita eldri
yrki sem eru ekki notuð leng-
ur. Það verður best gert með
því að varðveita þau í svoköll-
uðum genbönkum. Búfjárkyn
þarf einnig að varðveita, t.d.
með hjálp genbanka.
Gæði
landbúnaðarafurða
Gæði afurðanna snerta
ekki aðeins bændur, heldur
alla hlekkina frá bónda til
neytanda. Hlutverk bóndans
er að tryggja að varan meng-
ist ekki í framleiðslunni né
skemmist á annan hátt á með-
an hún er á búinu. Síðan flyst
ábyrgðin til annarra þegar
varan fer þaðan.
Ásýnd sveitanna
Landbúnaður hefur mikil
áhrif á ásýnd landsins. Þar
sem landbúnaður er stundaður
er landið opnara (ekki skógi
vaxið) en það ella væri. Tún,
akrar og búpeningur setja og
svip sinn á það, sem og sveitabýlin
sjálf og mannvirki sem þeim
tengjast. Á ýmsan hátt getum við
haft áhrif á þessa heildarmynd. Ann-
ar þáttur í þessu er útlit sveita-
bæjanna. Flestir vilja hafa hreint og
snyrtilegt í kringum sig. Það er erfitt
að sannfæra neytendur um ágæti
framleiðslunnar, að varan sé holl og
góð, ef umhverfið, þar sem varan er
framleidd, er fráhrindandi.
Siðfræði
Siðfræði skiptir miklu í samfélagi
manna. Það þurfa að gildá ákveðnar
meginreglur til að samfélagið virki
vel. Landbúnaður er þar engin und-
10 - FR€VR 2/2001