Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 8

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 8
/ eplagörðum Erwin Vogt og fjölskyldu í Remigen voru sumar eplategundirnar að verða tilbúnar til tínslu (2. september). Lifræn epiarækt er vandasöm, m.a. vegna baráttu við ýmsa sjúkdóma sem ekki er leyfilegt að nota hefðbundin eiturefni gegn. Hugvitsamlag véltækni er notuð við grisjun og illgresiseyðingu en mýs skemma stundum eplatrén niðri við jörðu og valda töluverðu tjóni. Yfirsuma garðana er tjaldað fínriðnu neti til að verja eplin skemmdum vegna haglélja. Aðlögun að lífrænum búskap lauk fyrir fáeinum árum en áður voru þau í vistvænni framleiðslu. Um 30% hærra verð fæst fyrir eplin sem eru mjög bragðgóð. (Ljósm. höfundur). * Næringarefnajafnvægi var með þeim hætti að N (köfnunarefni) var í neikvæðu jafnvægi í öllum liðum og lífrænu liðimir voru neikvæðir í P (fosfór) og K (kalí). Aftur á móti var jákvætt jafnvægi í Ca (kalsíum, og Mg (magnesíum) í öllum liðunum. Næringarefni virtust nýtast betur í lífrænu liðunum vegna hag- stæðari skilyrða fyrir svepparæt- ur og rótarhnúðgerla þannig að uppskera var meiri en áætlað hafði verið. Kartöflur reyndust viðkvæmastar fyrir skorti á nær- ingarefnum. * Sýrustig jarðvegs var hagstæð- ara, (hærra), í þeim liðum sem fengu lífrænan áburð og þar hélst gott jafnvægi. í lok tíma- bilsins var talin ástæða til að kalka hefðbundna liðinn og breyta þar yfir í kalkríkan tilbú- inn áburð. Lífrænt efni í jarðvegi minnkaði nokkuð í öllum liðum. Staðan var þó hagstæðari þar sem lífræns áburðar naut við ræktunina og lífefldi liðurinn var bestur. * Jarðvegsgerð og stöðugleiki var heldur betri í lífrænni ræktun en þeirri hefðabundnu og þar með minni hætta á jarðvegsrofi. Líf- efldi liðurinn var bestur. * Lífræna ræktunin var hagstæðari ánamöðkum og fleiri smádýrum í jarðvegi, einkum vegna þess að þeir eru viðkvæmir fyrir eitur- efnum í hefðbundinni ræktun. Við lífræna ræktun fjölgaði meira þeim skordýrum sem eyða skaðlegum skordýrum (lífrænar vamir) en við hefðbundna rækt- un. Hið virkara smádýra- og ör- verulíf í lífræna jarðveginum bætti og gæði hans sem kom m.a. fram í meiri virkni ensíma og hraðara niðurbroti næringar- efna en í hefðbundinni ræktun. Hér hefur verið stiklað á stóru en í heildina sýna þessar langtímatil- raunir að lífrænar ræktunaraðferðir geta gefið góðan árangur. í upphafi beindist athyglin einkum að upp- skerunni en þegar leið á tilrauna- tímann var farið að huga meira að jarðveginum og langtímaáhrifum ræktunaraðferða á umhverfið. I flestu tilliti eru þau lífrænni ræktun í hag og jákvæðar niðurstöður um þau áhrif eru einnig að koma fram í ýmsum öðmm löndum. Lífrænir bændur heimsóttir Eftir að hafa skoðað hina lífræna miðstöð í Frick, sem endaði með heimsókn í gripahús, var eftir ágæt- an hádegisverð í mötuneytinu hald- ið í blíðskaparverði á bú Köbi Treichler og fjölskyldu við Baar í Zug kantónu. Þar var þegin hress- ing við borð úti á túni í boði sveit- arstjómar og gist um nóttina í Park- hotel í Richenthal. Daginn eftir var haldið í heimsókn til Hans og Söndru Braun á Lekenhof skammt frá Rothrist og snæddur 95% líf- rænn hádegisverður, afbragðsgóð- ur, á veitingastaðnum Loohof sem Stich fjölskyldan í Oftringen rekur með sóma. Nær eingöngu er notað lífrænt vottað hráefni við matseld og er veitingastaðurinn auglýstur í samræmi við það. Þaðan var haldið á ávaxtabú Erwin Vogt og fjöl- skyldu í Remigen í þungbúnu en þó góðu veðri og sluppum við við rigningu þangað til síðdegis þegar við vomm á leiðinni í rútunni eftir hraðbrautinni frá Zúrich til Basel. Þar með var lokið þessari ágætu kynnisferð. Eg læt myndir og texta nægja til að lýsa sumu af því sem fyrir augu og eyru bar. Allir þessir bændur nýta niðurstöður rannsókna og leiðbeininga frá miðstöðinni í Frick og bám þeir lof á þá þjónustu sem hún veitir við aðlögun að líf- rænum búskap og þróun hans. Þá ber að geta þess að lokum að hin opinbera leiðbeiningaþjónusta landbúnaðarins í Sviss veitir einnig ráðgjöf um lífrænan búskap, yfir 30 búnaðarskólar bjóða upp á slíkt nám og Búvísindadeild Tæknihá- skólans í Zúrich (ETH) o.fl. stofn- anir veita fræðslu á þessu sviði í vaxandi mæli. 8 - pR€VR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.