Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 20
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001
Tækni
Inngangur
A síðastliðnum áratug hafa átt sér
stað umtalsverðar breytingar á að-
ferðum við jarðvinnslu hér á landi.
Astæðurnar fyrir því má meðal
annars rekja til að veruleg aukning
hefur orðið í kornrœkt, en hún kall-
ar á agaðri vinnubrögð við jarð-
vinnsluna og frágang á sáðbeði og
hún hefur ennfremur vakið menn til
umhugsunar um ýmsa aðra mikil-
væga þætti jarðyrkjunnar. Þá hafa
dráttarvélarnar stækkað að
miklum mun og flestar nýrri gerðir
dráttarvéla eru með aldrif og stærri
aflvélar sem gefur allt aðra og betri
möguleika á að beita vinnutækjun-
um og auka afköstin. Einnig hafa
komið til sögunnar nýjar gerðir af
jarðvinnslutœkjum sem veita aukið
svigrúm til að velja þau tæki sem
henta hinum ólíku jarðvegsgerðum
sem tekin eru til frum- og endur-
ræktunar. í kjölfar þessarar þróunar
hafa verið haldin tveggja daga
jarðrœktarnámskeið í öllum bún-
aðarsamböndum, alls um 27 nám-
skeið. Þá má einnig ætla að auknar
kröfur um heygœði, einkum við
mjólkurframleiðsluna, hafa hvatt
menn til aukinnar endurræktunar.
Eftirfarandi umfjöllun er ætlað að
veita nokkuð yfirlit yfir nýjungar á
sviði tækjabúnaðar sem álitlegast
er að nota við okkar aðstæður hvað
snertir vinnslueiginleika og helstu
tæknilegar útfærslur.
við jarðvinnslu
Grétar
Einarsson,
Rannsókna-
stofnun
landbúnaðarins,
bútæknideild
verði fyrir hendi, (Þorsteinn Guð-
mundsson 1994). Það leiðir til að
losun næringarefna úr jarðveginum
og upptaka gengur hraðar fyrir sig,
efnasamsetning plantnanna verður
hagstæðari og uppskeran meiri. Oft
er samtímis unnið markvisst að því
að eyða þeim gróðri sem fyrir er til
að skapa nytjaplöntunum sem best
svigrúm. Samhliða þessu hafa
nrenn oft fleiri markmið í huga eins
og að blanda í jarðveginn húsdýra-
áburði eða öðrum efnum og einnig
að slétta yfirborð jarðvegsins til að
umferð um hann við uppskeru-
vinnu verði átakaminni.
Undirbúningur jarðvinnslu
Markmið jarðvinnslu
Rétt þykir hér í upphafi að rifja
upp að tilgangur jarðvinnslunnar
getur verið af ýmsum toga, en í
flestum tilvikum er verið að leitast
við að vinna jarðveginn þannig að
það falli sem best að þörfum nytja-
plantnanna. Með því er átt við að
jarðvegsbyggingin verði hagstæð,
en það er forsenda fyrir því að
nægilegt loft, raki og jarðvegslíf
Vönduð jarðvinnsla verður oft til
lítils ef nauðsynlegum undirbúningi
er ekki sinnt. A mýraijarðvegi verð-
ur framræslan að vera í góðu lagi og
sjá þarf til þess að sýrustigið sé innan
heppilegra marka. Ef vafi leikur á
því er nauðsyn-
legt að taka
jarðvegssýni
og kalka í
samræmi
við það.
T i 1 -
raunir
sýna að
e n g i n n
einn þáttur
hefur jafn
afgerandi
áhrif á ár-
angur ræktunar-innar og sýru-
stigið og þá þarf að kalka eftir
þörfum. Tækni við skurða-
hreinsun hefur lítið breyst á undan-
fömum ámm, en þó hafa nýlega ver-
ið gerðar tilraunir með að moka með
skurðgröfu beint í dreifara sem
dreifir uppgreftrinum beint inn á
spildumar (Grétar Einarsson og Eir-
íkur Blöndal 1999). Þær athuganir
bentu ekki til að uppmoksturinn
hefði neikvæð áhrif á efnasamsetn-
ingu jarðvegsins og afköstin em al-
veg viðunandi. Með því móti má
spara verulegan kostnað við ýtu-
vinnu, svo framarlega sem ekki þarf
að kýfa spildumar. Nú er á döfinni
að reyna skurðahreinsun með öflugu
kasthjóli á beltagröfu, en vonast er til
að unnt sé að auka afköstin veruleg
og ná niður kostnaði. Tækni við
grjótnám hefur lítið verið sinnt af
rannsóknaraðilum hérlendis, en það
er eitt af þeim verkefnum, sem þyrfti
að gera kannanir á, því að víða á
landinu er grjót í ræktunarlöndum
verulegt vandamál. A markaði
erlendis em margs konar verkfæri á
boðstólum, allt frá einföldum
dráttarvélakvíslum upp í vélar sem
skila grjótinu upp í flutningatæki.
Einnig eru framleiddar grjót-
mulningsvélar sem eru tengdar
Plógur með siillanlega
strengjabreidd og útslátt-
arfjöðrum.
20 - pR€VR 2/2001