Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 16

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 16
Hollusta matvæla S Iorðabókum er hollusta skil- greind bæði sem heilnæmi og trúfesta, sbr. konungshollusta. Væntanlega er hér á ferðinni einn og sami uppruni í báðum til- vikum: Heilnæm fæða er sönn og rétt fæða sem gerir okkur gott, frek- ar en einfaldlega matur sem við verðum ekki veik af að borða. Gæði matvæla Næg, holl og góð matvæli teljast tvímælalaust til lífsins gæða, en hollustan er líka einn liður í gæðum matvæla. Gæðin eru margþætt og ekki heiglum hent að segja til um hvaða eiginleikar skipta neytendur mestu máli við val á vöru. Væntan- lega eru bragðgæði, ferskleiki og útlit fæðunnar efst á lista yfir gæða- kröfur neytandans. Enginn vill borða vondan eða skemmdan mat, sama hvaða eiginleika hann hefur aðra. Hollusta vörunnar er einnig ofarlega á listanum og t.d. hafa kannanir Manneldisráðs sýnt að langflestir segjast taka tillit til holl- ustunnar við val á mat. Það er þó athyglisvert að konur eru í meiri hluta þeirra sem hugsa um hollust- una enda sjá þær oftar um matar- innkaup til heimilisins en karlar. En gæðakröfulisti neytenda leng- ist og þar verður æ meira áberandi krafan uin góða umgengni við nátt- úruna, um sjálfbæra þróun við framleiðslu matvara og hreinleika afurða. Einnig óska neytendur eftir matvælum sem eru auðveld í mat- reiðslu, jafnvel tilbúin til neyslu, og að pökkun og merkingar séu eins og best verður á kosið. Síðast en ekki síst verða sífellt háværari sið- fræðikröfur varðandi alla fram- leiðslu matvara, þar með talin dýra- vernd og afstaða til erfðabreyttra lífvera. Hollustan er því aðeins einn liður á löngum kröfulista sem framleiðendur matvara þurfa að hafa til hliðsjónar við iðju sína, Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur, Manneldisráði íslands hvort heldur er við landbúnaðar- störf eða matvælaiðnað. En undir hollustuhattinum felast ýmsir eig- inleikar sem oftast eru flokkaðir í tvö meginsvið, þ.e. næringargildi fæðunnar og öryggi. Með næring- argildi er átt við næringarlega samsetningu fæðunnar, magn holl- ustuefna og annarra næringarefna, en með öryggi er átt við að fæðan sé örugg og beri ekki sýkla eða að- skotaefni sem geta skaðað neyt- andann. Eigi fæðan að uppfylla hollustukröfur þarf að taka jafnt tillit til allra þessara þátta. Rjóma- bolla getur t.d. vart talist sérstök hollustuvara, jafnvel þótt hún sé án aukefna eða aðskotaefna, og fiskur sem er mengaður af kvika- silfri eða díoxíni telst heldur ekki heilsusamleg matvara þrátt fyrir hollar fitusýrur, vítamín, prótein og steinefni. Hvað skiptir neytandann mestu máli? Framleiðendur matvara þurfa eðlilega að taka mið af gæðakröf- um neytenda eigi þeir að standast samkeppni á matvörumarkaðnum. Niðurstöður markaðs- og neytenda- kannana geta þar komið framleið- endum að góðu liði. Nýlega birtist slík könnun á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar þar sem spurt var um viðhorf neytenda til mat- væla og hvaða upplýsingar um matvælin skiptu þá mestu máli. Er hér á ferðinni stærsta neytenda- könnun sem gerð hefur verið á öll- um Norðurlöndum samtímis, þótt úrtakið í hverju landi hafi ekki ver- ið ýkja fjölmennt. Niðurstöðurnar sýna hins vegar að kröfur og óskir Norðurlandabúa eru í raun og veru afskaplega líkar þótt hver þjóð beri auðvitað sín sérkenni, og þar eru ís- lendingar engin undantekning. Flestir Norðurlandabúar eiga það t.d. sameiginlegt að krefjast upp- lýsinga um upprunaland matvöru og eins taka flestir innlenda fram- leiðslu fram yfir innflutta. Algeng- asta áhyggjuefni neytenda við val á matvöru var sýkingarhætta og voru Hollusta matvæla n Næringargildi - hæfilegt magn næringar- og hollustuefna n Öryggi - gegn fæðubornum sjúkdómum -gegn aðskotaefnum (mengunarefnum, vaxtahvetjandi efnum, lyfjaleifum, skordýraeitri, aukefnum o.fl.) 16 - FR6YR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.