Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 35

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 35
fræðikennslunnar, skólanefnd Bún- aðarskólans á Hvanneyri, svo og amtsráð Suðuramtsins, sem annað- ist rekstur Búnaðarskólans um þær mundir. Skólanefndin vildi að þeg- ar yrði byggt hús fyrir mjólkur- fræðikennsluna, því búnaðarskól- inn væri ekki aflögufær um hús- næði. Má af bréfum nefndarinnar sumarið 1900 skilja að hún hafi viljað setja amtmanni og stjórn Búnaðarfélags íslands tvo kosti: Að byggja kennsluhús eða að leitað yrði annað með hina nýju starf- semi. Grönfeldt kom að Hvanneyri hinn 21. júlí 1900 og var aðkoman ekki björguleg því allt var ”... óundirbúið til þess að skólinn gœti tekið til starfa... “ skrifaði hann í fyrstu starfsskýrslu sinni. Grönfeldt notaði tímann til þess að komast niður í íslensku og samdi jafnframt bækling um meðferð mjólkur. Skólanefndin var hins vegar áhyggjufull og í júlílok sumarið 1900 skrifaði hún amtmanni Suður- amtsins m.a. eftirfarandi: „Skólastjórinn á Hvanneyri hefir í dagfundið okkur að máli og sagt okkur frá því að kominn sé að Hvanneyri danskur „mejerist," H. G. Jepsen, sendur þangað af stjórn búnaðarfélags landsins, og er ekki annað að sjá, en að œtlun félagsstjórnarinnar sé sú að hann setjist þar að til veru að staðaldri“ — „Fáum við með engu móti skilið, í hverjum tilgangi mjólkurmeð- ferðarkennarinn hefir verið sendur að Hvanneyri til nokk- urra langdvala, því þar hefir hann ekkert að gera nú sem stend- ur.... “ Búnaðarfélagið taldi sig eiga nóg með að útvega kennslukrafta, og vildi atbeina skóla- nefndarinnar til þess fá amtsráðið til að koma upp húsnæði fyrir Mjólkurskólann. í september náðu aðilar málsins sáttum um tíma- bundna lausn, því svo langt var lið- ið á sumar að engin ráð voru að hefja húsbyggingu. Það varð úr að Búnaðarskólinn sæi af skonsum til kennslunnar og að amtsráðið legði fram „svo sem 250 kr., tilþess að setja ofna í tvö herbergi, og gjöra nokkr- ar breytingar við annað þeirra, til að gjöra þau hceftil íbúðar, en bún- aðarfjelagið skyldi leggja þar á móti kostnað þann, sem leiddi af þvi' að gjöra nauðsynlega breytingu á kjallaranum í liúsinu á Hvann- eyri, setja í hann eldavjel og leggja til þau áltöld, sem eigi vœru til á Hvanneyri.... “ Kennslan hafin - einn nemandi mætti Haustið 1900 var kennslan aug- lýst og skyldi hún hefjast 1. nóvem- ber. Sigurður ráðunautur hafði lagt til að skólinn yrði fyrir stúlkur, „enda Itefur kvennfólk vanalega nœmari þrifnaðartilfinningu en karlmenn", skrifaði hann. Inntöku- skilyrði í Mjólkurskólann voru þau að stúlkurnar skyldu vera „hraust- ar og vel þrifnar að upplagi .... fullþroskaðar, hafa lœrt skrift og 4 höfuð greinar í heilum tölum í reikningi...." Kennsluna skyldu þær fá ókeypis, en greiða 75 kr. fyr- ir fæði og húsnæði um námstím- ann, er vera átti þrír mánuðir. Einn nemandi kom til náms á fyrsta námstímabili Mjólkurskólans. Var það Guðlaug Ólafsdóttir úr Reykja- vík. Sigurður ráðunautur átti, ásamt Grönfeldt mjólkurfræðingi, mestan þátt í að móta kennsluna, og með henni hafði hann lengst af eftirlit. Skyldu stúlkurnar læra „mjaltir á kúm, og yfir höfuð alla meðferð mjólkurinnar frá því luin kemur úr spenanum, og þar til henni er breytt ísmjör og osta, “ eins og Sig- urður orðaði það á blaðagrein haustið 1900. Mjólkurskólinn var aðeins undir þaki Búnaðarskólans á Hvanneyri í einn vetur. Sérstakt hús var reist fyrir Mjólkurskólann og var það tekið í notkun á Þorláksmessu fyrir jól árið 1901. Húsið stóð skammt suðvestan við hús Búnaðarskólans, eiginlega í miðjum núverandi skrúðgarði á Hvanneyri. Húsið var tvflyft, 14x10 álnir að grunnfleti: ostakjallari, mjólkurskáli, smjörbúr og kennslustofa á miðhæð og svefnherbergi nemenda og kennara á efstu hæð - hin myndarlegasta bygging, reist að danskri fyrirmynd þar sem líklega hefur verið farið að ráðum Böggilds sem áður voru rak- in. Því miður náði þetta hús hvorki að veðrast né fúna. Frá Hvítárvöllum. Mjólkurskólinn var til húsa í Ijósu byggingunni til vinstri á myndinni. Rjóma- vinnslan fór fram í dökka skúrnum við gafl skólahússins. FréVR 2/2001 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.