Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 14
sagnakennd þannig að hún veitir okkur ekki nærri því alltaf aðstoð við ákvarðanatöku í erfiðum álita- málum. En ef við ætlum að beita sið- fræðilegum kenningum á nokkur þeirra flóknu álitamála, sem okkur er att út í, þá verðum við að byrja einhvers staðar. Gott er að byrja á að greina milli þrenns konar at- hafna. 1. Þær sem hafa ekki neikvæð áhrif á velferð dýranna, en bæta hag bóndans. 2. Þær sem bæta velferð dýranna, án þess að valda bóndanum fjár- hagslegu tjóni. 3. Þær sem bæta velferð dýranna en minnka hagnað framleiðsl- unnar Við hljótum að gera ráð fyrir að allir bændur - án tillits til siðferðis- hugmynda - muni framkvæma að- gerðir er heyra undir punkt 1 hér að ofan. Dæmi getur verið val á ódýru, en passandi fóðri. Hér er enginn ágreiningur milli hagsmuna dýr- anna og bóndans. Annað atriðið í listanum vísar til hluta eins og þess að gefa kálfum brodd strax eftir fæðingu, takmörk- un á flutningum dýra, og tillitsama umgengni um dýr. Framleiðandi sem aðhyllist nytjasiðfræði myndi óhikað framkvæma þessar athafn- ir/aðgerðir. Egóisti myndi hins veg- ar aðeins gera það ef honum finnst sjálfum gott að umgangast dýr sem líður vel. Engin ástæða er til að draga í efa að flestum bændum finnist akkur í slíku, en stundum skortir menn skilning á því hvenær velferð dýra er góð og hvenær hún er slæm. Þannig mætti lagafæra stóran hluta af dýravelferðarvanda- málum nútíma búfjárframleiðslu með því að auka almenna þekkingu og skilning þeirra, sem umgangast dýrin, á þeim þáttum er stuðla að bættri líðan dýra. Hér er það að sjálfsögðu hlutverk ráðunauta og dýralækna að gefa bændum ráð um það hvernig hægt sé að bæta vel- ferð dýranna á sem ódýrastan hátt. Þriðja atriðið á listanum er hið eiginlega ágreiningsefni - þar stangast á hagsmunir dýranna og framleiðandans. Dæmin eru mörg; aukið rými í stíum, mýkra undirlag í básum fyrir kýr og gyltur, betri hýsing og fóðrun útigangshesta o.s.frv. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að búfjárframleiðsla á Islandi hefur í för með sér margvís- leg velferðarvandamál hjá þeim dýrum er um ræðir. Fjölmargir sjúkdómar eru svo algengir að við köllum þá „framleiðslusjúkdóma“, ýmsar tegundir „óeðlilegs atferlis" sjást hjá nær öllum búfjártegundum okkar, mörg dýr fara aldrei út fyrir hússins dyr og önnur eru úti í öllum veðrum, svo að örfá dæmi séu tek- in. Astæðan fyrir þessar meðferð á dýrunum er einföld, hún borgar sig fyrir framleiðandann. Þannig að hér virðist svo sem flestir bændur hagi sér sem örgustu egóistar - taki einungis tillit til líðanar dýranna svo framarlega sem þeir tapa ekki sjálfir á því. Eða hvað? Málið er reyndar aðeins llóknara en svo. Leitin að milliveginum Það er ljóst að á meðan egóistinn hefur engar áhyggjur af velferð dýr- anna, þá reynir nytjasiðfræðingur- inn að vega saman eigin hagsmuni og dýranna (ásamt hagsmunum allra annarra sem að málinu koma). Vandamálið er að ef bóndinn tekur of mikið tillit til dýranna, þá mun framleiðni búsins minnka (sbr. mynd 1) og að lokurn mun búið verða gjaldþrota. Það mun væntan- lega hafa mjög slæm áhrif á bónd- ann og fjölskyldu hans og hugs- anlega veikja stöðu heils byggð- arlags. Það er heldur ekki víst að þetta myndi vera hagur dýranna sem heildar. Framleiðslan myndi væntanlega færast annað (hugs- anlega til útlanda) án þess að vel- ferð dýranna myndi endilega batna. Samkvæmt nytjasiðfræðinni ber okkur að taka tillit til þessara þátta. Annað atriði, sem skiptir veru- legu máli, og áður hefur verið minnst á, er það hversu meðvitaður bóndinn er um samhengið milli framleiðsluaðstæðna og dýravel- ferðar. Því rninni þekkingu sem bóndinn hefur á þáttum er lúta að velferð dýranna, því minna tillit tekur hann til hennar. Af framansögðu er ljóst að jafn- vel þótt bændur velji framleiðslu- form, er hafa í för með sér dýravel- ferðarvandamál, þá er ekki þar með sagt að þeim finnist sjálfsagt að dýrunum líði illa. Þvert á móti get- ur vel verið að bóndinn hafi fram- kvæmt meðvitað val á fyrirliggj- andi kostum, að teknu tilliti til vel- ferðar dýranna, en að niðurstaðan stýrist af blöndu af vanþekkingu og hagfræðilegum þrengingum. Hvað er til ráða? Vanþekkingu er auðvelt að bæta - við höfum næga atvinnumenn í því fagi. Hagræni þátturinn er erfiðari. Bændur eru aðeins einn hlekkur í langri fram- leiðendakeðju sem endar á borði neytenda. Ein leið til að auðvelda bændum ákvarðanatöku um atriði, þar sem stangast á velferð dýranna og hagkvæmni rekstrar, er að bjóða neytandanum að taka þátt í kostnað- inum. Það má segja að þetta sé sú leið sem valin er í lífrænum land- búnaði, þótt þar sé tekið á miklu fleiri þáttum en dýravelferð. Með þessu móti getur bóndinn að vissu leyti fnað sig ábyrgð en höfuðverk- urinn er nú neytandans. Færa má rök fyrir því að tiltölulega litlar verðhækkanir á verði til neytenda ættu að geta gefið bændum veruleg tækifæri til að bæta aðbúnað búfjár síns. Meðal nautgripabóndinn fram- leiðir ríflega 3.000 kg af nautakjöti á ári, en meðalneytandinn borðar rétt um 13 kg á ári (Bændasamtök íslands, 2000). Það þýðir að ef smásöluverð nautakjöts hækkar um 50 kr./kg, þá hækka útgjöld meðalneytandans um 650 kr./ári en meðalframleiðandinn fær 150.000 kr./ári. Að minnsta kosti í orði. Raunveruleikinn er oftast allt annar og neytandinn þarf því að borga nrun meira, eigi bóndinn að hagnast svo að einhverju nemi. Og eigi neytandinn að fást til þess að 14 - FréVR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.