Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 26
Rýru landi breytt í timburskóg. Myndin er frá Geitagerði i Fljótsdal.
sjálfsögðu ekki gerðar sömu kröfur
til landgæða eða legu lands eins og
í timburskógrækt og reyndar hægt
að stunda einhvers konar landbóta-
skógrækt víðast hvar á láglendi Is-
lands.
Landshlutabundnu skógræktar-
verkefnin veita framlög til
ræktunar skjólbelta eða skjóllunda
í grennd við mannabústaði og til að
skýla ræktun og búpeningi. Þetta
finnst mönnum ekki síður gera
jarðir byggilegar en skógrækt. Hér
er lögð áhersla á hraðvaxta trjá- og
runnategundir, s.s. víðitegundir og
ösp, góðan undirbúning lands og
góða umhirðu.
Það sem mestu máli skiptir er að
markmið með skógrækt séu skýr
frá upphafi og framkvæmdir verði í
samræmi við þau. Þá þarf oft lítið
að hliðra til til að ná fjölbreyttum
markmiðum og þess vegna er
áhersla lögð á gerð ræktunaráætl-
unar fyrir hverja jörð sent þátt tekur
í skógræktarverkefni. í þeirn áætl-
unum er tekið á tegundavali og teg-
undablöndun, undirbúningi lands,
hvemig best sé að fella skóginn að
landslagi og vemdarsjónarmiðum.
Til dæmis eru oft svæði innan
stærra skógræktarsvæðis, sent
henta ekki til skógræktar eða sern
ákveðið er að vemda í óbreyttu
ástandi, s.s. votlendi, fornminjar og
klappir og klettar. Þá er yfirleitt lít-
ill vandi að hanna skóg þannig að
útsýni að eða frá ákveðnum stöðum
spillist ekki.
Áhrif aukinnar
skógræktar á atvinnu
Aukin þátttaka landeigenda í
skógrækt mun hafa bæði skamrn-
tíma- og langtímaáhrif á mannlíf til
sveita. Augljós áhrif em að fólk
fær tekjur af því að vinna við skóg-
rækt. Skógræktendur sjálfir geta
haft tekjur sem nema allt að nokkr-
um hundruðum þúsunda króna á ári
fyrir gróðursetningu, áburðargjöf
og grisjun. Þá skapast tengd störf,
s.s. við plöntuframleiðslu, jarð-
vinnslu og girðingarvinnu. Ekki
vilja allir skógarbændur vinna
verkin sjálfir og þar með skapast
gmndvöllur fyrir verktakavinnu á
sviði skógræktar. Verktakar í jarð-
vinnslu og gróðursetningu eru þeg-
ar fyrir hendi og eru það oftast
heimamenn í viðkomandi sveit.
Með tilkomu aukins fjármagns til
landshlutabundnu skógræktarverk-
efnanna fjölgar bændum, sem hafa
hluta af tekjum sínum af skógrækt,
og tengdum störfum fjölgar einnig.
Þessi störf eru að vísu árstíðabund-
in og því ekki um það að ræða að
fólk hafi heilsárs vinnu við þau.
Öll þessi vinna eykur þó tekjur
heintilanna.
Landeigendur em mjög misjafn-
lega staddir. Sumir eru starfandi
bændur í hefðbundnum búgreinum,
aðrir em búsetir á jörð sinni en
starfa annars staðar, enn aðrir búa
og starfa í þéttbýli. Það er þó nokk-
um veginn sama hver landeigand-
inn er, tekjur af vinnu við skógrækt
haldast að mestu heima í héraði.
Þeir landeigendur, sem búa í þétt-
býli. kaupa gjarnan stóran hluta
verka, s.s. girðingaviðhald og véla-
vinnu, af nágrönnum sínum eða
verktökum í sveitinni. Þá uppgötva
rnenn að þótt gróðursetning sé upp-
byggileg fyrir líkama og sál, þá er
hún tímafrek þegar um er að ræða
tugi þúsunda plantna á ári. Hafa
rnargir tilhneigingu til að vilja
kaupa hluta verksins af verktökum.
Maður er t.d. heilan mánuð í fullri
vinnu að gróðursetja í 10 ha lands.
Áhrif skógræktar á byggðaþróun
em óljós. Hins vegar kom fram al-
menn ánægja og bjartsýni á fram-
tíðina meðal skógarbænda í skoð-
anakönnun sem gerð var á svæði
Héraðsskóga, en þar töldu nokkrir
bændur að skógrækt stuðlaði að því
að jarðir héldust í byggð (Karl
Gunnarsson, óbirt gögn). Áhrif
skógræktar á markaðsverðmæti
jarða em einnig óljós en af flestum
talin auka verðmæti frekar en hitt.
Þegar frarn líða stundir bætist
grisjun við þau verk sem vinna þarf
í skógi. Gera má ráð fyrir að hjá
mörgum skógarbændunt nái það
nokkum veginn saman að þegar
búið er að gróðursetja í allt svæðið
verður kominn tími til að grisja það
fyrsta. Landshlutabundnu skóg-
ræktarverkefnin gera ráð fyrir að
veita framlög til fyrstu grisjunar
sem oftast er annars óarðbær.
Grisjun er sérhæf vinna sem er auk
þess hættuleg og því verður hún
sennilega að mestu unnin af verk-
tökum. Þegar að þessu kemur
verða kontnar forsendur fyrir skóg-
verktakavinnu allan ársins hring og
það er stutt í það. Á Fljótsdalshér-
aði verður komin veruleg grisjunar-
þörf eftir 10-15 ár.
Til enn lengri tíma fara skógamir
26 - FR€VR 2/2001