Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 6
Búið er að banna hænsnahald í búrum í Sviss. Hér eru lífrænt vottaðar, frísk-
legar, hænur sem hliðarbúgrein á fjölskyldubúi Köbi Treichler við Baar. Varp-
kassar og sjálfvirk fóðrun eru til vinstri og hægra megin eru op út í gerði þaðan
sem leiðin er greið út á afgirtar túnspildur. Meðalvarp á hænu er 270 egg á ári.
Skemmst er frá því að segja að til
mannspekinga í Dornach er gott að
koma og byggingastíll mannvirkja
þeirra er mjög athyglisverður. I
Gotheanum stofnuninni er miðstöð
hins alþjóðlega samfélags mann-
spekinga og þar með hinnar lífefldu
hreyfingar. Stofnunin hefur náin
tengsl við „Demeter“ stofnunina
sem annast vottun og markaðssetn-
ingu afurða. Auk þess að skoða
staðinn gafst kostur á að hlýða á yf-
irlitserindi um lífefldan landbúnað
og varð ég ýmiss vísari. Vísinda-
starfsemi stofnunarinnar byggist
mest á athugunum á búum þar sem
lífefldur búskapur er stundaður og
einnig er lögð áhersla á verklegt
nám á bæjunum. Á árlegum ráð-
stefnum koma bændur og vísinda-
menn saman í Gotheanum. Rudolf
Steiner á sér vissulega dygga fylg-
ismenn og konur um allan heim en
þó fjölgar bændum í þessum geira
lítið sem ekkert, hvorki í Sviss ná
annars staðar. Aftur á móti er ljóst
að „Demeter" vottaðar vörur hafa
mjög sterka markaðsstöðu. Á með-
al erinda sem flutt voru á áður-
nefndri ráðstefnu í Basel voru
nokkur sem kynntu niðurstöður
athugana á lífefldum búum í Sviss
og víðar.
Lífræna miðstöðin í Frick
Eftir ráðstefnuna í Basei og
heimsóknina í Gotheanum í Dron-
ach var haldið í tveggja daga kynn-
isferð um landið. Hún hófst með
heimsókn á Rannsóknarmiðstöð
lífræns landbúnaðar (FiBL) í Frick,
liðlega klukkustundar akstur í aust-
ur frá Basel (www.fibl.ch). Hún var
stofnuð árið 1974 og er elsta og
stærsta lífræna rannsóknarmiðstöð-
in í heiminum. Um er að ræða
sjálfseignarstofnun sem áhugasam-
ir bændur, vísindamenn og stjóm-
málamenn stofnuðu vegna tregðu
hefðbundinna rannsóknarstofnana
á að takast á við rannsóknir á
möguleikum lífræns búskapar. Þar
á stað er blómlegt um að lítast, vel
upp byggt og snyrtilegt og á mið-
stöðinni er fjölþættur búrekstur
sem myndar grundvöll rannsóknar-
og þróunarstarfs í þágu lífræns bú-
skapar í Sviss, auk verkefna erlend-
is. Áhersla er lögð á jarðrækt, þar
með gras- og belgjurtarækt, garð-
yrkju og vínrækt, nautgriparækt,
bæði til mjólkur- og kjötfram-
leiðslu, alifuglarækt og svínarækt.
Við miðstöðina starfa nú um 80
vísinda- og tæknimenn við rann-
sóknir, leiðbeiningar og náms-
skeiðahald fyrir bændur og búalið
sem eru að aðlaga búskapinn eða
hafa fengið vottun. Reyndar annað-
ist miðstöðin einnig eftirlit og vott-
un til 1999 en þá tóku tvær sjálf-
stæðar stofnanir við því hlutverki,
„Bio Suisse“ og „Demeter", sem
áður var vikið að. Þessar vottunar-
aðilar láta þó miðstöðinni í té
margvíslegar upplýsingar um bú-
rekstur á einstökum jörðum, svo
sem vegna hag- og markaðsrann-
sókna. Um árabil höfðu IFOAM-
Hér sést hænsnahúsið að utan en það rúmar 2000 hænur. Fyrst fara hænurnar
út í gerði undir þaki og þaðan út á tún þar sem þær komast í grængresi á
sumrin. Þær virðast þó ekki fara langt frá húsi. Lífræn egg nema nú rúmlega 5%
af eggjaframleiðslunni í Sviss. (Ljósm. höfundur).
6 - FrGVR 2/2001