Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 4

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 4
Ritstjórnargrein Sóknarhugur á búnaðarþingi að er mál manna að nýliðið búnaðar- þing, hið 87 í röðinni, hafi skilað góðu starfi. Að þessu sinni sátu 48 fulltrúar þingið en fulltrúum var fjölgað um níu á síðasta kjörtímabili. Sú fjölgun breytti ekki eðli þingsins, sem er að fjalla um hin fjölbreyttu mál sem varða íslenskan landbúnað. Að þessu sinni sátu 19 nýir fulltrúar þingið og fjölgun fulltrúa úr 39 í 48 kom öll frá búgreina- samböndunum. Þess varð þó ekki vart að það hefði í för með sér aukna flokkadrætti milli búgreina, fulltrúar, hvort sem þeir voru kosnir af búnaðar- eða búgreinasamböndum, höfðu heildarhagsmuni íslensks landbúnaðar að leiðarljósi. Þá var áberandi það jafnræði sem ríkti í umræðum á þinginu þar sem margir nýliðanna sýndu að þeir stóðu gamalreyndum fulltrúum fyllilega jafnfætis. Á hinn bóginn bar ekki á því að örfáir fulltrúar létu mikið ljós sitt skína, eins og borið hefur á áður. Hugmyndir hafa verið uppi um það að breyta skuli eðli búnaðarþings á þá leið að það fjalli einungis um meginstefnumál landbúnaðarins en smærri mál verði í höndum viðkomandi bú- greinar eða stjórnar Bændasamtaka Islands. Yfirbragð nýliðins búnaðarþings benti ekki til þróunar í þá átt og áberandi var að fulltrúar litu á sig sem fulltrúa landbúnaðarins alls. Varð- andi stór mál sem þarfnast gaumgæfilegrar at- hugunar er hins vegar eðlilegt að milliþinga- nefndir fjalli um þau og skili niðurstöðum sín- um til búnaðarþings sem afgreiði þau endan- lega. Almennar atkvæðagreiðslur um stór mál, eins og búvörusamninga, eru einnig hluti af nútímalegum lýðræðislegum vinnubrögðum. Málaskrá og ályktanir búnaðarþings 2001 er að finna aftar í þessu blaði. Þar er áberandi að hvatt er til sóknar á fjölmörgum sviðum, sem tengjast landbúnaðinum. Það sýnir að bændur standa þétt saman um hagsmunamál sín, þó að ljóst sé að víða er háð vamarbarátta um stöðu byggðar og búskapar. Ef borin eru saman bar- áttumál íslensks landbúnaðar og í öðrum lönd- um má einnig segja að margar þjóðir gætu öfundað okkur. Við emm laus við þá kostnað- arsömu baráttu við skæða búfjársjúkdóma sem nú er háð í Bretlandi og á meginlandi Evrópu og víðar. Hér er ekki dregin í efa hollusta bú- vara, eins og gerist þar sem hormónanotkun í búfjárrækt er útbreidd, lyf eru notuð í fóður eða fóðurhráefni eru menguð. Hér eru heldur ekki á ferð erfðabreytt matvæli sem neytendur forðast. í Danmörku fer nú fram mikil umræða um siðferðilegar hliðar búvöruframleiðslunnar, þar sem m.a. er fjallað um að meðferð á búfé þurfi að vera með þeim hætti að neytendum ofbjóði ekki. I enn fjarlægari löndum virðast hafa orðið breytingar á veðurfari þannig að þurrkar gera stór svæði óbyggileg en flóð valda búsifjum annars staðar. Þær raddir verða æ sterkari að þarna séu á ferð áhrif mannsins á umhverfið, einkum með hlýnun andrúmsloftsins af völdum gróðurhúsaáhrifa. Þau vandamál, sem við er að glíma í landbún- aði víða um heim eru ekki nefnd hér til að gera lítið úr vandamálum í íslenskum landbúnaði. íslenskur landbúnaður er hluti af efnahagslífi þjóðarinnar. Standi það traustum fótum styrkir það landbúnaðinn. Hin erfiða staða í landbún- aði á meginlandinu og víðar styrkir einnig ís- lenskan landbúnað svo fremi að okkur takist að verjast þeim sjúkdómum og öðrum skaðvöld- um sem landbúnaðurinn berst þar við. Á þinginu var kosin ný stjórn BÍ. Fráfarandi stjóm skulu hér þökkuð störf hennar og ný stjóm boðin velkomin til starfa. Einkum skulu Ara Teitssyni, formanni BI, færðar ámaðarósk- ir með glæsilega kosningu. M.E. 4 - FR6VR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.