Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 32
aðarþings skal kæra út af kosningu
þingfulltrúa berast stjóm Bænda-
samtakanna að minnsta kosti
tveimur vikum áður en þingið er
sett. Skilyrði er þó að kæra hafi áð-
ur borist yfirkjörstjóm svo sem fyr-
ir er mælt í samþykktum samtak-
anna. Að öðrum kosti skal henni
vísað frá.
3. grein
Þegar kjörbréf hafa verið af-
greidd og úrskurðuð skal kjósa for-
seta þingsins og tvo varaforseta
ásamt skrifurum. í forföllum for-
seta ganga varaforsetar að öllu leyti
í hans stað, eftir hans ákvörðun.
4. grein
Að lokinni kosningu embættis-
manna og almennum umræðum
skulu kosnar starfsnefndir. Að
jafnaði skulu eftirtaldar nefndir
starfa:
1. Allsherjarnefnd.
2. Búfjárræktar- og fagráða-
nefnd.
3. Félagsmálanefnd.
4. Fjárhagsnefnd.
5. Framleiðslu- og markaðs-
nefnd.
6. Kjaranefnd.
7. Umhverfis- og jarðræktar-
nefnd.
Enginn þingfulltrúa má eiga sœti
ífleiri en einni þessara nefnda.
Heimilt er að kjósa aðrar nefndir
til að kanna einstök mál eða mála-
flokka, þá er einnig heimilt að
sameina einstakar nefndir sé það
talið henta.
í hverri nefnd skulu sitja að lág-
marki þrír þingfulltrúar.
Formaður stjómar Bændasamtak-
anna og forseti þingsins geta verið
undanþegnir setu í starfsnefndum.
Fulltrúar, sem óska eftir setu í
einhverri sérstakri nefnd, komi þeim
óskum á framfæri við stjóm a.m.k.
viku fyrir Búnaðarþing.
5. grein
Um frest til að skila málum fer
eftir samþykktum samtakanna. Mál-
um skal skila til stjómar Bœnda-
samtakanna. Stjórn Bændasam-
takanna getur með rökstuðningi
endursent mál til frekari úr-
vinnslu. Þá skal hlutaðeigandi
hafa 14 daga frest til að gera úr-
bætur. Þó getur þingið samþykkt að
taka fyrir mál sem síðar koma fram.
Mifla skal við að fundargögn
berist fulltrúum eigi síðar en 10
dögum fyrir setningu þings.
í þingbyrjun skal leggja fram
skýrslu starfsmanna og ársreikn-
inga Bændasamtakanna fyrir liðið
ár. Á sama hátt skulu í þingbyrjun
lögð fram þau mál sem borist hafa.
Þau mál, sem liggja fyrir Alþingi
er landbúnaðinn og bændastétt-
ina varða, skulu lögð fyrir í þing-
byrjun þyki ástæða til að fjalla
um þau.
6. grein
Á fyrsta fundi hverrar nefndar
skal kosinn formaður og varafor-
maður sem jafnframt er ritari.
Eins fljótt og við verður komið
skal forseti þingsins halda fund
með formönnum allra nefnda og
kynna þeim starfsáætlun þings-
ins.
Nefnd lætur uppi álit sitt og skal
fjölrita það og útbýta því meðal
þingfulltrúa áður en málið er tekið
til umræðu á þinginu. Nefndarálit
skal undirritað af nefndarmönnum
og tilgreint hver sé framsögumað-
ur.
Nefnd getur lagt til, með rök-
stuðningi, að mál, sem vísað er til
hennar, verði tekin út af dagskrá
þingsins og vísað til stjórnar
Bændasamtakanna. Um slíka til-
lögu fer atkvæðagreiðsla fram
umræðulaust
Stjóm Bændasamtakanna getur
falið staifsmönnum samtakanna að
aðstoða einstakar nefndir við störf
þeirra.
7. grein
Forseti stýrir umræðum á þing-
inu og kosningum þeim er þar fara
fram. Skal hann færa mælendaskrá
og gefa þingfulltrúum og þeim öðr-
um, er málfrelsi hafa, færi á að taka
til máls í þeirri röð sem þeir beiðast
þess. Þó má hann víkja frá þeirri
reglu er sérstaklega stendur á. Nú
vill forseti taka þátt í umræðum
frekar en forsetastaða hans krefur,
víkur hann þá úr forsetastól, en
varaforseti tekur við fundarstjóm á
meðan. Forseta er heimilt að tak-
marka ræðutíma þingfulltrúa.
8. grein
I upphafi hvers þingfundar skal
útbýta dagskrá fundarins. Forseti
getur tekið mál út af dagskrá og
tekið ný mál á dagskrá er sérstak-
lega stendur á. Þingfulltrúi getur,
meðan á umræðum stendur, krafist
þess að mál verði tekið út af dag-
skrá. Um slíka tillögu fer atkvæða-
greiðsla fram umræðulaust.
9. grein
Stjórn Bændasamtakanna til-
nefnir einn af starfsmönnum þeirra
til þess að færa fundargerð þingsins
undir stjóm forseta.
Fundargerð síðasta fundar liggi
frammi áður en nýr fundur er sett-
ur. Skal hún í fundarbyrjun borin
upp til samþykktar og síðan undir-
rituð af forseta. Heimilt er þó, sé
þess óskað, að fresta samþykkt
fundargerðar til næsta fundar, telji
forseti það réttmæta ósk. Jafn-
framt er forseta heimilt að leita
samþykkis á því að fundargerð sé
send þingfulltrúum til staðfest-
ingar.
10. grein
Málum, sem lögð eru fram á
þinginu, skal vísað til nefndar um-
ræðulaust. Forseta er heimilt að
leyfa flutningsmanni að reifa málið
með stuttri ræðu.
Eftir að nefndir hafa skilað áliti
skulu fara fram tvær umræður um
hvert mál.
Heimilt er forseta að ákveða eina
umræðu um einstök mál ef enginn
mælir því gegn.
Komi fram fyrirspurnir tií stjóm-
ar eða starfsmanna Bændasamtak-
anna má forseti ákveða eina um-
32 - FR€VR 3/2001