Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 34
Nefndin skili áliti fyrir næsta
búnaðarþing.
Greinargerð:
A:
Starfsemi samtaka eins og
Bændasamtaka íslands þarf í raun
að vera í stöðugri endurskipulagn-
ingu og þróun á öllum sviðum. Það
er okkur nauðsynlegt að hafa þessa
starfsemi sem markvissasta og ódýr-
asta þannig að hún skili okkur sem
mestum ávinningi á hverjum tíma.
B:
Fyrir þinginu liggur nú erindi
Svínaræktarfélags Islands um nýt-
ingu búnaðargjalds. Þingið vísar
erindinu til nefndar sem skipuð
verður samkvæmt þessari ályktun.
Þingið leggur áherslu á að búnað-
arsamböndin reyni eftir föngum að
koma til móts við þau sjónarmið
sem lýst er í erindinu
Samþykkt samhljóða.
Tilraunainnflutningur á
NRF-fósturvísum
Búnaðarþing 2001 ályktar eftir-
farandi um tilraunainnflutning á
NRF-fósturvísum:
1. Verkefninu verði frestað eftir að
töku fósturvísa í Noregi lýkur.
2. Nefnd sú, sem umsækjendur og
landbúnaðaiTáðherra hafa skip-
að sameiginlega leggi frarn
áætlun um framkvæmd saman-
burðartilraunarinnar. Sú áætlun
liggi fyrir í síðasta lagi 20. júní
nk.
3. Fyrir aðalfund LK, sem haldinn
verður í ágúst nk., leiti stjórnir
BÍ og LK samráðs um undirbún-
ing að almenmi atkvæðagreiðslu
meðal kúabænda. I þeirri at-
kvæðagreiðslu verði spurt hvort
sá sem atkvæði greiðir vilji að sú
tilraun fari fram sem gert er
grein fyrir í lið 2.
Svari meirihluti já, fer verkefnið
af stað.
Svari meirihluti nei, verður hætt
við verkefnið.
Ikynningu fyrir atkvæðagreiðsl-
una verði leitast við að sem flest
sjónarmið, er málið varða, komi
fram.
4. Um framkvæmd atkvæða-
greiðslu skv. lið 3 verði horft til
framkvæmdar á atkvæða-
greiðslu um samning um starfs-
skilyrði mjólkurframleiðslunnar.
Kjörskrá verði unnin svo vel
sem kostur er og vandað til
kynningar á atkvæðagreiðsl-
unni.
5. Búnaðarþing 2001 samþykkirað
erfðaefni úr NRF-kyninu verði
ekki tekið í notkun hjá bændum
fyrr en að undangenginni at-
kvæðagreiðslu þar um meðal
kúabænda að tilraun lokinni.
Samþykkt með öllum þorra
atkvœða.
Framlög samkvæmt
búnaðarsamningi
Búnaðarþing 2001 leggur áherslu
á að þegar í stað verði lokið þeirri
endurskoðun búnaðarsamnings
sem fara átti fram á síðasta ári.
Þingið ítrekar fyrri ályktun sína
um framlög til leiðbeingastarfsemi,
og búfjárræktar og hækkun á
rekstrarframlögum til kúasæðinga.
Til viðbótar fyrri tillögum leggur
þingið til að í 11. gr. gildandi bún-
aðarsamnings verði eftirfarandi
liðum bætt við undir verkefnaflokk
2:
Gardínubúnaður í gróðurhús,
40% af kostnaði, þó að hámarki kr.
800.000
Rúlluborð, 40% af kostnaði, þó
að hámarki kr. 600.000
I báðum tilvikum er um að ræða
nýja tækni í gróðurhúsum sem á að
auka hagkvæmni í framleiðslu.
Við verkefnaflokk 6 verði bætt
heimild til að styrkja varanlegar
vatnsveitur í bithaga búfjár, 40% af
kostnaði, þó að hámarki kr. 75.000.
Samþykkt samliljóða.
Efling Landbúnaðar-
háskólans á Hvanneyri
Búnaðarþing 2001 skorar á
stjórnvöld að efla Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri þannig að
hann geti með sóma sinnt lög-
bundnu hlutverki sínu:
a. að veita fræðslu, hagnýta starfs-
menntun og háskólamenntun
studda rannsóknum fyrir sam-
keppnishæfan og fjölþættan
landbúnað sem byggist á sjálf-
bærri nýtingu náttúruauðlinda
landsins,
b. að veita endurmenntun á þeim
námssviðum sem lög um búnað-
arfræðslu taka til.
Samþykkt samhljóða.
Bygging Garðyrkju-
miðstöðvar íslands
Búnaðarþing 2001 skorar á land-
búnaðarráðherra að tryggja nægj-
anlegt fjármagn á fjárlögum næstu
ára til að ljúka byggingu Garð-
yrkjumiðstöðvar íslands að Reykj-
um í Ölfusi.
Greinargerð:
Garðyrkjumiðstöð íslands varð
formlega að veruleika þann 28.
október 2000 þegar forsvarsaðilar
Bændasamtaka íslands, Sambands
garðyrkjubænda og Garðyrkjuskóla
ríkisins skrifuðu undir samkomulag
um Garðyrkjumiðstöð að Reykjum
í Ölfusi. Við það tækifæri staðfesti
landbúnaðarráðheiTa samkomulag-
ið með undirskrift sinni.
Garðyrkjumiðstöðin hefur því
tekið til starfa í 1. áfanga, sem er til
bráðabrigða, þar sem til stendur að
byggja 225 fm viðbyggingu, að
grunnfleti, á tveimur hæðum við
núverandi aðalbyggingu Garð-
yrkjuskólans.
Þegar endanleg bygging verður
tilbúin verður þar fullbúin aðstaða
fyrir landsráðunauta Bændasamtaka
Islands, starfsmann Sambands garð-
yrkjubænda, tilraunastjóra Garð-
yrkjuskóla ríkisins, skólameistara,
yfirkennara og fleiri starfsmenn
skólans. Sameiginleg móttaka og
skrifstofa verður í byggingunni.
Bókasafn verður á neðri hæð
hússins auk fyrirlestrasalar.
34 - FR€VR 3/2001