Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 5
Búnaðarþing 2001, kaflar úr fundargerð Samkvœmt kvaðningu stjórnar Bœndasamtaka * Islands, dagsettri 20. desember 2000, kom Búnaðarþing, hið 87. í röðinni, saman til fundar þriðjudaginn 6. mars kl. 10:00. Setningarfundur fór fram í Súlnasal Hótel Sögu í Bœndahöllinni. Búnaðarþing sett Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, setti þingið og bauð velkomna forseta íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra, þingfulltrúa og gesti. Hann minnt- ist síðan látinna forystumanna bænda, þeirra Baldurs Gestssonar, bónda á Ormsstöðum í Klofnings- hreppi, sem lést 3. febrúar sl., Björns Benediktssonar, bónda og fiskeldisfrömuðar í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lést 16. febrúar sl., Gríms Amórssonar, bónda á Tind- um í Geiradal, sem lést 23. janúar sl., Halldórs Kristjánssonar, bónda og rithöfundar frá Kirkjubóli í Bjamadal, sem lést 26. ágúst á sl. ári, Kristjáns Guðbjartssonar, bónda á Hólkoti í Staðarsveit, sem lést 10. desember á sl. ári, og Val- geirs Jónassonar, bónda á Neðra- Skarði í Leirársveit, sem lést 19. janúar sl. Kosning kjörbréfanefndar Kosningu í kjörbréfanefnd hlutu Jón Gíslason, Sveinn Ingvarsson og Örn Bergsson. Kosning embættismanna skv. 3. grein þingskapa. Kosinn forseti og tveir vara- forsetar Tillaga kom fram um Hauk Hall- dórsson sem forseta, Maríu Hauks- dóttur sem 1. varaforseta og Aðal- stein Jónsson sem 2. varaforseta. Aðrar tillögur komu ekki fram og Frá setningu búnaðarþings 2001. Ari Teitsson formaður BÍ flytur ræðu sína. Við hiið hans sitja Guðni Ágústsson iandbúnaðarráðherra, Haukur Halldórsson forseti búnaðarþings og María Hauksdóttir varaforseti. (Ljósmyndir: Áskell Þórisson). pR€VR 3/2001 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.