Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 11
Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá, og Hilmar Össurarson í Kollsvík. tengingum eru óneitanlega sam- fara. Að síðustu ræddi hún síðan um verkefnið Arfur 2000 sem unn- ið væri á vegum Kirkjubæjarstofu, en það gengur út á skráningu og söfnun ömefna, jarðamarka og bú- setu- og náttúruminja sem síðan eru staðsett á kort og færð inn á starf- rænar loftmyndir í tölvu. Taldi hún hér vera um að ræða merkt braut- ryðjendastarf sem tryggja muni um alla framtíð varðveislu ömefna sem fljótlega munu falla í gleymskunn- ar dá ef ekkert verður að gert. 4. Hilmar Össurarson þakkaði í fyrstu fyrir framlagðar skýrslur og gögn. Hann fjallaði síðan um störf Obyggðanefndar og kvað bændur eiga mjög undir högg að sækja með að verja eignarrétt sinn. Hann kvað Bændasamtökin verða að hugleiða alvarlega hvort þau eigi að koma á fót lögfræðiþjónustu fyrir bændur í þessu sambandi enda væri slík þjónusta óheyrilega dýr á almenn- um markaði. Flest hinna stærri stéttarfélaga hafa lögfræðinga í starfsliði sínu til þess að gæta hags- muna umbjóðendanna. Hann lýsti síðan áhyggjum sínum yfir því hversu hægt gengi að fá skýrar lín- ur í því hvaða forsendur verða lagðar til grundvallar við landmat samkvæmt sauðfjársamningnum. Þá fjallaði hann um eyðingu varg- fugla, refa og minka og kvað mikil- vægara að sveitarfélögunum verði gert það fjárhagslega kleift að vinna að fækkun þessara dýra held- ur en einungis að veita fjármunum til Veiðistjóraembættisins til rann- sókna. Að síðustu fjallaði hann um frumvaip til laga um framkvæmd búfjáreftirlits, forðagæslu o.fl. og taldi þar gæta tilhneigingar til mið- stýringar. Tryggja þarf að fjármun- imir verði eftir sem næst þeim stað þar sem eftirlitið og þjónustan er veitt. 5. Bjarni Stefánsson taldi það sanngimismál að búnaðarþing væri ekki haldið á fengitíma búfjár, en hann stæði einmitt yfir í minka- ræktinni um þessar mundir. Fram- farir í loðdýraræktinni hafa aldrei verið meiri en á síðasta sölutíma- bili, þ.e. af framleiðslu ársins 1999. Fullyrða má að ísland hafi náð heimsins mestu framförum í minkaræktinni að undanförnu. Nú eru merki þess að greinin sé að rísa úr öskustónni en mikilvægur þáttur í því er að ályktunum búnaðarþings um málefni búgreinarinnar hefur verið hrundið í framkvæmd. Góð samvinna hefur tekist á milli SÍL og BI um málefni greinarinnar, bæði í faglegum og fjárhagslegum efnum. Rekstrarumhverfi greinar- innar hefur batnað en þó þarf að gera enn betur til að heildarlausn- um sé náð. Loðdýraræktinni hefur vaxið hratt ásmegin faglega en fjár- hagslega er hún þó enn í vítahring. Samkvæmt skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðherra var eigið fé greinarinnar neikvætt í árs- lok 1998 og fátt bendir til þess að breyting hafi orðið þar á til batnað- ar á árinu 1999. Skapa þarf grein- inni rekstrargrundvöll til næstu fimm ára í samvinnu við ríkisvald- ið og kvaðst ræðumaður vænta stuðnings búnaðarþings í þeim efn- um. Við þurfum að stefna að gerð samnings við ríkisvaldið um starfs- skilyrði landbúnaðarins í heild. Við verðum að verja markaði fyrir framleiðslu okkar og í þeim efnum er innanlandsmarkaðurinn mikil- vægastur. Við verðum að efla þekk- ingu og færni á öllum stigum, þ.e. í framleiðslu, markaðssetningu, stjórnun o.s.frv. Krafan um aukna menntun bænda er óaðskiljanlegur hluti af kjarabaráttunni. 6. Lárus Sigurðsson þakkaði í fyrstu framlagðar skýrslur og gögn. Hann lýsti miklum áhyggjum sín- um af erfiðum kjörum sauðfjár- bænda og bænda í blönduðum bú- skap. Kostnaður við búrekstur, skattlagning og hvers konar gjald- taka er með ólíkindum. Allt togar þetta upp á við og þar er trygginga- gjaldið algjörlega sér í flokki. Á sama tíma standa tekjur bænda í stað eða dragast jafnvel saman. Hann spurði hvemig til hafi tekist með starfsemi búnaðarráðs sem komið var á laggimar á síðasta ári. Bændur verða að beita samtaka- mætti sínum til þess að ná fram úr- bótum í möguleikum til nýtingar internetsins. Búnaðarþing verður að senda frá sér skorinorða ályktun um málið. Hann óttaðist að einka- væðing Landssímans myndi ekki pR€VR 3/2001 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.