Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 22
en hann lést 8. mars sl. Jón var full-
trúi á búnaðarþingi á árunum 1979
til 1994. Bað hann fundarmenn að
heiðra minningu hans með því að
rísa úr sætum.
Kosning formanns
Bændasamtaka íslands
Forseti lagði til að skipuð yrði
talningamefnd til þess að sjá urn
talningu atkvæða í kosningunum öll-
um til þess að spara tíma. Hann
lagði til að Magnús Sigsteinsson,
skrifstofustjóri búnaðarþings, færi
fyrir nefndinni, en auk hans störfuðu
þar þau Aðalsteinn Jónsson, Jó-
hannes H. Ríkharðsson, Ásdís Krist-
insdóttir og Halldóra Olafsdóttir.
Rögnvaldur Olafsson lagði til að
talning færi fram í heyranda hljóði
búnaðarþingsfulltrúa.
Tillaga formanns um fyrirkomu-
lag atkvæðagreiðslunnar var sam-
þykkt með 23 atkvæðum gegn 12.
Forseti gat þess síðan að Jón
Magnús Jónsson væri fjarstaddur
við atkvæðagreiðsluna og því væru
það 47 fulltrúar senr tækju þátt í
henni. Var þá gengið til kosninga.
Forseti greindi síðan frá niður-
stöðum talningar í kosningum um
formann Bændasamtaka Islands, en
atkvæði féllu þannig að Ari Teits-
son hlaut 41 atkvæði en 6 seðlar
voru auðir.
Ari Teitsson telst því rétt kjörinn
formaður Bændasamtaka íslands til
næstu þriggja ára.
Ari Teitsson kvaddi sér hljóðs ut-
an dagskrár. Hann þakkaði traustið
og kvaðst líta svo á að með kosn-
ingunni væru búnaðarþingsfulltrú-
ar að lýsa yfir ánægju sinni með
störf stjórnar og starfsmanna
Bændasamtakanna undanfarin sex
ár og jafnframt að lýsa yfir þeim
vilja sínum að ný stjórn haldi áfram
á sömu braut næstu þrjú árin.
Kosning sex stjórnarmanna
Bændasamtaka íslands
Þar sem formaður kemur af 2.
kjörsvæði skal samkvæmt sam-
þykktum Bændasamtaka Islands
kjósa tvo fulltrúa af 1. kjörsvæði,
einn fulltrúa af 2. kjörsvæði, einn
fulltrúa af 3. kjörsvæði og tvo
fulltrúa af 4. kjörsvæði.
Flest atkvæði í kosningunum
hlutu þau:
1. kjörsvœði:
Guðmundur Jónsson, 32 atkvæði
Guðmundur Gr. Guðmundsson,
28 atkvæði
(Þórólfur Sveinsson, 23
atkvæði).
2. kjörsvœði:
Gunnar Sæmundsson, 35 at-
kvæði
(Kristín Linda Jónsdóttir, 4 at-
kvæði).
3. kjörsvœði:
Sigríður Bragadóttir, 24 atkvæði
(Öm Bergsson, 22 atkvæði).
4. kjörsvœði:
Sólrún Ólafsdóttir, 35 atkvæði
Eggert Pálsson, 33 atkvæði
(Egill Sigurðsson, 12 atkvæði).
Þau Guðmundur Jónsson, Guð-
mundur Grétar Guðmundsson,
Gunnar Sæmundsson, Sigríður
Bragadóttir, Sólrún Ólafsdóttir og
Eggert Pálsson náðu því tilskildum
fjölda atkvæða í fyrstu urnferð og
teljast rétt kjörin í stjórn Bænda-
samtaka íslands til næstu þriggja
ára.
Kosning sjö varamanna
í stjórn Bændasamtaka
íslands
Forseti gat þess að Jón Magnús
Jónsson væri nú mættur til þings en
hins vegar væri Amar Bjami Eiríks-
son með leyfi þannig að áfram tóku
47 fulltrúar þátt í kosningunum.
Samkvæmt samþykktum Bænda-
samtaka Islands skal kjósa tvo
varamenn í stjóm af 1. kjörsvæði,
tvo af 2. kjörsvæði, einn af 3.
kjörsvæði og tvo af 4. kjörsvæði.
Atkvæði féllu þannig:
1. kjörsvœði:
Þórólfur Sveinsson, 24 atkvæði
Bjarni Ásgeirsson, 25 atkvæði, í
2. umferð
2. kjörsvæði:
Jón Gíslason, 27 atkvæði, í 2.
umferð
Einar Ófeigur Björnsson, 26
atkvæði, í 3. umferð
3. kjörsvœði:
Öm Bergsson, 28 atkvæði
4. kjörsvæði:
Sveinn Ingvarsson, 24 atkvæði
Sigurður Loftsson, 32 atkvæði, í
2. umferð
8. þingfundur
Kosning löggilts
endurskoðanda
Forseti lagði til að Hjörleifur
Pálsson, Deloitte & Touche og Sig-
rún Ragna Ólafsdóttir, Deloitte &
Touche, til vara, verði kosin lög-
giltir endurskoðendur Bændasam-
taka Islands til næstu þriggja ára.
Aðrar tillögur komu ekki fram.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Kosning skoðunarmanns
reikninga
Forseti lagði til að Guðmundur
Stefánsson, Hraungerði, verði kos-
inn skoðunarmaður reikninga
Bændasamtakanna til næstu
þriggja ára og Rögnvaldur Ólafs-
son, Flugumýrarhvammi, til vara.
Tillagan var samþykkt santhljóða.
Kosning fulltrúa í
Búfræðsluráð
Forseti greindi frá því að Runólfur
Sigursveinsson hefði óskað lausnar
úr Búfræðsluráði sem fulltrúi
Bændasamtakanna og hefði stjóm
þeirra orðið við þeirri ósk. Forseti
lagði síðan til að Sveinn Ingvarsson,
Reykjahlíð, verði kosinn til setu í
Búfræðsluráði út starfstíma ráðsins.
Aðrar tillögur komu ekki fram.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Kosning fulltrúa í háskólaráð
Landbúnaðarháskólans
á Hvanneyri
Forseti lagði til að Ari Teitsson,
Hrísum, verði kosinn til setu í há-
skólaráði Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri til næstu tveggja ára og
Guðmundur Jónsson, Reýkjum, til
vara. Aðrar tillögur kornu ekki fram.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
22 - Fl3€VR 3/2001