Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 13
teljast að hreppurinn tapaði því máli og þar með kæmi upp alvar- lega staða. Hann fagnaði því að nú hillti undir að Félag ferðaþjónustu- bænda fengi ráðunaut til starfa, en hann verður væntanlega staðsettur á Hólum í Hjaltadal. Þannig tengd- ist ferðaþjónusta á vegum bænda við rannsóknir á háskólastigi. Þá hefur landbúnaðarráðherra skipað samstarfsnefnd sem hefur verið fal- ið það verkefni að hefja ferðaþjón- ustu á vegum bænda til meiri vegs innan ferðaþjónustunnar á Islandi og kvaðst hann vænta mikils af starfi nefndarinnar. Hann lagði að forystu Bændasamtakanna að beita sér meira fyrir því að bændastéttin verði gerð sýnilegri í samfélaginu. Vel tókst til með landbúnaðarsýn- inguna sl. sumar en eftirfylgnin hefði mátt vera meiri. Við þurfum að koma fleiri jákvæðum fréttum frá landbúnaðinum á framfæri og ekki sífellt vera að tönglast á því hversu mikil fátækt sé í stétt bænda. Að síðustu fjallaði hann um áform um stórtækt laxeldi í sjó fyrir Austurlandi og taldi það mikla hneisu ef slíkum fyrirtækjum væri ekki gert að fara í umhverfismat. Búnaðarþing verður að ályktar ákveðið í þeim efnum. 10. Einar Ófeigur Björnsson fjall- aði í fyrstu urn gæðastýringu í sauðfjárræktinni og gæðahandbók- ina. Hér er um afar mikilvægt mál að ræða fyrir bændastéttina sem ætti að nýtast bændurn til að verjast innflutningi á kjöti í framtíðinni. I framtíðinni hljótum að gera sam- bærilegar kröfur um rekjanleika af- urðanna til innflutnings og við ger- um til innlendrar framleiðslu. Gæðahandbókin, sem nú er til reynslu hjá N-Þingeyingum, þarf að vera sem einföldust í sniðum, og það fer nú ekki mikill tími í þessar færslur. Ef við erum ekki reiðubún- ir til þess að leggja einhverja vinnu í nauðsynlega skráningu vegna gæðastýringarinnar verður hún ekki trúverðug. Hann taldi gallana við miðlæg forrit, bæði Fjárvís og til bókhaldsforrit, vega þyngra en kostina. Slík skráning kallar á stöðugt símasamband meðan skráning og útprentun fer fram, en eins og staðan er í dag eru tenging- ar til sveita víðast hvar óviðunandi. Landssíminn hefur lofað ISDN- tengingu um allt land innan tveggja ára, en hann efaðist stórlega um að þau áform gengju eftir. 11. Eggert Pálsson þakkaði í fyrstu fyrir framlagðar skýrslur og gögn. Hann kvaðst sammála land- búnaðarráðherra um að setningarat- höfn þingsins hefði sett niður frá undanförnum árum. Hér er ekki um að ræða dýra ímyndarauglýsingu fyrir íslenskan landbúnaðar. Hann fjallaði síðan um umræðuna um hugsanlega ESB-aðild og kvað ein- sýnt að úrvinnslugreinar landbún- aðarins myndi ekki þola þá sam- keppni sem aðild hefði í för með sér. Þá mun væntanleg stækkun Evrópusambandsins til austurs auka gjaldtökuna af vestrænum þjóðum sambandsins. Bændasam- tökin verða að marka skýra stefnu varðandi hugsanlega aðild ísland að ESB í framtíðinni. Þá fjallaði hann um greiðslumark mjólkur og hina frjálsu verðmyndun þess. Við verðum að fara að hugleiða með hvaða hætti við viljum að ríkis- stuðningur við mjólkurframleiðsl- una verði í framtíðinni. Mikilvægt er að finna leið til þess að hann verði ekki eingöngu framleiðslu- tengdur eins og nú er. Breytingar í þá átt hljóta að koma inn í næsta búvörusamning. Hann þakkaði Landssambandi kúabænda fyrir að hafa frestað innflutningi á fóstur- vísum um óákveðinn tíma, en sú ákvörðun var nauðsynleg með tilliti til markaðarins. Þá fjallaði hann um lyfjareglugerðina og kvað marga dýralækna oftúlka hana bændum í óhag. Við verðum að halda áfram að reyna að ná fram breytingum á henni til batnaðar. Bændur verða að hafa neytenda- vernd fyrst og fremst að leiðarljósi við framleiðslu sína og halda vöku sinni vel gagnvart búfjársjúkdóm- um svo sem kúariðu og gin- og klaufaveiki. Þá fjallaði hann um það tilraunaverkefni sem væri í gangi í N-Þingeyjarsýslu í gæða- stýringunni og varaði við að farið væri af stað með of miklar kröfur til bænda um skráningu. Að síðustu fjallaði hann um hugsanlega sölu á Hótel Sögu, en mikilvægt er að vandað sé þar til alls málatilbúnaðar. 12. Kjartan Ólafsson bauð full- trúa skógarbænda og vistforeldra velkomna á þingið. Hann var sam- mála því að meiri hátíðleiki væri yfir því er þingið væri sett á sunnu- degi eins og verið hefði undanfarin ár. Nær hefði verið að stytta þing- tímann í hinn endann. Hann þakk- aði formanni fyrir góða setningar- ræðu, sérstaklega hversu vel hann hefði fjallað um hið alþjóðlega um- hverfi landbúnaðarins, enda mikil- vægt að bændur fylgist vel með þeirri þróun. Þá hrósaði hann land- búnaðarráðherra einnig fyrir góða ræðu og sérstaklega hversu mikla áherslu hann hefði lagt á aukna menntun bænda. Þá sagði ræðu- maður frá störfum sínum í Bú- fræðsluráði, en þar hafa starfsrétt- indi bænda mikið verið til umræðu. Þá fjallaði hann um Garðyrkjumið- stöðina að Reykjum í Ölfusi, sem verið væri að koma upp, en til hennar hefur fengist myndarlegt framlag frá ríkisvaldinu. Þó þarf að tryggja viðbótarfjármagn til þess að klára megi málið á næstu árum. Þá fjallaði hann um útflutningsmál og mikilvægi þess að landbúnaðurinn sameinaðist í þeim efnum. Tollar á grænmeti inn í Evrópusambandið eru svo háir að útilokað er reyna að selja íslenska framleiðslu þangað. Þá fjallaði hann um lög um land- græðslu, en mikil pressa var sett á síðasta búnaðarþing vegna málsins, en síðan hefur ekkert meira gerst. Þá fagnaði hann því að landbúnað- arráðherra hafi nú skipað nefnd til þess að vinna að gerð laga um varnir gegn sjúkdómum og mein- dýrum í plöntum og taldi málið þar FréVR 3/2001 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.