Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 26
andstaða Norðmanna við inngöngu er meiri en verið hefur í mörg ár. Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna einnig að ef kosið væri nú yrði að- ild felld þar. Margt veldur breyttri stöðu; ótti við búfjársjúkdóma og óviss gæði innfluttra matvæla, gjaldþrot fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins, veik Evra og erfiðleikar í myntsam- starfi, óljós áform um breytta land- búnaðarstefnu og síðast en ekki síst áform um stækkun sambandsins til austurs og margvísleg óvissa sem því fylgir. Andstæðingar aðildar í Noregi telja að takist að spoma gegn inngöngu næstu sex ár gangi Noregur aldrei í Evrópusambandið. Sama gæti gilt varðandi Island. Þrátt fyrir það að aðild okkar að Evrópusambandinu virðist hafa fjarlægst a.m.k. í bili er eigi að síð- ur ljóst að við munum áfram eiga náið samstarf við Evrópusamband- ið og nálgast stefnu þess og sjónar- mið í flestum efnum, þar á meðal í landbúnaðarmálum. Sú nálgun kann að forminu til að fara fram gegnum aðild okkar að Alþjóða viðskiptastofnuninni en gert er ráð fyrir að þrátt fyrir skipbrotið í Seattle takist að ljúka endurskoðun samninga um viðskipti með land- búnaðarvörur innan fárrra ára. Flestum, sem til þekkja, ber saman um að nýr samningur munu fela í sér minni möguleika á tollvernd og þrengda möguleika á framleiðslu- tengdum stuðningi við landbúnað. Hvort tveggja mun snerta landbún- að okkar og þótt ætla megi að vilji sé til að verja áfram svipuðum fjár- munum til stuðnings landbúnaði hérlendis verður sá stuðningur væntanlega í breyttu formi. Norrænir bændur hafa átt gott samstarf um að halda á lofti fjöl- þættu hlutverki landbúnaðarins í umræðum um nýjan viðskipta- samning og virðast þau sjónarmið njóta vaxandi skilnings. I tengslum við þessa urnræðu hefur á vegum Miðstjórnar norrænna bændasam- taka, NBC, verið gefin út samnor- rænn bæklingur sem ætlað er að draga fram sérstöðu norræns land- búnaðar, einkum að því er varðar þann hreinleika sem leiðir af norð- lægari legu landanna. Svíar leiða nú NBC samstarfið og sinna því af miklum dugnaði. Þegar Svíar og Finnar gengu í Evr- ópusambandið árið 1995 virtist sem áhugi á norrænu landbúnaðar- samstarfi minnkaði um stund en norrænir bændur virðast hafa áttað sig á að samstarf þeirra innbyrðis styrkir málflutning þeirra, jafnt innan sem utan Evrópusambands- ins. Hollusta og öryggi matvæla Umræða hérlendis um hollustu og öryggi matvæla hefur aldrei ver- ið fyrirferðarmeiri en á nýliðnu ári. Margt veldur því, svo sem margs kyns sjúdómar og erfiðleikar sem virðast vera fylgifiskar stórreksturs í hörðu viðskiptaumhverfi. Þar hef- ur umræðu um kúariðu borið hæst á undanförnum mánuðum, ekki síst eftir að veikin var staðfest í tveimur kúm í Danmörku. Þjóðfélagsum- ræðan hefur nú staðfest það, sem bændur hafa lengi haldið fram, þ.e. að okkur sé af heilbrigðisástæðum jafnt manna sem búfjár nauðsyn á ströngum takmörkunum á innflutn- ingi matvæla. Breytt viðhorf og aukinn skilningur neytenda í þess- um efnum er landbúnaðinum mjög mikilvægur og gefur honum ný sóknarfæri. Ekki verður þó horft fram hjá því að heilsufarsumræða getur auðveldlega farið úr böndun- um og það hafa danskir nautakjöts- framleiðendur fengið að reyna því að þótt hverfandi líkur séu á að á markað í Danmörku komi sýkt nautgripakjöt, hefur kostnaður af kúariðunni og fyrirbyggjandi að- gerðum hennar vegna kostað þar- lenda nautgripabændur þriðjung launateknanna í ár og mun svo verða um næstu framtíð. Á ráð- stefnu Norðurlandaráðs um mat- vælaöryggi á Norðurlöndum varð ég vitni að þvílíkum rangfærslunt og hræðsluáróðri urn kúariðu og af- leiðingar hennar að mér varð ljóst hve auðvelt er að eyðileggja mat- vælamarkað og afkomu heilla framleiðslugreina án nokkurra vís- indalegra raka. Nýjasta áfallið sem landbúnaður Evrópu hefur orðið fyrir og ef til vill það stærsta um langan tíma er gin- og klaufaveikifaraldur í Bret- landi. Viðbrögð Evrópuþjóða sýna vel hve mikil hætta er hér á ferðum, en vekja jafnframt spumingar um hvort landbúnaðarstefna Evrópu með opinni samkeppni og hömlu- lausum flutningi búfjár og búfjáraf- urða kann ekki að leiða til þess að mjög torvelt og kostnaðarsamt verði að uppræta veikina. Viðbrögð okkar hljóta að vera að viðhafa í bráð og lengd mikla varúð í inn- flutningi dýra og búfjárafurða. Það er landbúnaðinum og matvæla- öryggi þjóðarinnar lífsnauðsyn að veikin berist ekki til Islands. Stjórnvöld hafa þar bmgðist skyn- samlega við en það eitt er ekki nóg. Mestu máli skiptir ef til vill að þjóðin öll sé vel á verði, ekki síst þeir sem korna frá sýktum svæðum en einnig er mikilvægt að ekki sé farið til þessara svæða að nauð- synjalitlu og sérstök varúð sýnd í öllum innflutningi og vörumeðferð. Á fomiannafundi NBC nú í janú- arlok var samþjöppun eininga á matvælamarkaði og staða bænda í þeirri þróun til umræðu. Fram kom að svipuð þróun á sér stað á öllum Norðurlöndunum, þ.e. einingum á matvælamarkaði fækkar hratt og þær stækka að sama skapi. Á sama tíma virðist hlutur bænda í smá- söluverðinu minnka. Athuganir hérlendis benda í sömu átt. Þótt bændum sé nauðsyn á góðu sam- starfi við matvöruverslanir þurfa þeir jafnt hérlendis sem annars staðar að halda hlut sínum. Það tekst ekki án sífelldrar baráttu og styrkur bænda í þeinr átökum bygg- ist á samstöðu þeirra í öflugum vinnslu- og sölusamtökum. I þessu ljósi er nú unnið á öllum Norður- löndum innan raða bænda og svo er einnig hér þótt hægt miði. Stöðugt upplýsingaflæði um verðmyndun 26 - pR€YR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.