Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 21

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 21
Sannarlega verður um nokkuð aukna vinnu að ræða hjá búnaðar- samböndunum, en ekki má gleyma því að hér verður um dæmigerð leiðbeiningarverkefni að ræða, þ.e. að leiðbeina mönnum til að ná betri árangri í búskap. Fyrir hvert býli sem sendir fulltrúa á gæðastýring- arnámskeið, verða viðkomandi búnaðarsambandi greiddar kr. 5.000 fyrir tveggja daga námskeið. Það ætti að standa undir þeim kostnaði sem búnaðarsamböndin verða fyrir vegna þessa. Þá eru kr. 35 milljónir á ári ætlaðar til þess að þróa samninginn og koma honum í framkvæmd og þar eru möguleikar fyrir hendi til stuðnings við búnað- arsamböndin. Landssíminn ntun leggja mikið á sig til að koma þeim sveitabýlum, sem þess óska, í við- unandi intemetsamband. Þetta gef- ur okkur mikla möguleika á að auka fræðslu fyrir bændafólk og jafnframt nýja möguleika til þess að nýta þau forrit sem við eigum og tengja þau betur saman. Varðandi mjólkurkvótann tók hann undir með Þórólfi að ef að annmarkar reynast of miklir á núverandi fyrir- komulagi verði að reyna aðrar leið- ir. Ekki má hins vegar rjúka í nýtt kerfi umhugsunarlaust. Eftir árið 2005 verður að teljast líklegt að stuðningsform við mjólkurfram- leiðsluna verði með öðmm hætti en það er nú og því fyrr sem við áttum okkur á því hvemig því verður hátt- að því betra. Það er eðlilegt að margir teljir NRF-málið ekki vera málefni búnaðarþings, en stað- reyndin er hins vegar sú að Bænda- samtökin em annar aðilinn að inn- flutningsleyfinu með Landssam- bandi kúabænda. Miklar deilur standa um þetta mál og því ekki skynsamlegt fyrir Bændasamtökin að hlaupa frá því nú. Hann vonaðist til að búnaðarþing gefi nýrri stjórn heimild til að taka ákvarðanir um það hvort samtökin ætli að standa að þessum innflutningi og hvenær flutt skuli inn. Mikill misskiln- ingur hefur verið í gangi um þetta mál og margir virðast ekki átta sig á því að það snýst um að gera af- markaða tilraun á tveimur tilrauna- búum. Þá greindi hann frá því að búnaðarráð hafi haldið fyrsta fund sinn í desember sl. Fundurinn þótti vel heppnaður, þar voru flutt góð erindi og umræður voru líflegar. Ráðið mun væntanlega starfa áfram á svipuðum grundvelli. íslenskur landbúnaður hefur alllengi lagt sig fram um að framleiða góðar og sífellt fjölbreyttari vörur, öflugt kynningarstarf hefur verið rekið í skólum landsins og öllum fjölmiðl- um hefur verið sinnt vel og áhersla lögð á jákvæð tengsl við þá. ímynd íslensks landbúnaðar hefur því ekki eingöngu batnað vegna kúariðunn- ar í Evrópu. Hún er eins og hún er af því að íslenskir bændur eiga hana skilið, en við verðum að leggja mikið á okkur til að viðhalda henni í framtíðinni. Kosnar fastanefndir þingsins Samkvæmt tillögu sem fram kom voru fastanefndir kjömar þannig og þeim ákveðnir aðstoðarmenn: 1. Fjárhagsnefnd Amar Bjami Eiríksson Gísli Grímsson Guðmundur Grétar Guðmunds- son Gunnar Sæmundsson Jón M. Jónsson Aðstoðarm.: Gunnar Hólmsteinsson / Gylfi Þór Orrason 2. Allsherjarnefnd Agúst Sigurðsson Baldvin Kr. Baldvinsson Bjami Ásgeirsson Jóhann Már Jóhannsson Lárus Sigurðsson Sigríður Bragadóttir Sveinn Ingvarsson Aðstoðann.: Ámi Snæbjömsson 3. Félagsmálanefnd Ásta Ólafsdóttir Egill Sigurðsson Einar Ófeigur Bjömsson Jónas Helgason Kristín Linda Jónsdóttir Sigurður Jónsson Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson Örn Bergsson Aðstoðann.: Jóhann Ólafsson 4. Fagráða- og búfjárræktar- nefnd Eggert Pálsson Guðmundur Jónsson Haraldur Benediktsson Jóhannes Ríkharðsson Sigríður Jónsdóttir Sigurður Loftsson Þórólfur Sveinsson Aðstoðarm.: Jón Viðar Jónmundsson 5. Framleiðslu- og markaðsnefnd Aðalsteinn Jónsson Georg Jón Jónsson Guðbjartur Gunnarsson Gunnar Jónsson Gústaf Sæland Jón Gíslason Sólrún Ólafsdóttir Aðstoðarm.: Ólafur R. Dýrmundsson / Magnús Á. Ágústsson 6. Kjaranefnd Bjami Stefánsson Karl Kristjánsson María Hauksdóttir Rögnvaldur Ólafsson Sigurbjartur Pálsson Þórhildur Jónsdóttir Aðstoðarm.: Erna Bjamadóttir 7. UmhverFis- og jarðræktar- nefnd Auðbjöm Kristinsson Hilmar Össurarson Jón Benediktsson Kjartan Ólafsson Svana Halldórsdóttir Þorsteinn Kristjánsson Aðstoðarm.: Óttar Geirsson 7. þingfundur Forseti minntist í upphafi fundar Jóns Ólafssonar, bónda í Eystra- Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, FR6VR 3/2001 -21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.