Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 35
Samband garðyrkjubænda hefur
ákveðið að leggja umtalsverða upp-
hæð til byggingarinnar, en ljóst er að
ef ríkissjóður tryggir ekki það mót-
framlag, sem til þarf, verður bygg-
ingin seint eða aldrei að vemleika.
Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um
búfjárhald, forðagæslu o.fl.
Búnaðarþing 2001 hefur fengið
til umsagnar drög að frumvarpi til
laga um búfjárhald, forðagæslu o.fl.
Lagðar em til ýmsar veigamiklar
breytingar á gildandi lögum.Þingið
styður það markmið laganna að
koma í veg fyrir slæma meðferð á
búfé, en leggur áherslu á að
eftirlitið verði framkvæmt með sem
skilvirkustum og ódýmstum hætti.
Búnaðarþing bendir á eftirtalin
atriði sem nauðsyn ber til að
endurskoða eða breyta við
endanlegan frágang frumvarpsins.
3. gr.
Eftirfarandi hugtök verði skil-
greind svo:
Umráðamaður búfjár er eigandi
búfjár eða aðili sem er ábyrgur fyrir
fóðrun eða aðbúnaði samkvæmt
gildum samningi við eiganda.
Hagaganga er það, þegar eigandi
búfjár kemur því í haga til annars
aðila og gerir um það samning.
5. gr.
Setningin „I samþykktum sveit-
arstjórna um búfjárhald verði
felld út.
7. gr.
Vörsluskylda á graðhestum mið-
ist við 12 mánaða aldur. Við fram-
kvæmd á sölu graðhesta í óskilum
sé vísað til laga um nauðungarsölu.
8. gr.
Kveða þarf skýrt á um viðhalds-
skyldu girðinga á friðuðum svæð-
um.
9. gr.
í samræmi við lög um afréttar-
málefni, fjallskil og fleira, þar sem
fjallað er um hliðstæð atriði, er
eðlilegt til samræmis að miðað sé
við tveggja sólarhringa frest.
10. gr.
Það er skoðun þingsins að forða-
gæsla og búfjáreftirlit sé að veruleg-
um hluta opinbert eftirlit fremur en
þjónusta við bændur. Þingið leggst
gegn hugmyndum um gjaldtöku
vegna hins almenna hluta eftirlitsins,
þ.e. reglulegt eftirlit og umsýsla
varðandi þá sem rækja skyldur sínar
varðandi þá þætti sem lögin kveða á
um. Þann þátt í framkvæmdinni
verður að meta og er eðlilegt að hann
sé greiddur af opinberu fé.
11. gr.
Hugmyndir eru í vinnslu um
skyldumerkingar búfjár. Þá myndast
gagnagrunnar sem veita nákvæmar
upplýsingar um búfjárfjölda á
hverjum tíma. Eðlilegt er að hafa
hliðsjón af þessu og kreíjast ekki
upplýsingaöflunar íyrir þætti sem
þegar eru fyrir hendi.Sama gæti gilt
um fleiri þætti sem upplýsinga er
aflað um í framtíðinni
12. gr.
Niður falli setningarhlutinn; „
sem ekki starfrækja ...Bændasam-
tökum íslands." í beinu framhaldi
komi „Bændasamtök íslands
skulu“ í stað „Þau skulu“.
Lokamálsgreinin ..Búfjáreigandi
ber ...laganna." falli út.
14. gr.
Síðasta setning breytist og verði;
Umráðamaður lands er ábyrgur
fyrir því að fullnægjandi upplýs-
ingar séu fyrir hendi um fjölda bú-
fjár í hagagöngu og eigendur þess.
Bent er á nauðsyn þess að útbúin
sé handbók fyrir búljáreftirlitsmenn.
Samþykkt samhljóða.
Stefnumörkun um réttindi
og skyldur landnotenda
og búfjáreigenda
Búnaðarþing 2001 felur stjóm
Bændasamtaka íslands að hlutast
til um að fram fari heildarstefnu-
mörkun um allt það er lýtur að
vörsluskyldu búfjár, lausagöngu
búfjár og skyldu landeigenda til að
reisa girðingar og kosta þær. Auk
þess hvemig með skuli fara þegar
land er tekið til samfélagslegra
nota, s.s. undir vegi.
Samþykkt samhljóða.
Framleiðslu- og markaðsnefnd
Reglugerð nr. 539/2000
um dýralyf
Búnaðarþing 2001 mótmælir því
að reglur um afhendingu sýklalyfja
skuli vera þrengri hér á landi en í
nágrannalöndunum. Núgildandi
reglur hafa í för með sér óhóflegan
kostnað fyrir bændur og gerir þeim
örðugt að sinna eðlilegri dýravemd.
Þingið felur stjórn BI að reyna til
þrautar að fá fram rýmkun á 17. gr.
reglugerðar nr. 539/2000 þess efnis
að umráðamenn dýra hafi leyfi til
að hafa sýklalyf og önnur bráðalyf
undir höndum til notkunar í bráða-
tilfellum. Einnig sé leitað eftir
breytingu á 9. gr. sömu reglugerðar
um að dýralæknum verði heimilt að
ávísa til bænda lyfjum til fyrir-
byggjandi aðgerða svo sem með
selen þar sem selenskortur er viður-
kennt vandamál í búfé. Notkun
þeirra sé bundin skráningarskyldu
og samráði við dýralækni.
Samþykkt samhljóða.
Lög um dýrasjúkdóma
fóðureftirlit og varnir
gegn því að smitsjúkdómar
berist til landsins
1. ályktun
Búnaðarþing 2001 leggur til að
breytingar á lögum um dýrasjúk-
dóma og varnir gegn þeim nr.
25/1993 verði samþykktar eins og
þær liggja fyrir Alþingi.
2. ályktun
Búnaðarþing 2001 skorar á
stjómvöld að stórefla Aðfangaeftir-
FR€VR 3/2001 - 35