Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 25
en áður. Gæði og fjölbreytni í fram-
boði búvaranna eykst sífellt og
öryggi þeirra er viðurkennt. Stöðug
er unnið að kynningarstarfi á ein-
stökum búvörum og landbúnaðin-
um í heild og er þar, umfangsmest
auglýsingastarf afurðastöðva og
matvöruverslana en af sameigin-
legu kynningarstarfi landbúnaðar-
ins ber hæst á liðnu ári landbúnað-
arsýninguna Bú 2000 og kynningu
á landbúnaðinum í skólum lands-
ins.
Ætla má að afkoma margra
bænda hafi batnað á liðnu ári í kjöl-
far aukinna afurða og söluaukning-
ar margra búvara. Það breytir þó
ekki því að bændur eru enn tekju-
lægsta stétt þjóðfélagsins og sú
kjarabót, sem þeir hafa náð á liðn-
um árum, er minni en hjá mörgum
öðrum stéttum.
Hvernig má bæta
afkomu bænda?
En hvemig má þá bæta afkom-
una? Við höfum á undanförnum ár-
um náð miklum árangri í kynbótum
búfjárstofna, í sumum greinum
með innfluttu erfðaefni en einnig
með öflugu innlendu ræktunar-
starfi. Áfram þarf að halda á þeirri
braut. Við höfum einnig náð að
hagræða á mörgum sviðum, ekki
síst í afurðavinnslunni, en þar hefur
á liðnu ári orðið meiri samþjöppun
og hagræðing en um langt árabil.
Fjárfestingar úti á búunum eru hins
vegar miklar og kostnaðarsamar og
bæði stjóm fjárfestinga og fjármála
er víða ekki nægilega traust. Þar
við bætist að raunvextir af skamm-
tímalánum eru mjög háir og að-
gengi að rándým lánsfé auðvelt.
Við þessu er erfitt að bregðast en
það hlýtur að vera forgangsverk-
efni fagstofnana landbúnaðarins að
auka upplýsingaflæði og ráðgjöf
um fjárfestingar og fjármögnun.
Sú vaxtastefna sem rekin hefur
verið undanfama mánuði er sér-
stakt áhyggjuefni, henni mun ætlað
að draga úr þenslu í þjóðfélaginu,
en ekki verður betur séð en hún sé
að snúast í andhverfu sína með því
að færa fjármuni frá atvinnulífinu
og skuldsettum heimilum til þeirra
sem fé áttu fyrir. Þessi mikla til-
færsla viðheldur þenslu í fjárfest-
ingum og neyslu sem vaxtaokrinu
er ætlað að spoma gegn. Hér verður
að verða breyting á því ella þrengir
um of að undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar.
Á landbúnaðinn er sífellt hlaðið
nýjum álögum, ekki síst í formi
hvers kyns eftirlits og þjónustu-
kostnaðar. Á liðnu ári ber hæst nýja
lyfjareglugerð, sem sett var þrátt
fyrir rökstudd mótmæli Bænda-
samtakanna, og bændum kynnt
sem krafa Evrópusambandsins sem
reynst hefur blekking. Við búum
því nú við strangari reglugerð á
þessu sviði og þar af leiðandi meiri
kostnað en mörg Evrópuríki. Eftir-
litskostnaðuur í sláturhúsum hefur
einnig aukist verulega og mikill
kostnaður fylgir aukinni skipulags-
skyldu. Svo virðist sem æ fleiri geti
haft atvinnu af að líta eftir starf-
semi á landsbyggðinni þó að störf-
um í framleiðslu þar fækki. Land-
búnaðarráðuneytið er tengiliður
okkar við stjómkerfið og reglu-
gerðaflóð þess, því þyrfti vörn
ráðuneytisins á þessu sviði að vera
öflugri.
En það hafa einnig gerst jákvæðir
hlutir varðandi álögur á bændur.
Fasteignagjöld af íbúðarhúsum í
sveitum eru nú í fyrsta sinn um
langt skeið reiknuð að matsverði og
lækka því víða mikið. Eftir fimm
ára baráttu liggur nú fyrir að bruna-
bótamat bygginga í sveitum verður
endurreiknað með tilliti til aldurs
Þeirra sem mun lækka þennan
gjaldstofn vemlega. Þá er einnig
rétt að nefna að framlög til jöfnunar
námskostnaðar hafa verið aukin
verulega og framlög til niður-
greiðslu húshitunarkostnaðar hafa
einnig hækkað.
Síðast Búnaðarþing gerði kröfu
um að við breytingar á þjóðlendu-
lögum yrði eignarréttur þinglýstra
jarðeigna treystur. Alþingi taldi
ekki þörf á því og urðu ekki breyt-
ingar á þeim hluta laganna. Dómar
um eignarhald á landi í Ámessýslu
hafa ekki fallið enn og var miður að
ríkið skyldi ekki fresta annarri
kröfugerð þar til þeir dómar væru
fallnir. Kröfur ríkisins um eignar-
hald á landi í Austur-Skaftafells-
sýslu voru því jafn ósanngjamar og
kröfugerð á hendur Ámesingum.
Við umræður um þær kröfur kom
þó fram hjá mörgum alþingismönn-
um að þeir hefðu ekki ætlað nkinu
þann eignarhlut sem það nú krefst.
Ætíð er slæmt ef ákvarðanir og til-
skipanir eru óskýrar en með sama
hætti og eðlilegt er að dómarar
skýri dóma sína fyrir Alþingi hlýtur
að vera eðlilegt að alþingismenn
skýri óljósa lagasetningu sína fyrir
þeim dómurum sem dæma eftir
lögunum. Því virðist tilefni til að
horfa með nokkurri bjartsýni til
niðurstaðna Óbyggðanefndar.
Hugsanleg aðild íslands
að ESB?
Á liðnu ári hefur verið mikil um-
ræða um stöðu Islendinga í Evr-
ópusamstarfi og hugsanlega aðild
íslands að Evrópusambandinu. Ut-
anríkisráðherra flutti Alþingi í apríl
sl. skýrslu um áhrif aðildar þar sem
m.a. kom fram að aðild myndi
þrengja mjög að flestum greinum
landbúnaðarins. Á vegum Fram-
sóknarflokksins hefur síðan verið
unnið að frekari athugun á fyrir-
komulagi Evrópusamstarfs og er
niðurstaða þeirrar vinnu sú að væn-
legast sé að treysta samstarfið
gegnum áframhaldandi aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu.
Við höfum gegnum norrænt sam-
starf reynt að fylgjast með þróun
þessara mála á Norðurlöndunum,
ekki síst í Noregi, en gangi Noregur
í Evrópusambandið eigum við fárra
kosta völ. Á liðnu vori var meiri-
hluti Norðmanna fylgjandi aðild
og voru norskir bændur þá mjög
áhyggjufullir og kviðu nýjum þjóð-
félagsátökum en þeir voru í forystu
andstöðu við inngöngu árið 1995
og sköpuðu sér með því óvild
margra valdamikilla stjórnmála-
manna. Nú hafa hlutföll breyst og
pR€VR 3/2001 - 25