Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 19

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 19
til þings. Hann kvað þjóðlendumál- ið vera eitt stærsta mál sem yfir bændur, landeigendur og vörslu- menn lands hefur dunið. Bænda- samtökin hafa haft mikil afskipti af málinu, en Sigurður Líndal, próf- essor, hefur verið bakhjarl fyrir þá lögfræðinga sem unnið hafa að málinu fyrir bændur. Stjórn Bændasamtakanna hefur fylgst vel með umræðunni. Hann kvað virð- ingu sína fyrir fyrir alþingismönn- um hafa hrapað mikið á fundinum í A-Skaftafellssýslu nú nýverið. All- ir tjáðu þeir þá skoðun sína að þetta hefði ekki verið þeirra meining. Þeir lýstu því jafnframt yfir að þeir ætluðu að taka til hendinni ef illa færi. Þeir fóru hins vegar ekki eftir þeim ábendingum sem Bændasam- tökin höfðu við lögin áður en þau voru samþykkt á síðasta ári. Bænd- ur verða að halda vöku sinni heima í héruðunum. Þá fjallaði hann um sauðfjársamninginn og gæðastýr- inguna og minnti á þá viljayfirlýs- ingu í sambandi við gróðurvemd og landgræðslu sem var undirrituð í tengslum við samninginn. Land- græðslan virðist helst ekki vilja koma að málinu, en landbúnaðar- ráðherra verður að beita sér í þeim efnum. Hann kvaðst hafa átt sæti í nefnd þeirri sem endurskoðað hafi lögin um búfjárhald og beindi því til þeirrar þingnefndar, sem fengi málið til umfjöllunar, að hún kall- aði fulltrúa sveitarfélaganna í nefndinni fyrir sig. Nefndin sendi drög að lögunum víða til umsagnar, en Landgræðslan sendi til baka nýtt frumvarp. Til að viðhalda hollustu og hreinleika íslenskra landbúnað- arafurða verðum við að efla Að- fangaeftirlitið. Fylgjast þarf vel með þeim vömm sem fluttar em hingað, þ.e. landbúnaðarvörum, rekstrarvörum, áburði o.s.frv. Hreinleiki náttúmnnar og víðáttan er það sem heillar útlendinga mest við Island. 28. Guðmundur Grétar Guð- mundsson bauð nýja fulltrúa vel- komna til þings. Hann kvað fjar- skiptamál vera í miklum brenni- depli hjá bændum. Helstu þrösk- uldarnir í dreifbýlinu eru ónóg flutningsgeta. Búið er að lofa úr- bótum innan ákveðins tíma, en vafasamt er að það takist. Ráðgjöf og fræðsla í landbúnaði mun í framtíðinni færast meira inn á þessa braut. Endurhanna þarf vef Bændasamtakanna vegna þessa. í samvinnu við aðrar landbúnaðar- stofnanir er nú í gangi skoðun á möguleikanum á samrekstri heima- síða með sameiginlegum gagna- grunni allra stofnanna á einum stað. Engu að síður verður hver stofnun að hafa sinn sérvef með sínum séreinkennum. Þetta er hluti af þeirri gagnrýni á Bændasamtök- in að þau séu ekki nógu dugleg við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Afkoma bænda er ekki góð, en margt hefur þar áhrif. Staða búvaranna tekur stöðugum breyt- ingum á markaðnum, en með auk- inni samkeppni og opnara umhveifi verða möguleikar bænda til að stjóma verði og framboði minni. Þá er fákeppni á smásölustiginu vax- andi vandamál. Sú fækkun sem orðið hefur á landsbyggðinni breyt- ir búsetuskilyrðum þeirra sem eftir eru. Stjórn Bændasamtakanna hef- ur óskað eftir viðræðum við Sam- band íslenskra sveitarfélaga um sameiginlegu hagsmunamál, ekki síst skólamálin, fjallskilamál, forðagæslu, frágang frárennslis o.fl. Næsta stjóm samtakanna verð- ur að halda málinu áfram og ná samvinnu við sveitarfélögin. Að lokum fjallaði hann um sauðfjár- samninginn og kvaðst þeirrar skoð- unar að ef ekki hefði verið sett inn ákvæðið um gæðastýringuna hefðu ekki náðst þeir fjármunir inn í samninginn sem raun varð á. 29. Arnar Bjarni Eiríksson fjall- aði um fjárhagsvanda búnaðarsam- bandanna og kvað einfalt að leysa hann. Fara verður út í stórfelldan samruna þeirra þannig að eftir standi einungis tvær leiðbeininga- miðstöðvar, þ.e. ein fyrir sunnan og ein fyrir norðan. Fjarskiptaum- hverfið í dag er orðið það fullkom- ið að engir annmarkar ættu að vera á því að sinna öllu landinu frá þess- um tveimur stöðum. í framhaldinu væri síðan eðlilegt að Bændasam- tökin flyttu starfsemi sína á um- rædda tvo staði. Við getum ekki leyft okkur að halda úti svo víð- feðmu félagskerfi með ekki fleiri, og sífækkandi, bændur. Velvilji neytenda í garð bænda um þessar mundir kann að vera mikill, en neytendur á Islandi hugsa fyrst og fremst um verð og fituinnihaldi varanna eins og glöggt kemur fram í könnun sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Innflutningur á jógúrt til landsins jókst um 700% á síðasta ári og inn- flutningur á ostum um 65%, en alls jafngildir þessi innflutningur fram- leiðslu á 20 meðalstórum kúabú- um. Lágvöruverðskrafan er ekki síðri hér en í nágrannalöndunum og því verðum við að halda áfram að hagræða í framleiðslunni eins og frekast er kostur. Því höfum við ekki efni á að hafna tilraun á borð við NRF-tilraunina. NRF-tilraunin ætti hins vegar ekki að vera til um- fjöllunar á búnaðarþingi enda ein- göngu málefni kúabænda. Að lok- um benti hann á að ekki væri ólík- legt að landbúnaðurinn yrði gerður að einhvers konar skiptimynt í milliríkjasamningum. 30. Guðmundur Jónsson bauð nýja fulltrúa velkomna til þings. Hann ljallaði síðan um búíjársjúk- dómamálin í Evrópu og benti á að gin- og klaufaveikin þar tengdist ekki verksmiðjubúskap, heldur frek- ar þeim búskaparháttum sem land- búnaðarkerfi ESB byði upp á, þ.e. fijálsum flutningi búijár. Við hljót- um að varast slíkt við umræðu um inngöngu Islands í ESB. Þá fjallaði hann um ímynd landbúnaðarins og kvað þá ímynd geta hrunið til grunna í einu vetfangi ef upp kæmu tilfelli salmónellu- eða kamfýlóbaktersýk- inga. Menn verða að geta staðið við það, sent þeir eru að tala urn, þegar fR6VR 3/2001 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.