Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 38

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 38
vísa málinu til stjórnar Bændasam- taka Islands Samþykkt samhljóða. Lækkun húshitunarkostnaðar Búnaðarþing 2001 samþykkir að vísa málinu til stjómar Bændasam- taka íslands, til áframhaldandi vinnslu. Samþykkt samhljóða. Húsnæði til skammtíma- dvalar bænda á höfuðborgarsvæðinu Búnaðarþing 2001 samþykkir að vísa málinu til stjórnar Bændasam- taka íslands Samþykkt samhljóða. Skattlagning veiðileigutekna Búnaðarþing 2001 skorar á ríkis- stjóm íslands og Alþingi að leiðrétta með lagabreytingu það misrétti sem viðgengst í skattlagningu tekna af veiðileigu. Bændur, sem hafa veiðileigutekjur og stunda búrekstur á jörðum sínum, þurfa að greiða fullan tekjuskatt af veiðileigunni á sama tíma og aðrir jarðeigendur, sem ekki stunda atvinnurekstur á jörðum sínum, geta talið fram tekjur af veiðileigu sem fasteignaleigu og greitt aðeins 10% skatt. Greinargerð: Hlunnindi eru nýtt með tvennu móti, annars vegar hlunnindi sem byggjast að mestu á vinnu bóndans, svo sem æðardúnn, rekaviður, lax- og silungsveiði í net, og hins vegar nýting með leigu. Veiðifélög víða um land hafa á hendi leigu veiði- réttar. Þau starfa sarnkv. lögum nr. 76/1970 um lax og silungsveiði og bera ekki sjálfstæða skattskyldu samkv. lögum nr. 75/1981. Veiðileigan er leiga á fasteign og því ekki eiginlegur hluti af atvinnu- rekstri bóndans. Það er óhjákvæmilegt að taka til endurskoðunar skattalega meðferð veiðileigutekna til að leiðrétta það mikla ójafnræði sem nú viðgengst. Þessi mismunun vinnur beinlínis gegn hagsmunum dreifbýlis og er í engu samræmi við byggðastefnu Alþingis. Samþykkt samhljóða. Umhverfis- og jarðræktarnefnd Fegrun sveita og eyðing úrgangs Búnaðarþing 2001 fagnar því að landbúnaðarráðuneytið ýtti úr vör verkefninu “Fegurri sveitir” sl. sumar í samvinnu við fleiri aðila. Þingið hvetur eindregið til þess að framhald verði á verkefninu þang- að til viðunandi árangur hefur náðst í fegrun og hreinsun til sveita. Þingið bendir á að eitt mikilvæg- asta verkefni í umhverfismálum allra sveita landsins er að leita leiða til endurvinnslu og/eða förgunar rúlluplasts. Þá leggur þingið til að landbúnaðarráðuneyti og umhverf- isráðuneyti taki höndum saman og fjármagni umhverfisverkefni, svo sem fjöruhreinsun. Á fjörur landsins hefur allvíða safnast verulegt magn plastefna, s.s. umbúða og veiðarfæra af ýmsu tagi. Mjög brýnt er að kanna tilurð þessa sorps og annars vegar að finna leiðir til þess að girða fyrir að þessi efni berist á fjörur landsins og hins vegar að gera átak af hálfu hins opinbera til þess að hreinsa þetta rusl. Þess vegna á fjöruhreinsunin best heima hjá ríkisvaldinu. Greinargerð: Verulegur árangur hefur orðið í sveitum landsins í verkefnum und- anfarinna ára við fegrun og hreins- un. Því er mjög brýnt að treysta þessi verkefni fjárhagslega þannig að stofnunum og sveitarfélögum gefist áfram kostur á að taka þátt í verkefninu. Förgun rúlluplasts er viðvarandi vandamál í sveitum landsins. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til endurvinnslu þess með misgóð- um árangri. Nauðsynlegt er að kanna út í hörgul hagkvæmni þess að endurvinna plastið með ein- hverjum hætti. Reynist slfkt ekki hagkvæmt er nauðsynlegt að minna sveitarfélögin á skyldur sínar varð- andi förgun. Heppilegast væri að verkefnið „Fegurri sveitir“ hefði forgöngu um að leita leiða til af- setningar rúlluplasts og nýtingu ónýtra heyrúlla til landgræðslu. Ljóst er að sorp það er liggur víða á fjörum landsins er í engu samræmi við búsetu eða fólksfjölda á viðkomandi svæði. Magn þess er einnig oft í öfugu samhengi við fjárhagslega getu viðkomandi sveitarfélaga til að annast hreinsun enda er ruslið sjaldnast af völdum viðkomandi íbúa. Samþykkt samhljóða. Vatnsveitur í sveitum Búnaðarþing 2001 fagnar því að á ný eiga bændur kost á framlögum til stofnkostnaðar við vatnsveitur, enda mikilvægt að öll býli hafi til nota öruggt og heilnæmt vatn bæði fyrir fólk og fénað. Því vill búnað- arþing hvetja sveitarfélög til að beita sér fyrir úrbótum varðandi neysluvatn í sveitum. Greinargerð: Með lagabreytingum og útgáfu reglugerðar í lok síðasta árs var þeirri skipan komið á að bændur geta sótt um framlög til vatnsveitna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir milligöngu BI. Vatnsveitur gerðar á árunum 1999 og 2000 munu einn- ig njóta framlaga úr sjóðnum. Framlag má nema allt að 44% stofnkostnaðar og má árleg heildar- fjárhæð framlaga sjóðsins nema allt að 25 milljónum króna. Skilyrði styrkveitingar til vatnsveitna bænda er að sveitarfélag telji ekki hagkvæmara að leggja samveitu að viðkomandi bæ. Á síðasta sumri og fyrr í vetur hafa komið upp vandamál við vatnsöflun á allmörgum sveitabæj- um víða unt landið. Slíkt er ekki viðunandi ástand, hvorki gagnvart 38 - pR€YR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.