Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 18
Sigurður Loftsson, Steinsholti, og Jón Benediktsson, Auðnum. rekstur afurðastöðvanna er bænd- um gífurlega mikils virði, en bænd- ur verða að verja stöðu sína í þeim miklu hræringum sem nú eiga sér stað í málefnum þeirra. Það vakti athygli hans hversu þau mál sem fyrir þinginu liggja eru misvel fram sett. Hann taldi það verða mjög til bóta ef stjórn Bændasamtakanna fengi heimild til þess að endur- senda illa unnin mál og biðja um betri vinnslu á þeim. Bændum fer stöðugt fækkandi og því er það mikilvægt að bæði kynin séu virkj- uð í félagsmálum stéttarinnar. Auka þarf hlut kvenna í forystu- sveit bænda og það þurfa menn líka að hafa í huga við stjómarkjör á þessu þingi. 25. Georg Jón Jónsson bauð nýja fulltrúa velkomna til starfa og þakkaði fyrir góðar setningarræður og framlögð gögn. Þinginu er skammtaður naumur tími til að af- greiða fyrirliggjandi mál með sóma. Kvaðst hann óttast að af- greiðsla einhverra þeirra gæti því orðið með handahófskenndum hætti. Vanda verður betur undir- búning þeirra mála sem lögð eru fyrir þingið. Hann kvað hugmynd Hilmars Össurarsonar um að Bændasamtökin fengju lögfræðing til liðs við sig vegna þjóðlendumál- anna vera góða. Þegar þjóðlendu- lögin voru fyrst kynnt var ein- göngu verið að fjalla um hálendi Is- lands, en nú nær þetta allt niður í fjöruborð. Kröfugerð ríkisvaldsins er með ólíkindum og þeir dómar, sem hafa fallið í Hæstarétti að und- anförnu um eignarrétt lands, vekja manni ekki bjartsýni um niðurstöð- umar í Amessýslu. í lögunum um búfjárhald er enn höggvið í sama knérunn og kostnaðinum við eftir- litið varpað yfir á búfjáreigandann. Stöðugt er verið að bæta álögum og eftirlitsgjöldum á bændur. Varðandi gæðastýringarákvæði sauðfjár- samningsins kvaðst hann þeirrai' skoðunar að þeir bændur einir, sem geta staðið sig innan gæðastýring- arinnar, eigi möguleika til framtíð- ar. Við verðum að líta á gæðastýr- inguna sem þróunarverkefni og það mun taka allan samningstímann að koma henni í viðunandi horf. Ef við notumst við þrjú boðorð um fram- kvæmd hennar, þ.e. að hún verði í senn einföld í framkvæmd, ódýr og auðskilin, bæði fyrir bændur og neytendur, þá mun hún ganga upp. En án gæðastýringar getum við ekki tryggt hollustu og hreinlæti framleiðslunnar. 26. Jón Gíslason kvað sér vera efst í huga þeir miklu fjármunir sem færu í félagskerfi landbúnaðarins og taldi nýtingu þeirra slæma. Búnaðargjaldið, sem innheimt var af bændum, nam kr. 425 milljónir á sl. ári. Félagskerfið er of umfangs- mikið og ijármunimir dreifast of mikið. Sóknarfærin í lækkun bún- aðargjaldsins liggja í því að ein- falda kerfið, m.a. með því að þjappa saman starfsemi búnaðar- sambanda og búgreinafélaga heima í héruðunum. Við megum ekki dreifa kröftunum þar. Endurskoðun búnaðarsamningsins er í uppnámi. í þeim efnum voru kúasæðingamar honum efst í huga, en ennfremur kynbótastarfið í nautgriparæktinni í heild. Hinn mikli niðurskurður til kúasæðinganna á undanförnum ár- um hefur rýrt allt kynbótastarfið. Sterk réttindi frjótæknanna, s.s. biðlaunaréttur o.þ.h. veldur búnað- arsamböndunum vandræðum við að endurskipleggja sæðingarstarf- ið. Búnaðarþing þarf að álykta um að fjárveitingar til sæðinganna verði stórauknar. NRF-málið er í biðstöðu, en búið er að afmarka fjármuni til verkefnisins. Nýta mætti þá fjármuni, sem til þess vom ætlaðir, til að styrkja kynbóta- starfið. Gæðastýringin var sú gulrót sem nýtt var til þess að ná sauðfjár- samningnum í gegn. Við verðum að útfæra hana á eins einfaldan hátt og frekast er kostur. Það er miður við samninginn að með honum er komið í bakið á þeirn bændum sem sinntu kallinu og aðlöguðu sig að innanlandsframleiðslunni á sínum tíma, því að þeir fá ekki jöfnunar- greiðslur nú. Framkvæmdanefnd búvörusamninga verður að skil- greina það á allra næstu dögum hvað eðlilegt sé að það taki þá, sem skáru niður vegna riðu, mörg ár að koma upp fullum fjárstofni. Viður- kenna þarf að það taki fimm ár að koma upp fullum fjárstofni og þeir fái þá jafnframt hlutdeild í jöfnun- argreiðslunum eins og aðrir þeir sem sauðfjárframleiðslu stunda. 27. Gunnar Sæmundsson bauð nýja fulltrúa og samtök velkomin 18 - FRGVR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.