Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 10
Skýrsla framkvæmdastjóra Bændasamtaka íslands Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Is- lands, flutti skýrslu um framvindu mála frá Búnaðarþingi 2000. Almennar umræður 1. Egill Sigurðsson þakkaði í fyrstu framlagðar skýrslur og gögn. Hann lagði áherslu á að við af- greiðslu á fyrirliggjandi tillögu um skipulag og kostun ráðgjafarþjón- ustunnar megi ekki undanskilja sjálf Bændasamtökin. Hann benti á að jafnstór hluti búnaðargjaldsins rynni til Bændasamtakanna og til búnaðarsambandanna til leiðbein- ingarþjónustu. Vilji bænda stendur ennfremur til þess að selja Hótel Sögu og flytja starfsemi Bænda- samtakanna út á land. Bændum finnst félagskerfið dýrt og þeir verða ekki varir við hvað verður um þá fjármuni sem þeir greiða í formi búnaðargjalds. 2. Jóhann Már Jóhannsson fjall- aði um nýjan sauðfjársamning og taldi marga hafa tekið fullmikið upp í sig um ágæti hans áður en far- ið er að reyna á hann. Sjálfur kvaðst hann hafa efasemdir um samninginn, en hann væri orðinn staðreynd og því verði að reyna að gera það besta úr honum sem hægt væri. Gæðastýringarþátt samnings- ins kvað hann vekja sér ugg í brjósti og þá sérstaklega gæða- handbókin sem nú væri til reynslu hjá sauðfjárbændum í N-Þingeyjar- sýslu. Fannst honum of miklar kröfur gerðar um hvers konar skráningar og skyldufærslur. Von- aðist hann til þess að rækilega verði vinsað úr henni eftir reynslukeyrsl- una og þannig komið í veg fyrir ástæðulausa skriffinnsku. 3. Sólrún Ólafsdóttir fagnaði fjölgun kvenna í röðum þingfull- trúa. Hún ræddi um kröfugerð fjár- málaráðuneytisins í þjóðlendumál- unum og kvað þar vera um að ræða aðför og tilraun til eignaupptöku hjá bændum. Ekkert mark er tekið á þinglýsingum og farið um túnfót bænda í kröfugerðinni. Hún lýsti furðu sinni á því að ekki skuli hafa verið beðið niðurstaðna úr Ámes- sýslunni áður en lögð var fram kröfugerð í A-Skaftafellssýslu. Þá þykjast alþingismenn vera voða- lega hissa yfir þessu öllu saman og segjast ekki hafa ætlað sér að ganga svo langt er þeir samþykktu lögin á sínum tíma. Næst fjallaði hún um þá sjúkdóma sem herjað hafa á bú- fénað í Evrópu og kvað íslenska bændur verða að vera vel á varð- bergi til að viðhalda hreinleika og hollustu afurða sinna. Við verðum að móta okkur stefnu þar sem hreinleiki og hollusta afurðanna er í fyriiTÚmi og verðum að geta sann- að það fyrir hverjum sem er með upprunavottun. Evrópskir bændur eru nú að súpa seyðið af gegndar- lausri framleiðni- og hagkvæmni- kröfu sem landbúnaður víða um heim hefur haft að leiðarljósi á kostnað náttúrunnar og dýraheil- brigði. Hún þakkaði Áburðarverk- smiðjunni fyrir auglýsingaherferð sína í fjölmiðlum þar sem vakin væri athygli á hreinleika íslenskrar náttúru. Helsta áhyggjuefni bænda um þessar mundir eru hin slöku kjör en skuldastaða fjölmargra bænda er mjög alvarleg og vextir hrikalega háir. Einnig má nefna hátt raforkuverð, vöntun á 3ja fasa rafmagni, lélegar samgöngur, fjar- skiptamál o.fl. Þá fjallaði hún um forritunarþjónustu Bændasamtak- anna og mikilvægi þess fyrir bænd- ur að hafa völ á góðum forritum, hvort sem um væri að ræða fyrir bókhald, ættbókar- eða afurða- skráningu eða annað það sem bú- rekstrinum tengdist. Landssíminn hefur lofað úrbótum í internetteng- ingum í sveitum landsins, en hún lýsti áhyggjum sínum yfir því hvað mun gerast þegar fyrirtækið verður selt. Er hægt að selja fyrirtækið með kvöð um slíka tengingu um allt land? Vegna hugmynda um skráningu á Fjávísi gegnum inter- netið lagði hún áherslu á að sauð- fjárbændur væru tekjulægsta stétt landsins og því mætti ekki bæta á þá miklum kostnaði sem slíkum Sólrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri í ræðustól. 10 - FRGVR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.