Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2003, Page 18

Freyr - 01.02.2003, Page 18
Gunnar á Stóru-Ökrum með börnum sínum, Sindra og Berglindi, og hundinum Káti. (Ljósm. Iris Olga Lúðvíksdóttir). áhugasama verktaka sem tilbúnir hafa verið í slaginn hverju sinni. A það við um jarðvinnslu, hey- skap, skítakstur, kornskurð og fleira er lítur að vinnu við hefð- bundinn landbúnað. Tilhögun heyskapar Til ársins 2000 tók vinna við íyrri slátt að jafnaði rúmar þrjár vikur. Tíu þurra daga tók að fylla tuminn þannig að ekki þyrfti að bæta á hann aftur. Það sem eftir var af heyskapnum tók alltaf ein- hverja þurrkdaga. Arið 1998, fyrta árið sem verktaki sá um að koma í plast því heyi sem ekki fór í tum- inn, tók fyrri sláttur 12 daga. Þá gat ég lokið honum öllum sam- hliða því að fylla tuminn. Arið 2002 tók fyrri sláttur aðeins 4 daga (sjá 1. töflu) og tuminn ekki lengur notaður undir hey. Venjulega ræði ég við verktak- ann snemma vors um magn og verð fyrir þjónustu hans á kom- andi surnri. Hann tekur fast gjald fyrir baggann. Fyrri sláttur hefst þegar vallarfoxgras er að byrja skrið. Þá hef ég rætt við verktak- ann og við fest tíma á verkið, með fyrirvara um veður. Eg hef venju- lega sumamianninn með mér í heyskapnum og sér hann um að snúa heyinu, en ég slæ og garða. Þegar veðurútlit er gott þá slæ ég fyrst allt fjölæra rýgresið, en það liggur venjulega lengst, 3-4 daga. Öllu heyi er snúið strax eft- ir slátt. I raun er snúningsvélin í gangi frá kl. 8.00 til 19.00 þessa fjóra daga ef ekki rignir. A öðrum degi er sleginn helmingur túnanna sem eftir er, um 16 ha. A þriðja degi er afgangur túnanna sleginn og ef þurrkur er góður þá bindum við það sem slegið var á öðrum degi. I góðum þurrki er afgangur- inn af heyjunum bundinn á fjórða degi eftir að sláttur hófst, en oftast liggur heyið þó einum degi leng- ur. Ég legg mikið upp úr því að hey úr fyrri slætti sé vel þurrt, helst yfir 50% þe. Mér fínnst mikilvægt að vera ekki háður verktakanum um minn vinnutíma, t.d. við að raka heyinu í garða. Ég vil vera búinn að koma því í garða fyrir klukkan 19.00 til að röskun á kvöldmjöltum sé sem minnst. Eins og sjá má í 1. töflu tekur fyrri slátturinn lygilega stuttan tíma. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því að eftir er að aka heyi heim, hirða hána og þriðja slátt af rý- gresinu. Mikilvægt er að aðgengi að tún- unum sé sem greiðast. Þannig hef ég markvisst breikkað öll ræsi og hlið, svo að ekki þurfi að setja tæki í flutningsstöðu til að komast inn á og milli túna. Þá er einnig mikilvægt að skepnum séu ekki á beit við túnin meðan heyjað er því að best er að þurfa ekki að opna og loka hliðum nema í byrjun og við lok heyskapar. Ég hef haft þá reglu að taka heysýni (hirðingarsýni) með ákveðnu millibili í heyskapnum og fá þannig gott yfirlit yfir gæði heyjanna, venjulega 3-4 sýni úr fyrri slætti. Fram til ársins 2000 kornu alltaf nokkur sýni sem stóð- ust ekki kröfur sem gera á til kúa- fóðurs. Orkugildið var á bilinu 0,72 - 0,86 FEm/kg þurrefnis fram til þess tíma. Eftir 2000, þegar allur fyrri sláttur er tekinn á sama tíma, eru heygæðin mun jafnari. Síðastliðin þrjú ár hafa verið 0,80 - 0,87 FEm/kg þurrefn- is (sjá 1. töflu). Þá eru sýni úr fjöl- æru rýgresi ekki tekin með, en þau hafa mælst allt að 0,96 FEm/kg þurrefnis. Auðvitað endurspegla þessi heygæði einnig það að end- urræktun túna hefur með árunum skilað jafnbetri heyjum. Fráárinu 1993 hafa öll tún búsins verið endurræktuð. Jöfn gæði fyrrisláttar gera fóðr- un og allar áætlanir um hana mun auðveldari. Þetta tel ég mikið atriði fyrir mjólkurframleiðendur. Síðustu ár hef ég unnið markvisst að því að minnka notkun aðkeypts kjamfóðurs en auka hlut heima- ræktaðs byggs í fóðrun kúnna. Arið 1998 var kjamfóðumotkunin 114 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.