Freyr - 01.02.2003, Side 21
Asýnd og skipulag bújarða
Inngangur
I könnunum hefur komið fram
að meðalaldur búrekstrarbygg-
inga hér hefur hækkað verulega á
undanfömum árum og af þeirri
ástæðu einni er aukin þörf fyrir
endumýjun. Önnur tilefni em af
ýmsum toga og nefna má að
mjólkurframleiðslan er að færast
á færri hendur og þau bú því að
stækka með tilheyrandi nýbygg-
ingum og breytingum. Sömu sögu
er að segja í alifugla- og svína-
rækt. Þó að ekki sé aukning í
sauðfjárræktinni eru margir
bændur að endurbæta húsin og
nokkur ný em að rísa. Mikil
aukning er í öðmm greinum, eins
og ferðaþjónustu og skógrækt.
Þessi staða, ásamt eðlilegum við-
gangi í búskapnum, leiðir til að
mjög margir bændur standa í
byggingaframkvæmdum, bæði
nýbyggingum, endurbótum og
breytingum. I verkefninu „Feg-
urri sveitir“, sem landbúnaðarráð-
herra, Guðni Agústsson, hrinti i
ffamkvæmd árið 2000 bar þessi
mál á góma. Einnig er tilefnið að
þeir opinberir aðilar, sem koma
að byggingamálefnum dreifbýlis-
ins, verða oft varir við að ásýnd
býlanna, afstaða og innra skipu-
lag er ekki nægilegur gaumur gef-
inn. Algengara er en áður að þeir
sem hanna og skipuleggja húsin
hafa ekki búfræðilegan bakgmnn
og koma jafnvel aldrei á bygg-
ingastað. Bygginganefndirnar
hafa takmarkað umboð til af-
skipta af þessum málum svo
fremi sem mannvirkin uppfylla
lög og reglugerðir enda ekki með
þau gögn í höndunum eða fag-
þekkingu sem þarf til aðgerða.
ÁSÝND BÚJARDA
Af bæ þeim helst sá örmull eini:
A eyðivelli rœktarlausum
stóð sauðahús. Úr hellusteini
var hleðslan gerð og moldar-
hnausum,
og hliðarveggjum var hlaðið
saman,
og hellublöðum mœnir reftur,
en glugginn skjár á gafli
framan
I glufu undir þekju krepptur.
Þannig hefst ágæt grein sem
Þórir Baldvinsson skrifar 1968
um byggingar í sveitum. Kvæðið
er eftir Stephan G. Stephansson og
lýsir snilldarlega í fáum orðum
húsaefni Islendinga í þúsund ár. I
grein sinni segir Þórir ennfremur
orðrétt:
„Nýju byggingamar í sveitum
og bæjum hafa lengi verið að íjar-
lægjast allt, sem kallazt getur stíll
eða hefðbundið svipmót. I stað
þess eru komin eins konar tízku-
fyrirbæri, sem sjaldan endast
lengur en áratug í senn. Fyrir
eftir
Grétar Einarsson,
Bútæknideild
RALA,
Hvanneyri
og
Ólaf Guðmundsson,
bygginga-
fulltrúa
nokkrum árum vom flest öll hús
með valmaþökum til sjávar og
sveita, og síðasta áratug hafa
skúrþök verið allsráðandi. Nú síð-
ast em lág risþök aftur í uppsigl-
ingu, að því er virðist. Fólkið vill
fá það sem mest er í tízku, og arki-
tektamir em líka böm síns tíma.
Þó fara þessi tízkufyrirbæri betur í
Haukholt í Hrunamannahreppi. Byggingar falla vel að umhverfi og gott
samræmi er á milli nýrri og eldri bygginga. Aðskilin umferð að íbúðarhúsi
og útihúsum. (Ljósm. Gunnar M. Jónasson).
Freyr 1/2003 - 17 |