Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 28
Jónas R Jónsson tók næst til máls og fór hann yfir starf sitt sem og stöðu útflutningsmála hrossa til Ameríku. Hann segir starfíð vítt og telur að forgangsraða þurfi verkefn- um en þau virðast óendanleg. Hann segir að það þurfí tíma, peninga og þolimæði til að ná fótfestu í Amer- íku. Markmið hans er að stækka kaupendahópinn en hingað til hafa það einkum verið konur á miðjum aldri sem hafa keypt hestinn. Hug- myndir um samvinnu við háskóla og hestaklúbba í Bandaríkjunum em efst á baugi. Eitt stærsta vanda- mál þama ytra er að við höfúm þar ekki atvinnuleyfi og er það eitt fyrsta verkefhi sem þarf að koma í lag. Það vantar fólk til Ameríku sem vill búa þar og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Næstur á dagskrá var Gunnar Amarson en hann segir að það þurfí að leggja áherslu á að menn merki hross sín, mikið hafi áunnist en betur má ef duga skal. Hann seg- ist ánægður með gæðavottunar- kerfíð og vill geta boðið til kaups sem flesta hesta með A vottunar gæðastimpil. Gunnar kom inn á fé- lagslega uppbyggingu hesta- mennskunnar og vill halda þeirri stefnu að hrossaræktendur og áhugamenn séu vel aðgreindir. Hann segir flutning hrossa með skipum nánast hætt og fagnar því með dýravemdunarsjónarmið í huga. Hann segir hrossasölu búna að vera i lægð undanfarið en er viss um að við eigum eftir að sjá bjart- ari tíma í þeim efnum. Agúst Sigurðsson tók næstur til máls og rakti þau verkefni sem Atakið hefur staðið fyrir og tekið þátt í. Hann segir m.a. WorldFeng hafa verið forgangsverkefhi og er sá mikilvægi gagnabanki orðinn al- þjóðlegur. Knapamerkjakerfið er komið í endanlegan búning og er búið að kynna það töluvert. Eitt af verkefnum Ataksins em kynningar- og útgáfumál og lagði verkefnið fé í að koma eiðfaxa neti á koppinn. Einnig vom lagðir fjármunir í blað- ið Eiðfaxa sem stóð orðið tæpt á tímabili. Vonir standa til að það fé, sem sett hefúr verið í Eiðfaxa, fáist til baka með sölu bréfanna þegar fyrirtækið hefúr ná fótfestu. Ataks- verkefhinu lýkur árið 2004. Þessa dagana er verið að skipuleggja rannsóknarátak á landsvísu í sam- vinnu við Hólaskóla, Hestamiðstöð íslands, Framleiðnisjóð o.fl. Deildimar skiluðu inn skýrslu um starf sitt ffá síðasta formanna- fúndi og virðist það vera blómlegt í mörgum deildum á sama tíma og aðrar draga lappimar. Fram kom að aðstandendur kynbótadóma hafa breytt vinnubrögðum í dóm- störfum þ.e.a.s. byggingardæmt öll hross í einu í góðri aðstöðu innandyra og riðið þeim svo til dóms annars staðar. Þetta fyrir- komulag hefúr mælst vel fyrir. HM 2003 Heimsmeistaramótið var haldið í Heming í Danmörku í sumar og em menn sammála um að aldrei hafi tekist jafh vel til. Mótsstaðurinn rúmgóður og þægilegur og ekki spillti ffábært veður fyrir ánægju keppenda sem og áhorfenda. Arangur íslenska liðsins var ffá- bær og unnust margir glæstir sigrar. ísland sendi fúllskipað lið kynbóta- hrossa en einungis tvö þeirra fóm ffá Islandi, hin komu erlendis ffá. Nokkur gull komu í hlut Islendinga og eitt heimsmet í einkunn var sett. Það var Daníel Jónsson með hest- inn Sjóla ffá Dalbæ. Fagráð Bændasamtök Islands tilnefna þrjá menn í Fagráð en Fhrb. fjóra, þar af er formaður sjálfkjörinn og varaformaður varamaður hans. Stjóm Fhrb. hefúr ákveðið að skipa tvo menn annað árið og einn mann hitt árið ásamt formanni. Akveðið var að tilnefha þetta árið Olaf H. Einarsson formann FT, í stað Guð- mundar Jónssonar, og Jón Friðriks- son á Vatnsleysu, í stað Þóris Isólfs- sonar. Varamaður Olafs verður Atli Guðmundsson varaformaður FT og varamaður Jóns verður Herdís Ein- arsdóttir í Grafarkoti. Þessir aðilar em tilnefndir til tveggja ára. A næsta ári verður tilnefndur einn aðili ásamt formanni. Fagráð verður þá þannig skipað ffá Fhrb.: Kristinn Guðnason for- maður, Jósef Valgarð Þorvaldsson, Olafúr Hafsteinn Einarsson og Jón Friðriksson. Hægt er að nálgast fúndargerðir Fagráðsins á heimsíðu Bændasam- takanna, www.bondi.is Kjötframleiðendur ehf. Af Kjötffamleiðendum em eng- ar stórfféttir eins og staðan er í dag. Flutt hefúr verið út hrossakjöt bæði til Italíu og Japans á þessu ári og er hrossakjötsútflutningur í ár þó nokkm minni en 2003. Bæði hefúr markaðurinn á Italíu verið ffemur daufúr og eins er ffamboð á slátur- hrossum mun minna en undanfarin ár. Það má sennilega rekja til þess að skilaverð til bænda hefúr verið lágt á árinu. Auk þess er fóður nóg og hrossum hefúr sennilega fækkað eitthvað. Hvort tveggja í sjálfú sér gott en má þó ekki leiða til þess að ekkert ffamboð verði á sláturhrossum. Þá er hætta á að Italíumarkaðurinn tapist, en hann er nauðsynlegur til að taka við um- ffamhrossum, eins og hrossabænd- ur hafa margsinnis undirstrikað. Útflutningur Utflumingur hrossa stefnir í að vera nrjög sambærilegur og árið 2002. Á árinu 2002 vom flutt út 1510 hross og þann 8. desember 2003 vom farin 1422 en eitthvað á eftir að fara út ennþá. Fækkun hef- ur orðið til nokkuð margra landa og er staðan þann 8.12. t.d. að til USA em 106 hross farin í stað 194 sem 128 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.