Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 33

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 33
árs 2000 og mun ljúka árið 2004. Aðalvinnan fór fram á árinu 2001, þ.e.a.s. námskeið og einstaklings- bundin ráðgjöf, en eftir það er um að ræða heimsóknir þar sem könnuð er eftirfylgni og markmið uppfærð eftir því sem við á. Islenska sendiráðið í Stokk- hólmi stóð að, í samráði við ýmsa aðila, Islandsdegi í Stokkhólmi 28. maí 2003. Að því tilefni var gefínn altygjaður hestur, sem ætl- aður er til notkunar við þjálfun fatlaðra einstaklinga. Leitað var til Hestamiðstöðvar um að leggja þessu máli lið með 250.000 kr. framlagi en það gerðu einnig Ut- flutnings- og markaðsráð og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins. Á árinu var stofnað embættið Umboðsmaður íslenska hestsins, sem er fímm ára átaksverkefni ætlað til kynningar og markaðs- setningar á íslenska hestinum. Hestamiðstöð Islands styrkir þetta verkefni um kr. 3 milljónir árlega árin 2003 og 2004. Stjóm Hestamiðstöðvar ákvað að láta vinna skýrslu þar sem skil- greint yrði verkefni sem hefur vinnuheitið “Hestafulltrúi Skaga- íjarðar”. I skýrslunni er m.a. reynt að greina umsvif hestamennsk- unnar í Skagafírði, verkefni sem þarf að vinna eru skilgreind og bent á mögulegan farveg, sem mætti stýra þeim í, gerðar tillögur að tjármögnun og fjárhagsáætlun. Þá eru gerðar tillögur um bak- gmnn eða rekstrarform verkefnis- ins. Atvinnuþróunarfélagið Hring- ur vann þessa skýrslu og er í und- irbúningi að gera slíka úttekt á landsvísu. Hestamiðstöð Islands á hlut í fé- laginu Islensk hrossakynning ehf. á móti Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga og Ragnari Eiríks- syni. Islensk hrossakynning er vefsiða www.horse.is þar sem hrossaræktendur geta keypt sér aðgang fyrir heimsíður sínar og síðan uppfært sjálfir að eigin geð- þótta. Endurbætur á vefsetrinu hafa tekið nokkum tíma en þeim er nú lokið og síðan sem óðast að taka á sig mynd og ætti, þegar þetta birtist, að vera orðnar sýni- legar á vefnum. Hestamiðstöð íslands er stærsti hluthafi í Fluga hf. sem á og rekur Reiðhöllina Svaðastaði á Sauðár- króki. Mjög öflugt og fjölþætt starf fer fram í Reiðhöllinni sem skiptir sköpum fyrir hestatengda starfsemi í Skagafirði og gætir áhrifanna raunar víðar. Styrkir Á árinu 2003 veitti Hestamið- stöð íslands eftirfarandi styrki: Styrkir á árinu 2003. Æskan og hesturinn, sýning í Reiðhöllinni í Víðidal kr. 100.000 Nemendafélag Fjölbrautaskóla Nl. vestra á Sauöárkróki kr. 50.000 Hestamannafél. Hörður vegna „Litlu hestahandbókarinnar“ kr. 250.000 Fjóröungsmót Austurlands kr. 75.000 Æskulýðsnefnd LH vegna æskulýðsmóts á Skógarhólum kr. 50.000 Fákaflug á Vindheimamelum kr. 50.000 íshestar vegna komu blaöamanna frá „Horse Connection" kr. 100.000 Stefán Steinþórsson vegna myndbands um járningar kr. 250.000 Benedikt Líndal vegna myndbands um þjálfun kr. 400.000 Hestasamlagið Hrafn, samstarfssamningur um hestatengda ferðaþiónustu kr. 2.000.000 Samtals styrkir 2003 kr. 3.325.000 Moli Sex ríkustu lönd ESB VILJA STÖDVA ÚTGJALDA- AUKNINGU TIL SAMBANDSINS Ríkisstjórnir sex landa ESB vilja setja þak á fjárlög sam- bandsins eftir plgun aðildarlanda þess. Þessi lönd, sem greiða meira til ESB en þau fá til baka, vilja að fjárlög þess fari ekki yfir eitt prósent af samanlagðri þjóð- arframleiðslu aðildarlandanna. Þessi lönd eru Þýskaland, Frakkland, Holland, Bretland, Svíþjóð og Austurríki og þessari skoðun sinni hafa þau komið á framfæri við framkvæmdastjóra ESB, Romano Prodi. Eins og sakir standa eru þessi mörk nú, 1,24% af þjóðarfram- leiðslu ESB. Snemma árs 2004 hefjast við- ræður um langtímastefnumörk- un í fjárlagnagerð sambandsins. Rikin sex krefjast þess að á fjár- lagatímabilinu 2007-2013 standi útgjöld ESB í stað. Fyrirséð er að það yrði á kostnað framlaga til landbúnaðar, m.a. til Spánar, írlands, eystri hluta Þýskalands en umfram allt til hinna 10 nýju landa sambandsins. Romano Prodi hafnaði þess- um kröfum. Hann telur að ESB sé ófært um að standa við skyld- ur sínar með tekjumörkum upp á eitt prósent þjóðartekna aðildar- landa. Prodi bendir á að ESB geti ekki samtímis staðið við þá ákvörðun sína að auka hernað- arlegum mátt sinn, jafnframt því að draga úr útgjöldum sínum. Þá bendir hann á að aðildarlöndun- um beri að sýna fátækum svæð- um sambandsins samstöðu og styrkja landbúnað í löndum þess hér eftir sem hingað til. (Landsbygdens Folk nr. 51 - 52/2003). Freyr 10/2003 - 33 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.