Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 61

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 61
Sjúkdómurinn hefúr einnig til- hneigingu til að breiðast út um liðina með aldrinum. Spatt hefur tiltölulega lítil áhrif á notagildi hrossa framan af en eftir 13 vetra aldurinn skilur greinilega á milli þar sem hross með röntgenbreytingar eru frekar felld en hross án röntgenbreyt- inga. Beygjupróf á hæklum hefur mest gildi fyrir mat á horfum hrossa sem eru með röntgenbreyt- ingar þar sem hross með bæði þessi einkenni hafa marktækt minni endingu en hross sem hafa aðeins annað þeirra. Helti eftir beygipróf án röntgenbreytinga hefúr minna að segja um horfur hrossanna en röntgenbreytingar einar og sér. Krappt hom hækilsins er tengt sjúkdómnum en ekki er hægt að útiloka að sá litli en hámarktæki munur sem þar kom fram sé af- leiðing sjúkdómsins fremur en áhættuþáttur. Aðrir byggingargall- ar, s.s. náhækla fótstaða, hafa ekki verið útilokaðir þar sem nákvæm- ari mælingar skortir til að leggja mat á áhrif þeirra. Ekkert kom fram sem bendir til þess að álag, sem fylgir tamningu, þjálfun eða notkun hrossa til reiðar sé orsök sjúkdómsins né hafí áhrif á þróun hans. Ekkert bendir heldur til þess að tölt sé orsakavaldur sjúkdómsins. Erfðir em samkvæmt þessari rannsókn mikilvægasti orsaka- þáttur sjúkdómsins þar sem norm- aldreifð áhrif margra gena em tal- in liggja að baki. Vísbendingar komu fram um að erfðaáhrifin geti, a.m.k. að hluta til, legið í byggingargöllum eða óheppilegri gerð liðanna (liðflata og/eða stuðningsvefja) sem geri þá óstöðuga. Þetta veldur óeðli- legu álagi á brjósk og bein flötu liða hækilsins og leiðir til brjósk- eyðingar í þeim. Hversu snemma Mynd 12. Mismunur á endingu hrossa eftir niðurstöðu spattprófunar. bijóskeyðing tekur að þróast og hversu alvarlegar og útbreiddar liðskemmdirnar verða, fer að miklu leyti eftir því hversu mikill meðfæddur veikleiki (óstöðug- leiki) er fyrir hendi hjá hveiju hrossi um sig. Ef veikleikinn er ekki mikill þróast sjúkdómurinn ekki frekar, t.d. við að vöðvar og bandvefur þroskast og gera liðinn stöðugri. I mörgum tilfellum þró- ast brjóskeyðingin þó áfram í breytingar á beini og verða þá sýnilegar á röntgenmyndum (röntgenbreytingar). A því stigi næst oft stöðugleiki og sjúkdóm- urinn þróast ekki frekar. Hjá u.þ.b. helmingi hrossa með röntgen- breytingar heldur niðurbrotsferill- inn þó áfram, liðskemmdirnar verða útbreiddari og bólga kemur í liðhimnuna og aðra mjúka vefi liðanna. Þá aukast líkumar vera- lega á langvinnri helti. Val á kynbótahrossum út ffá niðurstöðu röntgenmyndatöku eða beygiprófs á hæklum væri til þess fallið að lækka tíðni sjúk- dómsins í hrossastofninum. Röntgenmyndataka er öruggari greiningaraðferð en beygiprófið og því vænlegri til árangurs. Mik- ilvægast er að varast að nota til undaneldis stóðhesta og hryssur sem greinst hafa ung með rönt- genbreytingar þar sem gera má ráð fyrir að þau beri með sér mestan veikleika fyrir sjúkdómn- um. Þakkir Öllum sem lögðu verkefninu lið er þakkað óeigingjamt starf í þágu íslenska hestsins. Hestaeigendum, sem fómuðu dýrmætum tíma og lögðu á sig ferðalög til að taka þátt í verkefninu, er sérstaklega þakkað fyrir að hafa lagt okkur til þann góða efnivið sem raun ber vitni. Rannsóknin var styrkt af Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins, Rann- sóknarráði Islands, Utflutnings- og markaðsnefnd íslenska hests- ins og tryggingarfélaginu Agria í Svíþjóð. Nokkrar greinar um sama efni: Amason, Th. and Bjomsdottir, S. Heritability of age-at-onset of bone spavin in Icelandic horses estimated by survival analysis. Livestock Production Science 79 (2003) 285- 293. Axelsson, M., Eksell, P., Ronéus, B., Broström, H., and Carlsten, J. (1998) Relationship Between Hind limb Lameness and Radiographic Signs of Bone Spavin in Icelandi Horses in Sweden. Acta Vet. Scamd. 39 (2), 349 - 357. Axelsson M., Björnsdottir S., Eksell P., Haggström J., Sigurðsson H. and Carlsten J. Risk factors associ- ated with hind limb lameness and degenerative joint disease in the distal tarsus of Icelandic horses. Equine Veterinary Joumal 33 (2001) 84-90. Björnsdottir S., Arnason Th., Axelsson M., Eksell P., Sigurðsson H. Freyr 10/2003 - 61 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.