Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 36
Mynd 2. Notað var sérhannað bogmál til að mæli þvermál pungsins. mælikvarði á eistnastærðina þó svo að tvöföld þykkt húðarinnar sé þar meðtalin. Hjá hestum á aldrinum 2-3 vetra á þvermál pungsins að vera a.m.k. 8 sm og ekki minna en 10 sm hjá hestum sem eru 5 vetra og eldri (3, 11). Bæði eistun verða að liggja í pungnum og ekki er leyfilegt að hestar séu með náraslit eða pung- slit (þ.e. þarmar í pungnum) (1, 38, 39). Ekki má muna meiru en 50% á stærð eistnanna ef hestar eiga að teljast hæfir til undaneldis (37, 38, 39) og ef stærðarmunur er 30 - 50% er það skráð og fylgst með frjóseminni. Hér er átt við rúmmál eistnanna. Ef snúningur er á eistum er það skráð og tekið inn í heildarmatið á hestinum en gerir hann ekki óhæf- an nema fleira sé að (10, 11, 37, 38,40,41). Við mat á gæðum sæðis eru oft- ast gerðar kröfur um meira en 50% hreyfanleika og að meira en 50% sæðisfrumnanna séu eðlileg- ar að gerð (3, 18). Fjöldi sæðis- frumna er reiknaður sem meðaltal úr tveim sáðlátum. Kröfur um lág- marksgildi geta verið breytilegar milli kynbótafélaga. Kynhvöt skal vera eðlileg (12). í nokkrum kyn- bótafélögum í nágrannalöndunum fá stóðhestar „ræktunarleyfi“ í takmarkaðan fjölda ára (37, 38, 39, 42). Eftir þann tíma eru gerð- ar kröfur um að fanghlutfallið sé hærra en 50% eða nýtt frjósemis- mat. Oft er gerð krafa um frjósem- ismat við sölu á stóðhestum og til að áætla hversu mörgum hryssum hestamir geta sinnt yfir æxlunar- tímabilið (3, 11, 40). Hér á landi er frjósemismat á stóðhestum ekki innifalið í hinu hefðbundna ræktunarstarfi. Frá og með þessu ári em eistu þó skoðuð og mæld í kynbótadómi. Komi fram gallar eða gmnur um galla skulu hestamir skoðaðir nánar af dýralækni. Markmid Megin markmið þessa verkefnis var að skoða breytileika í stærð og gerð eistna hjá fúllorðnum stóð- hestum á Islandi. Einnig að kanna fylgni eistnastærðar við aldur, stærð (hæð á herðakamb og um- mál framhnjáliðar) og hæfileika- einkunn. Efniviður og aðferðir Hestar I markhópi rannsóknarinnar vom allir stóðhestar sem komu til einstaklingsdóms á Landsmóti hestamanna árið 2002, alls 63 hestar. Tækifæri gafst til að skoða eistun á 59 þeirra og að mæla þvermál pungsins á 54 hestum. Einnig var tilsvarandi mæling gerð á einum stóðhesti sem mætt- ur var til keppni á Landsmótinu og byggir rannsóknin því á mæl- ingum á 55 hestum og skoðun á 60 hestum. Af mældum hestum vora 11 hestar fjögurra vetra, 25 fimm vetra og 19 hestar sex vetra eða eldri. Meðalaldur allra 60 hestanna var 5,3 vetur. Hestamir vora skoðaðir strax að lokinni hæfileikasýningu, á meðan þeir köstuðu mæðinni, og vora þeir alla jafna mjög rólegir og auðvelt að skoða þá. Orsakir þess að ekki gafst færi á að framkvæma mæl- ingar hjá 9 hrossum vora óróleiki (3), tímaskortur hjá knöpum (3) og hjá þremur hestum var aðeins eitt eista í pungnum við skoðun- ina. Klínísk skoðun og mælingar Pungurinn var þreifaður og lega eistnanna, stærð og þéttleiki met- inn. Öll frávik frá eðlilegum eist- um vora skráð. Þá var þvermál pungsins (frá hlið til hliðar) mælt með þar til gerðu bogmáli (mynd 2) sem mælir þvermál pungs þar sem það er mest á meðan eistun- um var haldið þétt niðri í pungn- um (mynd 3). Mælingin var end- urtekin þrisvar sinnum íyrir hvem hest og meðaltal reiknað. Aðrar upplýsingar um hestana, svo sem hæð á herðakamb, hæfileikaein- kunn og ummál hnjáliðar vora fengnar úr gagnasafni Bændasam- taka Islands. | 36 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.