Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 63

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 63
Ræktunarráðstefna fagráðs í hrossarækt Hin árlega ræktunarráð- stefna fagráðs í hrossa- rækt var haldin 15. nóv- ember sl. í tengslum við upp- skeruhátíð hestamanna. Þetta er þriðja árið sem ráðstefnan er haldin og virðist hestamönnum líka þetta form vel því að þátt- taka fer vaxandi með hverju ár- inu. Á ráðstefnunni voru fastir liðir, eins og tilnefningar til ræktunarmanns ársins og veit- ing viðurkenninga fyrir þátt- töku í gæðakerfi BI. Þá voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar fluttir en að þessu sinni var sjónum einkum beint að kort- lagningu ágripa hjá hrossum, auk almennrar endingar. Valberg Sigfusson flutti fróðlegt erindi sem hann nefhdi Ending og förgunarástæður íslenskra hrossa. Erindi þetta byggði hann á spán- nýrri MSc-ritgerð sinni í kynbóta- ffæði ffá sænska landbúnaðarhá- skólanum. Ritgerðin byggði á gögnum um æviferil 772 hrossa, fædd árin 1980-1985 og 1990- 1991 hjá 21 ræktanda víðs vegar um landið, en markmiðið var að kanna endingu og algengustu förg- unarástæður. Athygliverð en ekki óvænt niðurstaða rannsóknarinnar er hversu endingargóður íslenski hesturinn er en við 18 vetra aldur má gera ráð fyrir að helmingur hrossanna, sem til skoðunar voru, sé enn á lífi. Þau hross sem heltast úr lestinni má flokka í tvo hópa, þ.e. annars vegar þau sem felld eru vegna ónógra gæða og hins vegar þau sem féllu af óhjákvæmilegum ástæðum. Algengustu þekktar or- sakir í fyrmefnda hópnum eru fækkun ræktunarhryssna og slæmt geðslag en í þeim síðamefnda helti og slys. Valberg lét þess getið að til þess að fá heildstæðari mynd af endingu og afdrifum íslenskra hrossa þyrffi að tengja betur saman ýmsar upplýsingar og bæta aðrar, s.s þátttöku í keppnum, afdrifa- skráningar í skýrsluhaldinu og skráningar dýralækna. Þrjú erindi voru flutt um fóta- ágrip hjá hrossum sem af mörgum hefur verið talið vaxandi vanda- mál. Ágúst Sigurðsson gerði grein fyrir þeim gögnum sem tiltæk em úr ræktunarstarfmu og tengja rnætti þessu atriði. I hans máli kom fram að erfðaframfarir í rétt- leika fóta hafi verið hægar en samt sem áður mælanlegar. Þá kom fram að fremur algengt er að íslensk hross séu útskeif á fram- fótum og nágeng á afturfótum sem em áhættuþættir þegar kernur að ágripum. Ágúst taldi að safna þyrfti meiri og betri gögnum um tíðni og eðli ágripa. Sigurður Torfi Sigurðsson jámingamaður flutti erindi um jámingar og skeifur með tilliti til ágripahættu. Hann ræddi um mikilvægi faglegra vinnubragða við járningar og skýrði út þær aðferðir sem beitt er til að forðast ágrip. Þórður Þorgeirsson, tamninga- og sýningamaður, flutt mjög at- hygliverðan fyrirlestur þar sem hann skýrði út ýmsa þætti tengda reiðmennskunni og umgjörð sýn- inganna sem geta haft áhrif á tíðni ágripa. Kjaminn í máli Þórðar var að í allt að helmingi ágripstilfella væri um það að ræða að gerðar væm of miklar kröfur til hestsins. Hann vildi koma af stað vakningu meðal hestamanna fyrir hestvænni sýningum og sanngjamari kröfum til hrossanna. í þeim tilgangi taldi hann m.a. nauðsynlegt að setja saman leiðbeiningar um hvað telj- ist innan skynsamlegra marka í þeim efnum. Fulltrúar þeirra hrossaræktarbúa er voru tilnefnd sem ræktunarbú ársins. Frá vinstri: Gunnar og Kristbjörg í Auðsholtshjáleigu, Magni I Árgerði, Brynj- ar i Feti, Hildur og Skapti á Hafsteinsstöðum, Þormar á Hvolsvelli og Helgi i Kjarri. Freysmynd: Hannes Sigurjónsson. mL1 K Jflj A iL^ Ha Freyr 10/2003 - 63 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.