Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 52

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 52
sér að nýta þær til að gefa yfirlit um einkenni afkvæmahópa. I töflu 1 er gefið yfirlit um tíðni at- hugasemdanna hjá nokkrum af af- kvæmaflestu stóðhestum landsins, auk kynbótamats þeirra fyrir rétt- leika. Eins og sjá má í töflunni er mjög algengt að íslensk hross séu útskeif á framfótum (29%) og aft- urfætur séu nágengir (23%). Lík- legt er að innskeifir og nágengir afturfætur séu hættulegasta fót- staðan hvað ágrip varðar en reyndar er ekki mikið um að aftur- fætur séu innskeifir (4%). Stóð- hestamir, sem fram koma í töfl- unni, em þeir hestar sem efstir stóðu í kynbótamati aðaleinkunn- ar sl. ár með 50 eða fleiri dæmd afkvæmi. Þama stendur langefstur Gustur frá Hóli með 131 stig fyrir réttleika og ef litið er á afkvæma- hópinn þá einkennir hann greini- lega réttir afturfætur og mjög lítið um nágengni. Svipað má segja um Svart frá Unalæk sem stendur ágætlega í kynbótamati fyrir rétt- leika og einnig Hrafn ffá Holts- múla. Orri frá Þúfu sker sig á hinn bóginn nokkuð úr hvað varðar ná- genga afturfætur en sú athuga- semd er skráð hjá 40% afkvæma hans. Rétt er að benda á að samantekt á þessu formi byggir auðvitað á óleiðréttum gögnum og ekkert til- lit tekið til mæðranna í þessu til- felli en líklega mætti þó draga ffam nytsamlegar upplýsingar fyr- ir þá stóðhesta sem eiga allstóran hóp dæmdra afkvæma. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um alla aðra eiginleika sem athugasemdir em skráðar við. Frekari gagnaöflun Veikleiki réttleikadómsins er að hann er framkvæmdur þar sem hesturinn er ekki undir álagi, þ.e. án knapa og á lítilli ferð. Leiða má líkur að því að skoðun á réttleika undir fullu álagi gæfi réttari mynd og notadrýgri upplýsingar. Athug- andi er hvort hægt er að koma við stafrænni kvikmyndun á réttleik- anum sem mætti síðan meta með skoðun eða jafnvel tölvugrein- ingu. Annað sem mætti hugsanlega gera til þess að skerpa á þessum þætti er að skoða hvem hest strax að lokinni sýningu m.t.t. ágripa og skrá niður nákvæmlega hvar og hvers eðlis þau em. Þessu mætti bæta inn í hina reglubundnu vinnu við sýningamar þar sem fótabún- aður er hvort sem er alltaf skoðað- ur. Þáttur járninganna Útdráttur úr erindi Gests Páls Júliussonar, dýralœknis og jám- ingamanns. Agrip hjá íslenskum hestum er ákveðið vandamál í dag en kröf- umar á hestana hafa einnig aukist mikið undanfarin ár. Agrip verður að líta alvarlegum augum þar sem þau geta verið mjög hættuleg. Af- lífa hefur þurft hesta sem hafa gripið illa á sig. Á siðasta lands- móti þurfti að sauma sex hesta og á kynbótasýningu í vor á Mel- gerðismelum 2003, tvo hesta. Ágrip: 1. Afturhófur slær skástæðan framfót á tölti eða skeiði. 2. Afturhófur strýkur hinn aftur- fótinn 3. Framhófur strýkur hinn fram- fótinn 4. Hesturinn lyfitir og kreppir svo mikið að slær upp i olnbogana á sér. Agripin sem eru til umrœðu til- heyra hóp 1 og kallast krosságrip eða ”cross fire. ” Hægt er að skipta þeim svo nið- ur í nokkra flokka efitir því hvem- ig afturhófurinn kemur við fram- fótinn: 1. Skeifuna 2. Hófinn 3. Þófann 4. Hófhvarfið 5. Kjúkuliðinn 6. Legginn neðanvert 7. Legginn ofanvert. Fótagerð, hófar og réttleiki geta veitt okkur miklar upplýsingar um hvaða hestar em æskilegir í rækt- un. Hestum með veikleika í bygg- ingu í þessum þremur punktum er hættara við ágripum en hesti sem er með sterka fætur, sem ber fæt- uma vel og er með góða hófa. Ofit em ágrip orsök þess að hesturinn er ekki alveg heill. Votar sinar, bólgur í sinum og liðum, geta valdið því að hesturinn kemur ekki rétt niður og nær ekki að fyl- gja sér og gripur á sig. Gott er að leita álits dýralæknis ef gmnur leikur á um meiðsli. Réttleikinn og fótstaða em sennilega bestu mælikvarðamir sem við höfum ef við ætlum að reyna rækta burtu ágrip. Nágengir, útskeifír og kjúkulangir hestar, sem bera fæt- uma út—inn—út eru í mestri hættu fýrir ágripum. Spuming er hvort ekki væri betra að dæma réttleika í reið því að sumir hestar gleikka sporið þegar þeir auka hraða en sumir er jafn nágengir, jafnvel ennþá nær sér. Hófurinn skiptir mjög miklu máli þegar hestur stígur niður. Þyngdin, sem kemur á hverja löpp, er fimmfold þyngd hests og knapa. Hófurinn er ákveðinn dempari sem tekur mesta höggið þannig að hófamir þurfa að vera efnisgóðir, sterkir og vel lagaðir. Flatbotna hestar með lága hæla em ekki æskilegir í ræktun. Járningar. Við getum haft mest áhrif á fót- stöðu, réttleika og hófa meðan hesturinn er að vaxa. Efitir það getum við ekki haft eins mikil | 52 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.