Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 7
Molar SKÓGAR Á JÖRÐINNl FARA MINNKANDI Á næstu 10-20 árum hverfa allt að 40% af ósnortnum skógum á jörðinni. Það fullyrða samtökin Global Forest Watch en þau byggja upplýsingar sínar á myndatökum gervitungla. Það sem veldur því að skógar fara minnkandi er skógarhögg, námu- gröftur, þar sem eyða þarf skógi, og vegagerð. Nýleg skýrsla samtakanna lýsir ástandinu í stórum hluta Suður- Ameríku, Rússlandi, Mið-Afríku, Norður-Ameríku og í Indónesíu. Samkvæmt skýrslunni er ástand skóganna verra en áður var talið. Að áliti samtakanna er varla lengur að finna nein stærri óhreyfð skógarsvæði. “Græna teppið” á jörðinni er i raun allt útkrotað af vegum, námum og auðum svæðum eftir skó- garhögg. Ástandið í Rússlandi er einkum áhyggjuefni. Þar er að finna ósamhangandi leifar af ósnortinni náttúru þar sem mikið skó- garhögg hefur verið stundað eða skógur hefur horfið á annan hátt. í Norður-Ameríku er innan við helmingur af skógi vöxnu landi á svæðum sem eru 200 ferkílóme- trar eða meira að stærð. Yfir 90% þessara svæða eru í Alaska eða Kanada. Sunnar í álfunni eru einungis 6% af skógunum “tiltölulega” ósnortnir og einungis 17% þessara skóga eru friðaðir. Ástæða þess, hvernig komið er, er óskynsamleg nýting skó- ganna, skortur á skipulagningu og spilling ráðamanna, að áliti Dirk Bryant, stofnanda sam- takanna. Hann telur að í framtíðinni muni skógarnir verða nokkurs konar “eyjar", garðar eða verndarsvæði sem liggja aðþrengt innan um land sem nýtt er til hins ýtrasta. Samkvæmt skýrslunni hafa fjölmörg lönd sett sér löggjöf um verndun skóga. Vandamálið er hins vegar það að lögunum er ekki fylgt. í Indónesíu eru t.d. um 70% af skógarhöggi ólögleg. í Mið-Afríku hafa verið veitt leyfi til að höggva um helming regn- skóganna. Engar áætlanir liggja hins vegar fyrir um skipulag þess skógarhöggs. Globel Forest Watch fylgir eftir athugunum sínum á ástandi skóga á jörðu niðri með upplýsingum frá gervitunglum. Samtökin hafa þegar komið á framfæri upplýsingum sem leitt hafa til betri meðferðar á skógum. Aðal styrktaraðili samtakanna er sænska húsgagnafyrirtækið IKEA og bankinn ABN-Amro. (Landsbygdens Folk nr. 16/2002). Dregur úr fækkun BÚJARÐA í DANMÖRKU Samkvæmt danskri könnun kemur í Ijós að fækkun setinna bújarða þar í landi hefur hægt á sér. Árið 2000 lagðist sjálfstæð- ur búrekstur niður á um eitt þús- und jörðum sem eru færri jaröir en undanfarandi ár. Það eru ábúð á miðlungs- stórum jörðum, sem einkum dregst saman, þ.e. jörðum með 30 - 150 ha ræktunarlands en stærri og minni jörðum í ábúð fjölgar. Alls eru nú búið á 53.500 jörð- um í Danmörku. Stórar jarðir, sem eru um 3000, eru með um 27% af jarðnæðinu. jarðir með búfé eru 70%, þar af 40% með nautgripi, 24% með svín, 8% ali- fugla, og 6% með sauðfé. Korn er ræktað á 57% ræktunarlands í Danmörku og 90% bænda rækta korn. Á einungis 16% lands er ræktað gras til heyöflunar á jörð- inni. Rúmlega 8% af landinu eða um 220 þúsund hektarar eru ekki í ræktun vegna framleiðslu- takmarkana. (Bondebladet nr. 16/2002). Danir flytja út MATVÆLI TIL 180 LANDA Danskur landbúnaður flytur út matvæli til um 180 landa um all- an heim. Þrír fjórðu hlutar út- flutningsins fer til átta landa, þar af fer mest til Þýskalands, Japans og Stóra-Bretlands, eða nálægt því helmingurinn. Sala til ríku landanna er traust en sala til landa með meðal- kaupgetu sveiflast upp og niður eftir efnahagsástandi þeirra. (Bondebladet nr. 16/2002). Heyrúllur á íbúa í Noregi hefur verið efnt til keppni um það í hvaða sveitar- félagi eru flestar heyrúllur á íbúa. Niðurstaðan er sú að sveitarfé- laginu Fjærland í Sogn- og Fjarðarfylki eru þær hlutfallslega flestar. Þar eru heyjaðar árlega um 8000 rúllur en íbúarnir eru um 300, þannig að þar eru rúm- lega 26 rúllur á íbúa. Þá er einnig í gangi keppni í Noregi um fallegustu teikningarn- ar á heyrúllum, en fólk sem vinn- ur að ímyndarsköpun fyrir land- búnaðinn mælir með því að brosandi andlit séu teiknuð á rúllurnar þar sem þær blasa við þjóðveginum. (Bondebladet nr. 14/2002). Freyr 4/2002 - 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.