Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 48

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 48
Dfinsk mjólkurframlelfisla er samkeppnlshmf Útdráttur úr erindi Susanne Clausen á ársfundi Dönsku nautgriparæktarsamtakanna í mars 2002 Seint á síðasta ári var birt viðamikil skýrsla sem unnin var á vegum RANNÍS um stöðu og þróunarhorfur í nautgriparækt á íslandi. I þes- sari skýrslu er m.a. álitsgcrð danskra sérfræðinga sem fengnir voru til að meta stöðu mjólkurframleiðslunnar hér á landi í við nágrannalöndin og er fyrst og fremst saman- burður við Danmörku og Noreg. Sá hluti þeirrar skýrslu var unninn af dönskum ráðu- naut, Susannc Clausen. Á árs- fundi Dönsku nautgriparækt- arsamtakanna í mars síðast- liðnum flutti hún erindi um stöðu danskrar mjólkurfram- leiðslu í alþjóðlcgu samhengi. Með tilvísun til áðurnefnds samanburðar milli Islands og Danmerkur virðist erindið geta verið forvitnilegt til að gera tilraun til að sjá íslenska mjólkurframleiðslu í alþjóð- legu samhengi. Þess vegna er þetta erindi endursagt hér á eftir. Verulegur hluti danskrar mjólk- ur fer í útflutningsafurðir. Staða danskra mjólkurframleiðenda ræðst því mjög af samkeppnis- stöðu gagnvart framleiðslu í öðr- um löndum. Um leið og allar hömlur í milliríkjaviðskiptum minnka ár frá ári verða sam- keppnisáhrifm meiri og augljós- ari. Því er enn mikilvægara en áður að meta samkeppnisstöðu danskra mjólkurframleiðenda í samanburði við stéttarbræður þeirra í öðrum löndum. Dönsk mjólkurframleiðsla í ALÞJÓDASAMHENGI Mjólkurframleiðsla í Dan- mörku var 4,72 miljarðar lítra ár- ið 2000. Það er um 1% af heims- framleiðslu mjólkur það árið og 4% af mjólkurframleiðslu ESB- landanna. Hlutur Danmerkur er því ekki stór í þessu samhengi. í framleiðslumagni eru risamir lönd eins og Indland, Bandaríkin, Rússland og Brasilía og innan ESB em það Þýskaland og Frakkland. Megnið af mjólk, sem framleitt er í heiminum, fer til innanlands- neyslu í viðkomandi landi, aðeins um 6% heildarframleiðslunnar eru seld á heimsmarkaði. Áhuga- vert er því að gera sér grein fyrir hvaða þjóðir eru fyrst og fremst að selja mjólkurafurðir á heims- markaði. í þeim viðskiptum em stærst ESB-löndin með 28%, Nýja-Sjáland með 29%, Ástralía 14% og Bandaríkin 2%. Hlut- fallstölumar miðast við árið 2000. Útflutningur Dana árið 2000 svaraði til 82% af ostaframleiðslu þeirra og 88% smjörframleiðsl- unnar. Af ostunum fara 59% og smjörinu 49% til sölu í löndum innan ESB. Afgangurinn fer á markaði utan sambandsins þar sem Austurlönd, bæði nær og fjær, em aðalmarkaðir. Til sam- anburðar er rétt að benda á að 16% af osti og 10% af smjöri í milliríkjaviðskiptum hjá ESB löndunum árið 2000 voru flutt til landa utan sambandsins. Mjólkurverð í Danmörku er með því hæsta sem gerist innan ESB og þar sem verð þar er al- mennt miklu hærra en í öðmm löndum er verð til danskra bænda með því hæsta í heiminum. I samanburði við þær þjóðir, sem Danir keppa við á heimsmarkaði, er danska verðið yfirleitt talsvert hærra. I samanburði við Nýja- Sjáland og Ástralíu er munurinn um 1 dönsk króna (10 krónur ís- lenskar) á kg mjólkur en munur- inn i samanburði við Bandaríkin er minni. Árið 2000 var verðið í Bandaríkjunum um 16 aumm (dönskum) lægra á kg mjólkur en í Bandaríkjunum en svo virðist hins vegar sem verðið þar vestra hafí verið 35 aurum hærra árið 2001 en í Danmörku. Mjólkur- verð til danskra bænda hefur ver- ið tiltölulega stöðugt síðustu árin þrátt fyrir það að stuðningur við útflutning hafi minnkað um helming frá 1995. Danskur mjólkuriðnaður hefur því aug- Ijóslega staðið sig vel í að fínna markaði fyrir mjólkurafúrðir á góðu verði. Bústærð í Danmörku er um 70 mjólkurkýr að meðaltali. Innan ESB em búin eingöngu stærri í Bretlandi þar sem meðalbúið er um 80 kýr. Til samanburðar er meðalbúið á Nýja-Sjálandi 210 kýr, 160 kýr í Ástralíu og í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.