Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 43

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 43
orðin veruleg hjá kálfum eldri en 3ja mánaða. Þetta skýrist trúlega af því að mokað var mun oftar út úr stóru stíunni þar sem elstu kálfamir voru. Þetta skekkir e.t.v. niðurstöðuna vegna þess að fyrst eftir að mokað er út, þarf að bæta miklum hálmi í stíuna. Hægt er að komast af með mun minni hálmnotkun ef mokað er sjaldnar út. I dönskum tilraunum hefur hálmnotkun verið að meðaltali 1,2 kg á hver 100 kg lífþunga (Hansen, 1996). Önnur líkleg skýring á þessari miklu hálmnotkun er að rými í stíum hafi ekki verið nægilegt en í töflu 1 má sjá viðmiðanir fýrir stíurými frá Danmörku. Draga má þær ályktanir að rými hjá eldri kálfunum (í stóm stíunni) hafi verið of lítið sem leiðir til aukinnar hálmnotkunar, annars vegar vegna þess að oftar þarf aó moka út úr stíunni og hins vegar vegna þess að hálmur- inn treðst meira og skemmist. Þetta skýrir e.t.v. hið mikla stökk í hálmnotkun sem kemur fram á mynd 1. Heilbrigði Heilbrigði kálfanna var al- mennt gott í hálmstíunum. Kálf- amir uxu að meðaltali um 620 g/dag íyrstu þrjá mánuðina sem er reyndar heldur minna en rannsóknir á Möðravöllum hafa sýnt (760 g/dag) (Laufey Bjama- dóttir, munnleg heimild). Þetta getur þó verið háð fleiri þáttum en aðbúnaði, s.s. fóðri, kyni o.fl. I tilrauninni vora heldur ekki nema 18 kálfar alls, og því erfitt að fullyrða nokkuð út frá þessum tölum. Á mynd 2 má sjá vöxt kálfanna á tímabilinu. Fæðingarþungi kálfa var að meðaltali 33 kg og við þriggja mánaða aldur vora þeir orðnir 88 kg að meðaltali (mynd 2). Van- höld vora engin meðan á athug- Tafla 2. Hálmnotkun og kostnaður fyrir hvern kálf við mismunandi aldur. Aldur í mánuðum Hálmnotkun á dag (kg) Verð á hálmi (kr./kg) Kostnaður á kálf (kq) 0-1 1,1 6 204 1-2 0,9 6 161 2-3 2,0 6 360 3-4 4,7 6 848 Kostnaður samtals 1.573 uninni stóð enda er talið að hálm- stíur hafi almennt jákvæð áhrif á vellíðan kálfa og þar með mót- stöðu gegn sjúkdómum (Friend og Dellmeier, 1988). Enginn kálfur fékk skitu eftir að hann var fluttur í stíuna en einn kálfur var kominn með skitu áður en hann kom þangað. Einn kálfur var haltur í þrjár vikur og má trúlega rekja það til burðarerfiðleika, enda var slysahætta sama og eng- in í stíunum. Sog virtist vera afar lítið. Vöxtur klaufa var mikill enda hafa kálfamir lítið færi á að slíta klaufum á hálmi. Það er því nauðsynlegt að snyrta klaufir reglulega á kálfum sem hafðir era mjög lengi í hálmstíum. Kálf- amir léku sér mikið og virtist al- mennt líða mjög vel. VlNNUÁLAG Vinna við umhirðu kálfa í hálmstíum umfram vinnu vegna kálfa á rimlum fólst fyrst og fremst í að bera hálminn undir og moka út úr stíunum. Yfirleitt mokuðu 1-2 menn út úr stíunum og tók það 10-20 mínútur í minni stíunum, en allt að 40 mínútur í stóra stíunni. Mokað var út með heykvísl og hálminum mokað í hjólbörar, nema úr stóra stíunni en þar var hálminum mokað beint í skóflu á dráttarvél. I eitt skipti var notaður heyskeri til að skipta hálminum í stóra stíunni í teninga og tók þá útmoksturinn mun styttri tíma. Hjá minnstu kálfunum var mokað út á 8-10 vikna ffesti en eftir því sem kálf- amir eltust þurfti að moka oftar út, enda meiri hálmur borinn undir eldri kálfa. í stóra stíunni hjá elstu kálfunum var mokað út á u.þ.b. 3ja vikna fresti. Kostnaður Kostnaður við að hafa kálfa á hálmi er lítill fyrstu þrjá mánuði aldurskeiðsins meðan hálmnotk- un er lítil. Kostnað við hvem kálf, sem hafður er á hálmi, má lesa út úr töflu 2 miðað við að hálmurinn kosti 6 kr./kg. Sé kálf- ur hafður á hálmi í fjóra mánuði þarf hann um 260 kg af hálmi og kostar það tæpar 1.600 kr. alls. Rúmlega helmingurinn af þeim kostnaði fellur til á 4. mánuðin- um. Niðurlag Þessi athugun sýnir að hálmur í undirburð fyrir ungkálfa er góður kostur. Heilbrigði kálfanna var Mynd 2. Vöxtur kátfa í hálmstíum. Freyr 4/2002 - 43 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.