Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 2

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 2
Altalað á kaffistofunni Af elturefnanámskelðl Hinn 30. nóvember 1987 var haldið eitur- efnanámskeið í Borgarnesi fyrir garð- yrkjumenn í Borgarfírði. Fyrirlesarar voru Hjalti Lúðvíksson, sem þá starfaði hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna, Jakob Kristinsson, sér- fræðingur í eiturefnafræði hjá Háskóla Islands, Víðir Kristjánsson hjá Vinnueftirliti ríkisins og Halldór Sverrisson og Sigurgeir Olafsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þórður Þórðarson, garðyrkjubóndi í Reit, í Reykholts- dal, var greinilega þreyttur að sitja undir löng- um erindum og fylgdist félagi hans, Sigfús Jónsson í Skrúð, með honum og setti saman eftirfarandi vísur: Sigurgeir rabbar um ránmaur og lýs, já, rétt er nú málin að kryjja. Það þarf allt að drepa, um það er haim vís, en Þórð minn er farið að syjja. Víðir hann útlistar alls konar dót sem öiyggi má okkur skapa. Hann þruglar um slysin og þau eru Ijót en Þórður erfarinn að gapa. Halldór vill upptendra brennisteinsbál og bendir á ahnœtti þvotta. Hann veit allt uin þess konar þrifnaðarmál en Þórður erfarinn að dotta. Jakob af innsœi upplýsir það að eitranir framkalli dofa. Þá á til lœknis að þjóta af stað en Þórður erfarinn að sofa. Hjalti með verkfæri, vélar og hjól sem vafalaust eru til bóta. Þetta eru allt saman þörfustu tól en Þórður erfarinn að hrjóta. Hér verður pöddunum illrœmdu eytt með eitri, það skilur hver sauður. Nú legg ég við hlustir en heyri ekki neitt. Eg held bara að Þórður sé dauður. (Heimildarmaður: Sigurgeir Olafsson). Molar Lágt verð á svína- KJÖTI í BANDARÍKJUNUM Verð á svínakjöti í Bandaríkj- unum féll um u.þ.b. 25% í apríl- mánuði sl. og er nú sannanlega undir framleiðslukostnaði. Mark- aðsfræðingar telja ástæðuna vera þá annars vegar að fram- boð á fuglakjöti hafi vaxið í Bandaríkjunum og hins vegar að dregið hafi út útflutningi á svína- kjöti. Vaxandi framboð á fuglakjöti stafar aftur af banni á innflutningi á fuglakjöti frá Bandaríkjunum til Rússlands, sem þó er talið að verði aðeins tímabundið. Af því hefur leitt það að mikið af ódýru fuglakjöti hefur farið í kjötvinnslu á kostnað svinakjöts. Þá hefur útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum mætt harðari samkeppni frá öðrum löndum, ekki síst frá Danmörku, eftir að vandamál vegna gin- og klaufa- veikinnar i Evrópu eru yfirstaðin. (Landsbladet nr. 16/2002). Kattamatur frádrátt- ARBÆR TIL SKATTS Hæstiréttur í Danmörku hefur falist á kröfu bónda um að draga kattamat frá skattskyldum tekj- um. Bóndinn, Karl Anker Svend- sen á Borgundarhólmi, er með 20 ketti sem hann heldur til að veiða rottur á bænum. Þar sem rottueitur er frádráttarbært til skatts taldi hann að kattamatur væri það einnig, þar sem hann notaði ekki rottueitur. Bæði skattstofan, áfrýjunar- nefnd í skattamálum, Yfirskatta- rétturinn (Landsskatteretten) og héraðsdómur (0stre Landsrett) höfnuðu kröfum bóndans, en Hæstiréttur féllst á þær. Þetta mál minnir á árangurs- lausa baráttu íslenskra bænda um að fá að færa fæði smala- hunda sem frádráttarlið á land- búnaðarframtali. (Landsbladet nr. 16/2002). [ 2 - Freyr 4/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.