Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 37
henta mjög vel til að gera ýmsa
útreikninga á nýtingu orku og
próteins til mjólkurframleiðslu
sem munu væntalega skjóta
styrkari stoðum undir fóðurkerfí
fyrir mjólkurkýr. Nú er í gangi
önnur tilraun þar sem reynt er að
afla meiri upplýsinga um áhrif
orkustyrks og kjamfóður/gróffóð-
urhlutfalls á efnainnihald í mjólk.
Ályktanir
Niðurstöður þessarar tilraunar
sýna að próteinstyrkur í fóðri fyr-
ir mjólkurkýr getur haft umtals-
verð áhrif á próteinhlutfall í
mjólk og þar af leiðandi verð-
mæti hennar bæði fyrir bóndann
og afurðastöðina.
Moli
Erfðabreytingar
SKAPA ÓRÓAí
LANDBÚNAÐI
Erfðabreytingar á nytjajurtum
fá mjög misjafnar móttökur
meðal almennings í löndum
ESB. i nafni samkeppninnar
ættu bændur í löndum sam-
bandsins að taka þeim tveim
höndum, en almenningur þar
kærir sig ekki um erfðabreytt
matvæli. Þetta skapar landbún-
aðinum erfiðleika, viðurkenndi
formaður Sambands þýskra
bænda, Deutscher Bauernver-
band, Gerd Sonnleitner, á ráð-
stefnu um erfðabreytt matvæli
nýlega.
Kostir og gallar við erfðabreyt-
ingatæknina var viðfangsefni
ráðstefnu sem haldin var í Berlín
nýlega á vegum þýsku bænda-
samtakanna, en markmið hennar
var að marka stefnu þess í þess-
um málaflokki.
Á heimsvísu er ræktun erfða-
breyttra nytjajurta þegar orðin
Þakkarorð
Þessi tilraun sem hér hefur ver-
ið skýrt frá er hluti af þriggja ára
verkefhi myndarlega styrktu af
Tæknisjóði RANNÍS, Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins og
Samtökum afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði.
Auk höfunda hafa fjölmargir
unnið að þessari tilraun og er
þeim hér með þakkað fyrir þeirra
mikilvæga framlag: Starfsmönn-
um Rannsóknarstofu mjólkuriðn-
aðarins, þeim Guðmundi, Þráni
og Sævari, fyrir efnagreiningar á
mjólk auk annarrar fyrirgreiðslu.
Bimu, Gunnlaugi og Védísi á
Fóðursviði RALA fyrir efna-
greiningar og aðra liðveislu.
Heimildir:
Bragi Líndal Ólafsson 1995. AAT-
PBV próteinkerfið fyrir jórturdýr. I
Ráðunautafundur 1995: 446-60.
Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes
Sveinbjömsson og Emma Eyþórs-
dóttir. Efnainnihald í mjólk. í: Ráðu-
nautafundur 2000: 158-170.
Lucas, H.L. 1974. Design and
Analysis of Feeding Experiments
with Milking Dairy Cattle. Institute
of Statistics Mimeo Series 18. North
Carolina State University, Raleigh,
North Carolina.
Ólafur Guðmundsson og Tryggvi
Eiríksson 1995. Breyting á orkumats-
kerfi fyrir jórturdýr. í: Ráðunauta-
fundur 1995: 39-45.
staðreynd, en slíkar jurtir eru
þegar ræktaðar á meira en 50
milljón hekturum. Þó að
Þýskaland sé þar ekki með þá
eru erfðabreytt matvæli í veru-
legu magni á borðum þýskra
neytenda. Þar á meðal má
nefna ensim og ger sem notað
er í matvælaiðnaði. Sama má
segja um afurðir úr sojabaun-
um og raspi, svo sem matar-
olíu.
íbúar í löndum ESB eru þó allt
annað en sannfærðir um gagn-
semi erfðatækninnar. Um 70%
eru á móti erfðabreyttum mat-
vælum og 95% vilja að neyt-
endur geti valið milli erfða-
breyttra og óerfðabreyttra mat-
væla.
Vandamál fyrir
LANDBÚNAÐINN
Gerd Sannleitner kvað þýska
bændur hafa leitast eftir því að
taka málefnalega afstöðu til
málsins og hvorki standa ein-
hliða með fræfyrirtækjum né
umhverfissamtökum. Hann benti
á að erfðatæknin gæfi ýmis ný
tækifæri en traust neytenda er
einnig mikilvægt. Hann benti
jafnframt á að hingað til hafi ver-
ið litið á framfarir í landbúnaði
sem framfarir fyrir landbúnaðinn.
Það er af hinu góða að fá stofna
nytjajurta, sem eru ónæmir fyrir
sjúkdómum á gróðri, en á hinn
bóginn þarf einnig að beina at-
hyglinni að hagkvæmninni fyrir
neytandann.
Þýskir bændur kalla eftir af-
dráttarlausari reglum um nýtingu
erfðatækninnar, þar á meðal að-
ferðum til að finna hvort matvæli
séu erfðabreytt og reglum um
merkingu þeirra á innan ESB.
Einhugur er um það í ESB að
aðgreina verði erfðabreytt mat-
væli frá öðrum og koma í veg
fyrir að þau blandist öðrum mat-
vælum, sagði Gerd Sonnleitner.
Um það er hann sammála land-
búnaðarstjóra sambandsins,
Franz Fischler.
(Landsbygdens Folk nr. 10/2002).
Freyr 4/2002 - 37 |