Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 37

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 37
henta mjög vel til að gera ýmsa útreikninga á nýtingu orku og próteins til mjólkurframleiðslu sem munu væntalega skjóta styrkari stoðum undir fóðurkerfí fyrir mjólkurkýr. Nú er í gangi önnur tilraun þar sem reynt er að afla meiri upplýsinga um áhrif orkustyrks og kjamfóður/gróffóð- urhlutfalls á efnainnihald í mjólk. Ályktanir Niðurstöður þessarar tilraunar sýna að próteinstyrkur í fóðri fyr- ir mjólkurkýr getur haft umtals- verð áhrif á próteinhlutfall í mjólk og þar af leiðandi verð- mæti hennar bæði fyrir bóndann og afurðastöðina. Moli Erfðabreytingar SKAPA ÓRÓAí LANDBÚNAÐI Erfðabreytingar á nytjajurtum fá mjög misjafnar móttökur meðal almennings í löndum ESB. i nafni samkeppninnar ættu bændur í löndum sam- bandsins að taka þeim tveim höndum, en almenningur þar kærir sig ekki um erfðabreytt matvæli. Þetta skapar landbún- aðinum erfiðleika, viðurkenndi formaður Sambands þýskra bænda, Deutscher Bauernver- band, Gerd Sonnleitner, á ráð- stefnu um erfðabreytt matvæli nýlega. Kostir og gallar við erfðabreyt- ingatæknina var viðfangsefni ráðstefnu sem haldin var í Berlín nýlega á vegum þýsku bænda- samtakanna, en markmið hennar var að marka stefnu þess í þess- um málaflokki. Á heimsvísu er ræktun erfða- breyttra nytjajurta þegar orðin Þakkarorð Þessi tilraun sem hér hefur ver- ið skýrt frá er hluti af þriggja ára verkefhi myndarlega styrktu af Tæknisjóði RANNÍS, Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og Samtökum afurðastöðva í mjólk- uriðnaði. Auk höfunda hafa fjölmargir unnið að þessari tilraun og er þeim hér með þakkað fyrir þeirra mikilvæga framlag: Starfsmönn- um Rannsóknarstofu mjólkuriðn- aðarins, þeim Guðmundi, Þráni og Sævari, fyrir efnagreiningar á mjólk auk annarrar fyrirgreiðslu. Bimu, Gunnlaugi og Védísi á Fóðursviði RALA fyrir efna- greiningar og aðra liðveislu. Heimildir: Bragi Líndal Ólafsson 1995. AAT- PBV próteinkerfið fyrir jórturdýr. I Ráðunautafundur 1995: 446-60. Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjömsson og Emma Eyþórs- dóttir. Efnainnihald í mjólk. í: Ráðu- nautafundur 2000: 158-170. Lucas, H.L. 1974. Design and Analysis of Feeding Experiments with Milking Dairy Cattle. Institute of Statistics Mimeo Series 18. North Carolina State University, Raleigh, North Carolina. Ólafur Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson 1995. Breyting á orkumats- kerfi fyrir jórturdýr. í: Ráðunauta- fundur 1995: 39-45. staðreynd, en slíkar jurtir eru þegar ræktaðar á meira en 50 milljón hekturum. Þó að Þýskaland sé þar ekki með þá eru erfðabreytt matvæli í veru- legu magni á borðum þýskra neytenda. Þar á meðal má nefna ensim og ger sem notað er í matvælaiðnaði. Sama má segja um afurðir úr sojabaun- um og raspi, svo sem matar- olíu. íbúar í löndum ESB eru þó allt annað en sannfærðir um gagn- semi erfðatækninnar. Um 70% eru á móti erfðabreyttum mat- vælum og 95% vilja að neyt- endur geti valið milli erfða- breyttra og óerfðabreyttra mat- væla. Vandamál fyrir LANDBÚNAÐINN Gerd Sannleitner kvað þýska bændur hafa leitast eftir því að taka málefnalega afstöðu til málsins og hvorki standa ein- hliða með fræfyrirtækjum né umhverfissamtökum. Hann benti á að erfðatæknin gæfi ýmis ný tækifæri en traust neytenda er einnig mikilvægt. Hann benti jafnframt á að hingað til hafi ver- ið litið á framfarir í landbúnaði sem framfarir fyrir landbúnaðinn. Það er af hinu góða að fá stofna nytjajurta, sem eru ónæmir fyrir sjúkdómum á gróðri, en á hinn bóginn þarf einnig að beina at- hyglinni að hagkvæmninni fyrir neytandann. Þýskir bændur kalla eftir af- dráttarlausari reglum um nýtingu erfðatækninnar, þar á meðal að- ferðum til að finna hvort matvæli séu erfðabreytt og reglum um merkingu þeirra á innan ESB. Einhugur er um það í ESB að aðgreina verði erfðabreytt mat- væli frá öðrum og koma í veg fyrir að þau blandist öðrum mat- vælum, sagði Gerd Sonnleitner. Um það er hann sammála land- búnaðarstjóra sambandsins, Franz Fischler. (Landsbygdens Folk nr. 10/2002). Freyr 4/2002 - 37 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.