Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Síða 21

Freyr - 01.05.2002, Síða 21
Mynd 1. Seifur 95001. Dætur hans eru mjólkurlagnar kýr, með öfluga bol- byggingu og góðar mjaltir. í prófun. Á sama hátt kann það að vekja spumingar um hvort mögulegt sé að um misfeðrun sé að ræða ef aðeins kemur fram ein hymd kýr í 80 dætra hópi. Vissar líkur em til þess. Um leið er rétt að benda á það, sem vafalítið er tilviljun, að helmingur af þessum nautum, sem erfa hom, veljast til frekari notkunar. Talsverð breidd er á stærð dætra undan einstökum nautum. Mikill meirihluti af þessum nautum er að gefa talsvert mikið af stómm og skrokkmiklum kúm og má þar sérstaklega benda á Seif 95001, Díla 95002, Biskup 95009, Glæsi 95025, Laufa 95026, Kjuða 95032 og Sprota 95036. Smávaxnar kýr vom helst undan Tindi 95006 og Gróanda 95038. Flest þessara nauta em að gefa kýr, sem hafa góða skrokkbygg- ingu, og nokkur þeirra gefa sér- staka glæsigripi þó að dætur Biskups 95009 séu þar í sérflokki en einnig em Seifur 95001 og Laufí 95026 að gefa mikinn fjölda af miklum glæsigripum. Yfirleitt em þessi naut að skila góðri júgurgerð hjá dætrunum þó að þar sé feikilega mikill munur á milli hópa. Dætur Talanda 95014, Vakanda 95016 og Sprota 95036 fá þannig að jafhaði 16,3 stig fyrir júgur og 16,2 stig að meðaltali fá kýr undan Biskupi 95009, Þerri 95015, Gust 95018, Gaula 95023, Túna 95024, Laufa 95026, Kjuða 95032 og Kmmma 95034. Mikla galla í júgurgerð var öðm fremur að finna hjá dætrum þeirra Vopna 95004 og Gróanda 95038. Spenagerð hjá dætmm þessara nauta var talsverð breytileg og um margt hvað veikasti þáttur hjá þessum kúm sumum. Einkum á þetta við um suma af sonum þeirra Daða og Anvara, sem báðir vom þekktir fyrir að gefa nokkuð af kúm með fremur langa og keilulagaða spena og þessi ein- kenni er auðvelt að sjá hjá dætr- um sumra af sonum þeirra. Ágæta spenagerð má samt fínna í sumum dætrahópanna og skulu þar einkum nefndar dætur Mars 95007, Soldáns 95010, Kjuða 95032 og Gróanda 95038. Spena- gallar em mest áberandi meðal dætra Vopna 95004 og Tinds 95006 og of langir spenar nokk- uð áberandi hjá dætmm Díla 95002 og Sprota 95036. Eins og áður segir vom þessi naut mörg að skila fallegum kúm þannig að heildareinkunn hjá mörgum hópanna verður góð. Besta útkomu, 82,9 stig, fengu dætur þeirra Biskups 95009 og Talanda 95014. Hópurinn undan Kmmma 95034 fékk 82,7 stig að jafnaði, undan Laufa 95026 82,6 stig og dætur Bletts 95008, Soldáns 95010 og Kjuða 95032 fengu að meðaltali 82,5 stig. Einkenni einstakra hópa Hér á eftir verður gerð tilraun til að benda í fáum setningum á helstu einkenni í einstökum dætrahópum. Seifur 95001. Rauður og rauð- huppóttur litur áberandi. Sterk- legar og fallegar kýr að bolbygg- ingu. Gallalitlar kýr. Díli 95002. Rauð- eða brand- skjöldóttar kýr margar. Stórar kýr. Júgurgerð gallalítil en nokk- uð um galla í spenagerð og spenastöðu. Vopni 95004. Rauður eða svartur litur áberandi meðal kúnna. Alltof stór hluti af þessum kúm gallagripir bæði í útlitsþátt- um og umgengniseiginleikum. Tindur 95006. Rauðar kýr áberandi. Vart meðalkýr um stærð og þaklaga malir. Áberandi mikið um galla bæði í spenagerð og spenastaðsetningu. Mars 95007. Rauðar kýr. Jafhar kýr að gerð og gallalitlar með góða spena. Mjaltir góðar. Blettur 95008. Rauðar og rauð- huppóttar að lit. Nokkuð jafnar kýr. Spenagerð breytileg. Gott skap. Biskup 95009. Rauður og bröndóttur gmnnlitur algengur og talsvert um skjöldóttar kýr. Ein- stakir glæsigripir að skrokkgerð. Mjög vel borið júgur en gróf spenagerð. Mjaltir og skap gott. Freyr 4/2002 - 21 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.