Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 28

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 28
Kynbótaelnkunnlr nauta 2002 Samkvæmt venju er birt tafla með kynbótamati þeirra nauta sem verið hafa í mestri notkun frá Nautastöð BÍ undanfarin ár og eiga þar af leiðandi mestan fjölda dætra í framleiðslu. Þarna má sjá kyn- bótaeinkunnir þessara nauta fyrir alla eiginleika sem með eru í ræktunarmarkmiðinu, auk nokkurra fleiri eiginleika. Einkunnir nautanna, sem fædd voru árið 1995 og voru í af- kvæmadóm að þessu sinni, er að flnna í töflu í greininni um afkvæmarannsóknina. Kynbótamarkmiðið er grund- völlur ræktunarstarfsins og þess vegna verður það aldrei of oft rifjað upp hvemig það er byggt upp. Það kemur fram í því hvaða vægi einstakar einkunnir hafa í heildareinkunn og er það þannig: Heildareinkunn = 0,60*afurða- magn + 0,10*mjaltir + 0,10*frumutala + 0,08*júgur + 0,04*spenar + 0,04*fijósemi + 0,04*skap. Mat á afurðamagni er eftir- farandi: Afurðamagn = 0,85*magn af mjólkurpróteini + 0,15*hlutfall próteins. I afúrðum er því miðað að því að auka eins mikið og kostur er magn af mjólkurpróteini með samt þeim skilyrðum að haldið sé óbreyttu próteinhlutfalli í mjólk og skýrir það sérstakt vægi á pró- teinhlutfallið. Væri aðeins valið fyrri magni próteins þá mundi próteinshlutfallið lækka örlítið með hverju ári. | 28 - Freyr 4/2002 ÓBREYTTUR GRUNNUR Gmnnur kynbótamatsins er að þessu sinni alveg óbreyttur frá fyrra ári. Breytingar í kynbóta- mati hjá nautunum skýrast því af nýjum upplýsingum um dætur eða aðra afkomendur nautanna. Astæða er til að benda á það að hér hafa allar upplýsingar um af- komendur áhrif, en ekki aðeins beinar mælingar fyrir dætur nautsins eins og gilti um eldri að- ferðir. Eðlilegt er að breytingar geti orðið mestar þar sem um er að ræða hlutfallslega mesta viðbót í upplýsingunum. Þetta á öðru fremur við um tvo hópa nauta í töflunni. Það eru yngstu nautin, sem aðeins voru dæmd á grunni upplýsinga fyrir takmarkaðan fjölda dætra á síðasta ári, en hjá þeim hafa bæst við hlutfallslega miklar upplýsingar, bæði upplýs- ingar um yngstu dætumar og við- bótarupplýsingar fyrir stærstan hluta kúnna. Hins vegar em naut- in sem nú fá inn miklar upplýs- ingar fyrir dætur sem em að koma til sögunnar eftir síðari notkunarferil þeirra, þetta á að þessu sinni mest við um nautin sem fædd em 1990. Röð efstu nauta í heildareink- unn hefúr breyst mikið frá fýrra ári vegna tilkomu nautanna frá 1994 sem gera sig mjög gildandi. Punktur 94032 hefúr hækkað talsvert í mati frá fyrra ári og skipar nú efsta sætið með 121 í heildareinkunn. Mestu munar þar um að mat hans um afurðir hefúr hækkað vemlega og er hann þar nú með 127 í einkunn, enda dæt- eftir Jón Viðar Jónmundsson og Ágúst Bænda- samtökum Islands ur hans feikilega mjólkurlagnar kýr. Einnig hækkar mat hans um mjaltir og skap örlítið. Segja má að í mati hans sé enginn bláþráð- ur. Kaðall 94017 skipar annað sæt- ið með 119 í heildareinkunn en hann stóð efstur allra nauta á síð- asta ári. Hann hefúr örlítið lækk- að í mati. Aðallega er það mat hans um fmmutölu sem lækkar urn 10 stig sem skýrir þessa breytingu. Rétt er um leið að benda á að einmitt fyrir lágarf- gengiseiginleika, eins og fmrnu- tölu, er ekki óeðlilegt að talsverð- ar breytingar verði þegar umtals- verðar nýjar upplýsingar koma til. Kaðall stendur eftir sem áður með fymaöflugt mat og eins og hjá Punkti er þar ekki hægt að benda á neina áberandi veika þætti. Völsungur 94006 er þriðji skömngurinn úr 1994 árgangnum sem þama er á toppnum. Hann hefúr að vísu eins og Kaðall lækkað um tvö stig í heildareink-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.