Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 10

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 10
Samanburður 2000-2001 5000 4500 4000 Mynd 2. Samanburður afurða eftir héruðum árin 2000 og 2001. að ungu kýmar em orðnar miklu getumeiri en aðeins fyrir örfáum árum og eru að skila allt öðru af- urðamagni en áður var. I efnahlutföllum greinist einnig mjög jákvæð þróun. Próteinhlut- fall mjólkur hjá skýrslufærðum kúm mælist nú 3,36% (3,32) og fítuhlutfallið 4,02% (4,03). Þetta er sérstaklega athyglisverð niður- staða samtímis jafn mikilli af- urðaaukningu og gerð hefúr verið grein fyrir vegna þess að vel þekkt er neikvætt samband á milli hlutfalls efna og magns mjólkur. Að öðru jöfnu hefði því mátt vænta þess að efnahlutföll lækkuðu samhliða aukningu af- urða. Aukning í magni verðefna á milli ári er því rúm 5,2% að jafn- aði hjá hverri kú sem er feikilega mikið. Vafalítið á meiri og réttari fóðrun einhvem þátt í þeirri hlut- fallslegu aukningu efna, sem fram kemur, og líklega vegur þar samt þyngra að nú fer að gæta áhrifa þess í kúastofhinum að próteinmagn var gert að gmnni afúrðamagnsmælinga vegna ræktunarstarfsins árið 1993, þeg- ar verðlagningu mjólkur var breytt, og með hverju árinu fer nú að gæta meira og meira í ræktunarstarfinu nauta sem valin em á þessum gmnni. Fyrsti hóp- urinn, sem þannig er valinn, kom samt fyrst úr afkvæmarannsókn á síðasta ári þannig að enn em þessi áhrif ekki komin nema að hluta fram í stofninum. Þetta er aðeins ein árétting þess hve mik- ið langtímastarf ræktun er í kúa- stofninum. Kjamfóðumotkun er skráð á rúmlega 80% þeirra búa sem skýrslur halda. Löngu er ljóst að nákvæmni þeirra skrániga er tak- markað og með aukinni fjöl- breytni í fóðmn kúnna eykst lík- lega ósamræmi í þeirri skráningu. Þær upplýsingar sem þar fást má að mínu viti fýrst og fremst nýta til að gera sér grein fyrir þróun í kjamfóðumotkun á hveijum tíma. Það er löngu sannreynt að gott samræmi er á milli þeirrar þróun- ar sem þar mælist og kjamfóður- sölu til jórturdýra. Samkvæmt skýrslum er meðal kjamfóður- notkun 851 kg (790) fyrirhverja árskú á þeim búum, sem færa þessar upplýsingar. Aukningin er því 61 kg á milli ára fyrir hverja kú. Þegar þessar breytingar em metnar með hliðsjón af breyting- um í afurðamagni er ljóst að þró- un í fóðumýingu í mjólkurfram- leiðslunni hefúr verið ákaflega jákvæð á árinu. Vafalítið er mik- ilvægasta skýring þess að gróf- fóðurgæði á árinu 2001 hafa ver- ið mjög mikil, áreiðanlega meiri en nokkm sinni fyrr. A annan hátt gæti ekki mælst þróun í lík- ingu við það sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Ljóst er að þær ótrúlega miklu breytingar, sem orðið hafa á af- urðum íslenskra kúa nú á örfáum ámm eiga sér tvær meginskýring- ar. Fóðmn kúnna hefúr batnað umtalsvert, bæði vegna aukinnar kunnáttu bænda um fóðmn, stór- bættra gróffóðurgæða og aukinn- ar kjamfóðumotkunar. Jafnframt var fyrir hendi umtalsverð ónotuð framleiðslugeta hjá kúnum um leið og geta þeirra eykst vegna ræktunarstarfsins með hveiju ári og greinilega meira nú á hverju ári en áður var. Samanburður á afurðum MILLI HÉRAÐA A 2. mynd er sýndur saman- burður afúrða kúnna árin 2000 og 2001 í einstökum hémðum. Þar sést að afúrðaaukning er í öllum hémðum þó að mismikil sé. Árið 2000 gerðist það í fyrsta sinn að meðalafúrðir kúnna í einu héraði fóra yftr 5000 kg. Það var í Austur-Skaftafellssýslu og bænd- ur þar halda forystu sinni enn á árinu 2001 en þar vom 288,7 árs- kýr sem að meðaltali mjólkuðu 5170 kg af mjólk en kjamfóður- notkun var að jafnaði 936 fyrir hvetja kú á svæðinu. Suður-Þing- eyingar taka stórt stökk til auk- inna afúrða og endurheimta að hluta aftur fyrri forystu í þeim efnum en meðalafúrðir kúnna þar vom 5018 kg árið 2001. Þriðja héraðið, sem nær 5000 kg mark- inu árið 2001, er Skagafjörður þar sem meðalkýrin skilar ná- kvæmlega því mjólkurmagni á árinu. Þegar litið er lengra til baka vekur athygli mikil afurðaaukn- ing á Suðurlandi og afúrðamunur | 10-Freyr 4/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.