Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 47

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 47
veruleg víxlverkun er milli arf- gerðar og umhverfís gripanna. I framtíðinni mun sjónum verða beint að því hjá Interbull að meta erfðafylgni milli afkastagetu og áðumefndra þátta, einnig að byggja kynbótamat á flokkun bú- anna m.t.t. þeirra. Einnig væri fróðlegt að skoða nokkra af þessum þáttum hér á Molar Egg til lyfja- FRAMLEIÐSLU Bandarískir vísindamenn stunda nú rannsóknir á því að vinna lyf úr eggjum. Það er gert með því móti að gera erfðabreyt- ingu á hænum og koma fyrir nýju geni í þeim þannig að úr eggjum þeirra megi vinna lyf. Um árabil hefur verið unnið við að erfðabreyta sauðfé og geitum þannig að unnt sé að vinna ým- iss konar lyf úr sauða- og geita- mjólk. Það fylgja því hins vegar ýmsir kostir að nota hænur í þessu skyni. Það t.d. tekur skemmri tima og hænurnar eru afkastamiklar. Hæna nú til dags getur verpt 330 eggjum á ári og hvert egg inniheldur 6,5 grömm af próteini. Ef unnt er að gera þetta pró- tein nothæft sem lyf með erfða- breytingum opnast miklir mögu- leikar í lyfjaframleiðslu. Lyfjaiðnaðurinn hefur lengi not- að bakteríur til að framleiða lyf, en með því að nota húsdýr er unnt að auka gæði framleiðsl- unnar. (Bondebladet nr. 16/2002). ESB BANNAR VAXTARAUKANDI LYF Embættismannaráð ESB hefur ákveðið að banna fúkkalyf sem vaxtaraukandi efni. Frá og með íslandi, hver er t.d. nytsælni kúa, hversu vel halda kýr hér á landi á sér í samanburði við það sem gerist í öðrum löndum? Hvað líð- ur langur tími frá burði þar til kýmar ná hæstu dagsnyt? Þá væri án efa athyglisvert að skoða inn- byrðis samband þessara þátta og hversu mikill breytileiki þeirra er. /BHB. janúar 2006 verða síðustu fjögur lyfin bönnuð. Hins vegar verður áfram leyfilegt að meðhöndla dýr með fúkkalyfjum í lækningaskyni. Fúkkalyf í dýrafóðri geta leitt til þess að fólk, sem neytir bú- fjárafurðanna, verði smám sam- an ónæmt gegn fúkkalyfjum og ekki verði lengur unnt að nota slík lyf við meðhöndlun á sjúk- dómum í fólki. Af þeim ástæðum bannaði ESB þegarárin 1997 og 1998 notkun á fimm lyfjum í dýrafóður sem jafnframt voru notuð við lækningu á sjúkdómum í fólki. Sú ákvörðun tókst vel þar sem notkun á vaxtaraukandi lyfj- um í löndum ESB dróst stórlega saman. Þannig var notkun þeirra árið 1997 alls 1600 tonn en hafði minnkað um helming árið 1999. Nú eru hins vegar aðeins 17% af fúkkalyfjum, sem gefin eru búfé, notuð til að auka vöxt þeirra, en afgangurinn í lækningaskyni. Yfirmaður mál- efna neytendaverndar innan ESB, David Byrne, hefur lýst yfir því að matvælaöryggi eigi að vera forgangsverkefni innan sambandsins. Og þar sem fóður búfjár hefur verið áberandi í tengslum við hneykslismál á sið- ari árum í matvælaframleiðslu, þá mun embættismannaráðið fyrirskipa strangar reglur um efni sem bætt er í fóður. Heimild: Zwald, N.R. et al. 2001. Characterization of Dairy Production Systems in Countries that Participate in the Intemational Bull Evaluation Service. J. Dairy Sci. 84:2530-2534. Höfundur leggur stund á nám til meistaraprófs í nautgriparækt við Landbúnaðarháskólann i Kaupmannahöfn. Þau efni sem enn eru leyfð en verða bönnuð frá árinu 2006 eru Monensin-Natrium, Salinomycin- Matrium, Avilamycin og Flavophospholipal, en ekkert þeirra eru notuð í lyf fyrir fólk. Þá verða ákveðin hámarksgildi af leifum þessara efna í matvælum þannig að engin hætta sé á að þau valdi skaða í fólki. (Landsbygdens Folk nr. 14/2002). Vandræði með SVÍNASKÍT Á SPÁNI Stór dagblöð á Spáni eru í fyrsta sinn farin að fjalla um vandamál með ráðstöfun á svínaskít. Svínaskítur mengar ekki að- eins grunnvatnið heldur gerir einnig land ónothæft til ræktunar, að sögn blaðsins El Pais, og nefnir áþreifanleg dæmi frá hér- aðinu Segovia. Þar er grunnvatn í 55 sveitarfélögum af 221 í mikilli hættu á að mengast af völdum svínaskíts. Sums staðar er svínaskít jafnvel veitt ólöglega út í vatnsföll í héraðinu. Yfirvöld eru í vaxandi mæli farin að fylgjast með mengun af völdum svínaskíts og vænta má lagasetningar til að takast á við vandamálið. (Landsbladet nr. 16/2002). Freyr 4/2002 - 47 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.