Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2002, Page 47

Freyr - 01.05.2002, Page 47
veruleg víxlverkun er milli arf- gerðar og umhverfís gripanna. I framtíðinni mun sjónum verða beint að því hjá Interbull að meta erfðafylgni milli afkastagetu og áðumefndra þátta, einnig að byggja kynbótamat á flokkun bú- anna m.t.t. þeirra. Einnig væri fróðlegt að skoða nokkra af þessum þáttum hér á Molar Egg til lyfja- FRAMLEIÐSLU Bandarískir vísindamenn stunda nú rannsóknir á því að vinna lyf úr eggjum. Það er gert með því móti að gera erfðabreyt- ingu á hænum og koma fyrir nýju geni í þeim þannig að úr eggjum þeirra megi vinna lyf. Um árabil hefur verið unnið við að erfðabreyta sauðfé og geitum þannig að unnt sé að vinna ým- iss konar lyf úr sauða- og geita- mjólk. Það fylgja því hins vegar ýmsir kostir að nota hænur í þessu skyni. Það t.d. tekur skemmri tima og hænurnar eru afkastamiklar. Hæna nú til dags getur verpt 330 eggjum á ári og hvert egg inniheldur 6,5 grömm af próteini. Ef unnt er að gera þetta pró- tein nothæft sem lyf með erfða- breytingum opnast miklir mögu- leikar í lyfjaframleiðslu. Lyfjaiðnaðurinn hefur lengi not- að bakteríur til að framleiða lyf, en með því að nota húsdýr er unnt að auka gæði framleiðsl- unnar. (Bondebladet nr. 16/2002). ESB BANNAR VAXTARAUKANDI LYF Embættismannaráð ESB hefur ákveðið að banna fúkkalyf sem vaxtaraukandi efni. Frá og með íslandi, hver er t.d. nytsælni kúa, hversu vel halda kýr hér á landi á sér í samanburði við það sem gerist í öðrum löndum? Hvað líð- ur langur tími frá burði þar til kýmar ná hæstu dagsnyt? Þá væri án efa athyglisvert að skoða inn- byrðis samband þessara þátta og hversu mikill breytileiki þeirra er. /BHB. janúar 2006 verða síðustu fjögur lyfin bönnuð. Hins vegar verður áfram leyfilegt að meðhöndla dýr með fúkkalyfjum í lækningaskyni. Fúkkalyf í dýrafóðri geta leitt til þess að fólk, sem neytir bú- fjárafurðanna, verði smám sam- an ónæmt gegn fúkkalyfjum og ekki verði lengur unnt að nota slík lyf við meðhöndlun á sjúk- dómum í fólki. Af þeim ástæðum bannaði ESB þegarárin 1997 og 1998 notkun á fimm lyfjum í dýrafóður sem jafnframt voru notuð við lækningu á sjúkdómum í fólki. Sú ákvörðun tókst vel þar sem notkun á vaxtaraukandi lyfj- um í löndum ESB dróst stórlega saman. Þannig var notkun þeirra árið 1997 alls 1600 tonn en hafði minnkað um helming árið 1999. Nú eru hins vegar aðeins 17% af fúkkalyfjum, sem gefin eru búfé, notuð til að auka vöxt þeirra, en afgangurinn í lækningaskyni. Yfirmaður mál- efna neytendaverndar innan ESB, David Byrne, hefur lýst yfir því að matvælaöryggi eigi að vera forgangsverkefni innan sambandsins. Og þar sem fóður búfjár hefur verið áberandi í tengslum við hneykslismál á sið- ari árum í matvælaframleiðslu, þá mun embættismannaráðið fyrirskipa strangar reglur um efni sem bætt er í fóður. Heimild: Zwald, N.R. et al. 2001. Characterization of Dairy Production Systems in Countries that Participate in the Intemational Bull Evaluation Service. J. Dairy Sci. 84:2530-2534. Höfundur leggur stund á nám til meistaraprófs í nautgriparækt við Landbúnaðarháskólann i Kaupmannahöfn. Þau efni sem enn eru leyfð en verða bönnuð frá árinu 2006 eru Monensin-Natrium, Salinomycin- Matrium, Avilamycin og Flavophospholipal, en ekkert þeirra eru notuð í lyf fyrir fólk. Þá verða ákveðin hámarksgildi af leifum þessara efna í matvælum þannig að engin hætta sé á að þau valdi skaða í fólki. (Landsbygdens Folk nr. 14/2002). Vandræði með SVÍNASKÍT Á SPÁNI Stór dagblöð á Spáni eru í fyrsta sinn farin að fjalla um vandamál með ráðstöfun á svínaskít. Svínaskítur mengar ekki að- eins grunnvatnið heldur gerir einnig land ónothæft til ræktunar, að sögn blaðsins El Pais, og nefnir áþreifanleg dæmi frá hér- aðinu Segovia. Þar er grunnvatn í 55 sveitarfélögum af 221 í mikilli hættu á að mengast af völdum svínaskíts. Sums staðar er svínaskít jafnvel veitt ólöglega út í vatnsföll í héraðinu. Yfirvöld eru í vaxandi mæli farin að fylgjast með mengun af völdum svínaskíts og vænta má lagasetningar til að takast á við vandamálið. (Landsbladet nr. 16/2002). Freyr 4/2002 - 47 j

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.