Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2002, Qupperneq 48

Freyr - 01.05.2002, Qupperneq 48
Dfinsk mjólkurframlelfisla er samkeppnlshmf Útdráttur úr erindi Susanne Clausen á ársfundi Dönsku nautgriparæktarsamtakanna í mars 2002 Seint á síðasta ári var birt viðamikil skýrsla sem unnin var á vegum RANNÍS um stöðu og þróunarhorfur í nautgriparækt á íslandi. I þes- sari skýrslu er m.a. álitsgcrð danskra sérfræðinga sem fengnir voru til að meta stöðu mjólkurframleiðslunnar hér á landi í við nágrannalöndin og er fyrst og fremst saman- burður við Danmörku og Noreg. Sá hluti þeirrar skýrslu var unninn af dönskum ráðu- naut, Susannc Clausen. Á árs- fundi Dönsku nautgriparækt- arsamtakanna í mars síðast- liðnum flutti hún erindi um stöðu danskrar mjólkurfram- leiðslu í alþjóðlcgu samhengi. Með tilvísun til áðurnefnds samanburðar milli Islands og Danmerkur virðist erindið geta verið forvitnilegt til að gera tilraun til að sjá íslenska mjólkurframleiðslu í alþjóð- legu samhengi. Þess vegna er þetta erindi endursagt hér á eftir. Verulegur hluti danskrar mjólk- ur fer í útflutningsafurðir. Staða danskra mjólkurframleiðenda ræðst því mjög af samkeppnis- stöðu gagnvart framleiðslu í öðr- um löndum. Um leið og allar hömlur í milliríkjaviðskiptum minnka ár frá ári verða sam- keppnisáhrifm meiri og augljós- ari. Því er enn mikilvægara en áður að meta samkeppnisstöðu danskra mjólkurframleiðenda í samanburði við stéttarbræður þeirra í öðrum löndum. Dönsk mjólkurframleiðsla í ALÞJÓDASAMHENGI Mjólkurframleiðsla í Dan- mörku var 4,72 miljarðar lítra ár- ið 2000. Það er um 1% af heims- framleiðslu mjólkur það árið og 4% af mjólkurframleiðslu ESB- landanna. Hlutur Danmerkur er því ekki stór í þessu samhengi. í framleiðslumagni eru risamir lönd eins og Indland, Bandaríkin, Rússland og Brasilía og innan ESB em það Þýskaland og Frakkland. Megnið af mjólk, sem framleitt er í heiminum, fer til innanlands- neyslu í viðkomandi landi, aðeins um 6% heildarframleiðslunnar eru seld á heimsmarkaði. Áhuga- vert er því að gera sér grein fyrir hvaða þjóðir eru fyrst og fremst að selja mjólkurafurðir á heims- markaði. í þeim viðskiptum em stærst ESB-löndin með 28%, Nýja-Sjáland með 29%, Ástralía 14% og Bandaríkin 2%. Hlut- fallstölumar miðast við árið 2000. Útflutningur Dana árið 2000 svaraði til 82% af ostaframleiðslu þeirra og 88% smjörframleiðsl- unnar. Af ostunum fara 59% og smjörinu 49% til sölu í löndum innan ESB. Afgangurinn fer á markaði utan sambandsins þar sem Austurlönd, bæði nær og fjær, em aðalmarkaðir. Til sam- anburðar er rétt að benda á að 16% af osti og 10% af smjöri í milliríkjaviðskiptum hjá ESB löndunum árið 2000 voru flutt til landa utan sambandsins. Mjólkurverð í Danmörku er með því hæsta sem gerist innan ESB og þar sem verð þar er al- mennt miklu hærra en í öðmm löndum er verð til danskra bænda með því hæsta í heiminum. I samanburði við þær þjóðir, sem Danir keppa við á heimsmarkaði, er danska verðið yfirleitt talsvert hærra. I samanburði við Nýja- Sjáland og Ástralíu er munurinn um 1 dönsk króna (10 krónur ís- lenskar) á kg mjólkur en munur- inn i samanburði við Bandaríkin er minni. Árið 2000 var verðið í Bandaríkjunum um 16 aumm (dönskum) lægra á kg mjólkur en í Bandaríkjunum en svo virðist hins vegar sem verðið þar vestra hafí verið 35 aurum hærra árið 2001 en í Danmörku. Mjólkur- verð til danskra bænda hefur ver- ið tiltölulega stöðugt síðustu árin þrátt fyrir það að stuðningur við útflutning hafi minnkað um helming frá 1995. Danskur mjólkuriðnaður hefur því aug- Ijóslega staðið sig vel í að fínna markaði fyrir mjólkurafúrðir á góðu verði. Bústærð í Danmörku er um 70 mjólkurkýr að meðaltali. Innan ESB em búin eingöngu stærri í Bretlandi þar sem meðalbúið er um 80 kýr. Til samanburðar er meðalbúið á Nýja-Sjálandi 210 kýr, 160 kýr í Ástralíu og í

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.