Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2002, Side 12

Freyr - 01.09.2002, Side 12
Sauðfjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps gerði Páima á Akri að heiðursfélaga sínum árið 2002. (Ljósm. Jóhanna Pálmadóttir). nautar okkar hafa unnið mjög gott starf. Hins vegar má búast við því að sú breytta, skipan sem orðin er á ráðunautaþjónustunni, muni skila enn betri árangri en verið hefur. Ef ráðunautar geta sérhæft sig hljóta störf þeirra að verða markvissari. Afuróasalcm? Jón Viðar. Austur-Húnvetn- ingar hafa staðið sig frekar vel í slátrunar- og afurðarsölumálun- um og hafa sloppið við hremm- ingar síðustu ár í þeim efnum. Jóhanna: Við sluppum a.m.k. við mestu áfollin í sambandi við Goða. Sigurður Jóhannesson, sem tók við rekstri Sölufélags A- Húnvetninga fyrir þremur árum, hefur eflt það mjög. Páhni: Við höfum alla tíð haft afúrðasölufélag og verslunarfélag aðskilin, þ.e. Sölufélagið og Kaupfélagið. Á þes- sari tíð sameiningar á öllum sviðum þá hafa þessi félög samt ekki verið sameinuð, góðu heilli, segi ég. Auk okkar ágæta framkvæmdastj óra Sölufélagsins höfum við verið afar heppin með sláturhússtjóra, Gísli Garðarsson, frá Súðavik. Gunnar: Sölufé- lagið er nú orðið þriðja stærsta slátur- hús á landinu, en þar fer hins vegar ekki fram nein úrvinnsla á kjöti, nema hvað hér er gerð sviða- sulta. Forráðamenn félagsins telja það ekki borga sig að vera með frekari vinnslu á kjötinu þar sem að það þykir of dýrt. Jóhanna: Það verður líka að segjast að með falli Goða þá hvarf mikið af sérvöru, unninni úr kjöti, af markaðnum því að fyrirtækið rak öfluga kjötvinnslu. Maður fer ekki út í búð og kaupir gúllas úr kindakjöti eða kinda- hakk. Þessi úrvinnsla er hins vegar öflug bæði úr svínakjöti og kjúklingum. Það er brýnt að bæta úr þessu. Þá er vitað að á Reykjavíkunnarkaðnum er margt fólk sem vill velja sér sjálft skrokka og fá þá sagaða eftir sín- um smekk. Það er ekki lengur unnt eftir að Goði hvarf en Goði var með slíka þjónustu á Kirkju- sandi. I þeim verslunum, sem eru með niðursagaða skrokka, vantar stórlega úrval. Fullorðið fólk, sem flyst til Reykjavíkur, er vant því að kaupa heila og hálfa skrokka en fær ekki þessa þjónustu. Ungt fólk, hins vegar, lærir ekki að borða lambakjöt, ef það er ekki boðið fram jafh tilbúið til mat- reiðslu og neyslu og annað kjöt. Eitt af því sem þyrfti, er að efla markaðssetningu á lambakjöti inn í mötuneyti og veitingastaði. Þá eru klassískir kindakjötsréttir er- lendis, eins og Kebab og Píta, á boðstólum hér á landi úr svína- kjöti eða nautakjöti. Gunnar: Afúrðastöðvamar þurfa líka að vinna meira saman. Þegar það vantaði kjúklinga á markaðinn þá var bara beðið um innflutning en markaðnum ekki beint inn á aðrar kjöttegundir. Gott dæmi er líka með útflutn- inginn. Við erum að flytja út þetta 1500-2500 tonn af kin- dakjöti á ári. Margir aðilar em að vasast í þessum útflutningi í stað þess að hann sé hafður á einni hendi eins og aðrar þjóðir, t.d. Nýsjálendingar, hafa lært af biturri reynslu að er hagkvæmast. Hér eru útflytjendur jafnvel að keppa hver við annan í stað þess að vinna saman. Áður fyrr seldi kjötið sig sjálft, bæði innanlands og utan, en nú er að vaxa upp kynslóð sem fær ekki kindakjöt nema endmm og sinnum og notar það ekki sem hversdagsmat. Eg hef heyrt að í Skotlandi sé kindakjöt auglýst jafnt sem hversdagsmatur og veislu- og helgarmatur. Páhni: Varðandi kjötvinnslu al- mennt, þá er óhjákvæmilegt að þar verði komið á verkaskiptingu milli fyrirtækja. Áður var hver vinnslustöð með marga tugi af vörunúmerum í framleiðslu, það gekk auðvitað ekki til lengdar. Þama er brýnt að sláturleyfishaf- ar og kjötvinnslur snúi bökum saman gagnvart fákeppni versl- anakeðjanna. Jóhanna: Það var gerð neyt- endakönnun nýlega á vegum Markaðsráðs kindakjöts og þar | 12-Freyr 8/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.