Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2002, Page 15

Freyr - 01.09.2002, Page 15
verða samfellt í 3-4 mánuði, sem er svipað og við gemm núna í Selfosshúsinu. Við erum að beita verðstýringu til að þetta takist, þannig að afúrðaverð á hefð- bundna sláturtímanum er lægra en á undan og eftir. Þetta þýðir ekki að við náum hærra verði fýrir afúrðir, sem falla til utan hefðbundna tímans, heldur erum við að jafna aðstöðu innleggj- enda. Hjá öðrum sláturleyfishöfum er þetta meira spuming um markað- inn, en hjá okkur um að nýta hús- in, sem og að vera með ferskt kjöt á innanlandsmarkað og til útflutnings. Þegar ég ber saman aðstöðuna á Hellu og í Djúpadal fýrir hart- nær 20 ámm og Klaustur í dag, en þetta em að mörgu leyti sam- bærileg hús, þá er orðin smávegis þróun til lækkunar á kostnaði og aukinna afkasta. Hins vegar hafa komið til meiri hreinlætis- og gæðakröfur og svo stóraukinn kostnaður við að losna við sláturúrgang. Þar hafa Islend- ingar verið að gangast undir kröf- ur ESB þar sem hvarvetna em mikil landþrengsli og kröfúmar eftir þvi. Það kostar okkur yfir 20 milljónir kr. á ári að losna við sláturúrgang. Hann fer annars vegar í Kjötmjölsverksmiðjuna og er svo urðaður að hluta, hvom tveggja með æmum kostnaði. í þessu tilliti tel ég okkur ganga of langt með okkar landrými að gera urðun svo svona dýra sem og það skilar sér inn í verð til neytenda. Aðalvandamál kindakjötsins er það að frysta verður svo stóran hluta af því og það er dýrt að reka frystigeymslumar. Þetta sleppa hinar kjöttegundimar við. En hvernig lítur kjöt- markaðurinn út m'ma? Eg hef komið nálægt þessum málum í 18 ár og á þeim tíma hef ég aldrei séð eins ískyggilega stöðu á kjötmarkaðnum og nú er uppi. Það er núna gríðarlegt of- framboð á svínakjöti og það er framundan holskefla af kjúkl- ingakjöti. Þetta er slíkt kjötsmagn að það mun setja allan kjötmark- aðinn í uppnám. Hin hraða aukning í svínakjöt- inu hefúr þrýst verði á því undir framleiðslukostnað, þannig að einhverjir framleiðendur munu hellast úr lestinni eða bankamir taka við rekstrinum. Sem dæmi má nefna að í fýrra vomm við að greiða bændum 240 kr. á kg svínakjöts en núna 180 kr. á kg. I fýrra hækkuðum við verðið í kr. 255 á kg fýrir jólin en það verður trúlega engin slík jólahækkun í ár að óbreyttu. Innanlandsmarkaður- inn fyrir kjöt er um 22 þúsund tonn á ári. A næsta ári má vænta þess að á þann markað bætist við 1500-2000 tonn bara einungis af kjúklingakjöti. I ljósi þessa hlýtur maður að hafa áhyggjur af stöðu kinda- kjötsins. Þó að menn séu óánægðir með samdrátt í sölu þess á árinu þá tel ég að siðustu ár hafí náðst þar merkilega góður árangur miðað við aðstæður, vegna þess að atlaga allra annarra kjöttegunda hefúr verið verulega og þessar tegundir hafa mátt sæta verðlækkun, á sama tíma og sauðijárbændur hafa þó séð hækkun á hverju ári. Nú hefúr maður hins vegar miklar áhyggjur fýrir næstu tvö misseri. Það, sem hefur truflað kindakjötið mikið, er ræktunar- stefnan í sauðíjárrækt og þá þarf að líta nokkuð aftur í timann. Þar er ég einkum með fituna í huga. Það var of seint bmgðist við, við að draga úr fitusöfnun fjársins og það er enn mikið af ám sem skila of feitum dilkum. Þetta er að tmfla innanlands- söluna jafnt og útflutninginn. Ég get nefnt sem dæmi að Noregur tekur ekki við nema tveimur mögmstu fituflokkunum sem em hjá okkur um 30-35% af kjöt- magninu. Þar með eykst hlutfall- ið af feitari flokkum sem fara í eitthvað annað. Það er ekkert hægt að gera við feitasta kjötið annað en að útbeina það og fjar- lægja fituna og það kostar sitt. Við höfum verið að láta þetta endurspeglast í verðinu. T.d. í verðlistanum sem við emm nýbú- in að gefa út þá emm við að færa niður um verðflokk frá íýrra ári nokkra feita flokka og fæmm einn magrari flokk upp. Ljóst er að ræktunarstefnan var þama langt á eftir en ég vona nú sé bú- ið að söðla um, a.m.k. víðast hvar. Við vitum að sjálfsögðu að fita er nauðsynleg að vissu marki til að kjötið verði meyrt og ljúf- fengt. Fita inni á milli vöðva- þráðanna er mjög æskileg en fólk vill ekki sjá fitu utan á kjötinu. Hvað varðar kjötsöluna þá tel ég að unnist hafi góður vamar- sigur í kindakjötinu síðustu ár þó að salan hafi dregist svolítið sam- an og það er merkilegt að nú í sumar, þegar svínakjöt hefúr ver- ið á endalausum útsölum, að þá skuli kindakjötssalan hafa haldið hlut sínum og vel það miðað við sama tíma íýrir ári. Neysla á kjöti, eins og á mörgu öðm, er íhaldssöm en með því verði sem er nú í gangi þá mun salan flytjast meira yfir á svína- kjötið og ætla má að sala á því aukist um þetta 10-20% á ári næstu árin. I könnun sem Bjarni Dagur Jónsson gerði fyrir Markaðsráð kindakjöts um markaðsstöðu kindakjötsins þá kemurfram að það hefur sterka gæðaímynd en veika stöðu i verðsamkeppni. Það er margt sem hefúr áhrif á Freyr 8/2002-15 j

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.